Samráð um byggingarmál skilar árangri Björn Karlsson skrifar 12. desember 2012 06:00 Í febrúar síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglugerð, en jafnframt var sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar, með vissum skilyrðum, fram til 1. janúar 2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra lýsti því yfir að þessi tími fram að áramótum yrði notaður til umræðu og samráðs við hagsmunaaðila með það að markmiði að breytingar yrðu gerðar á nýju reglugerðinni nú í árslok. Í ljósi þess mikla og lærdómsríka samráðs sem farið hefur fram hefur verið ákveðið að endurskoða viss ákvæði nýrrar byggingarreglugerðar, sérstaklega ákvæði um aukna orkunýtingu bygginga. Þannig hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ýmsa hagsmunaaðila, að kröfur um einangrun byggingarhluta verði sem næst þær sömu og voru í gömlu byggingarreglugerðinni. Vonast var til þess að samstarfið undanfarið ár myndi leiða til samstöðu um orkunýtingu, en enn eru skoðanir mjög skiptar um þetta.Sérfræðingar ósammála Það er óumdeilanlegt að við Íslendingar verðum að huga vel að orkuauðlindum okkar og þar skiptir orkunýting við húshitun miklu máli. Á meðan kröfur um orkunýtingu hafa margfaldast í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár hafa íslensku kröfurnar að mestu staðið í stað síðastliðin 15 ár. Hús sem byggð eru nú munu að öllum líkindum standa í 100 eða 200 ár og því er mikilvægt að horfa til framtíðar hvað orkunýtingu bygginga varðar. Íslendingar hafa þó mikla sérstöðu miðað við nágrannaríkin; við eigum sjálfbærar orkulindir og orkuverð er tiltölulega lágt. Því er mikilvægt að fram fari faglegar rannsóknir á þróun orkuverðs til húshitunar, kostnaði við aukna einangrun og kostnaði við aukna nýtingu og frekari virkjun heita vatnsins. Þannig skapast góður grundvöllur til framtíðar stefnumótunar um orkunýtingu til húshitunar. Jafnframt verður haldið áfram því góða samstarfi sem Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, fagfélög arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræðinga og byggingarfulltrúa hafa haft undanfarið ár. Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygginga“ verði haldið á Grand Hóteli 25. janúar á næsta ári. Þannig verður umræðum um einangrun byggingarhluta og „íslenska vegginn“ (steyptur veggur, einangraður að innan) haldið áfram, en um þetta eru skoðanir mjög skiptar. Og þótt umræðan geti verið óvægin er vonast til að hún leiði til aukins skilnings og samstöðu um einangrun bygginga. Einnig verður ákvæðum um rýmisstærðir breytt. Breytingarnar veita hönnuðum og arkitektum meiri sveigjanleika til að ná markmiðum um minni íbúðir, um leið og hugað er að grundvallaratriðum um aðgengi fyrir alla.Óverulegur kostnaðarauki Samtök iðnaðarins og Búseti létu greina kostnað við að byggja dæmigert þriggja hæða fjölbýlishús, steinsteypt og einangrað að innan. Niðurstaðan var sú að kostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu og fleira. Annar óháður aðili, Verkfræðistofan Mannvit, hefur rýnt þessa kostnaðargreiningu. Niðurstaða Mannvits er að kostnaðaraukinn yrði um 2,2-3,1%, en ekki 9,6%. Með ákvörðun ráðherra um að falla frá auknum einangrunarkröfum telur Verkfræðistofan Mannvit að kostnaðarauki við byggingu þessa fjölbýlishúss vegna nýrrar (og endurskoðaðrar) reglugerðar verði mjög óverulegur, eða um 0,35%. Starfsmenn Mannvirkjastofnunar vona að áframhaldandi samstarf og samráð helstu hagsmunaaðila þessa málaflokks leiði til aukins skilnings og samstöðu um helstu álitamál. Með því tekst vonandi að þróa áfram regluverk byggingariðnaðarins þannig að það skili samfélaginu góðum og hagkvæmum byggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í febrúar síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglugerð, en jafnframt var sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar, með vissum skilyrðum, fram til 1. janúar 2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra lýsti því yfir að þessi tími fram að áramótum yrði notaður til umræðu og samráðs við hagsmunaaðila með það að markmiði að breytingar yrðu gerðar á nýju reglugerðinni nú í árslok. Í ljósi þess mikla og lærdómsríka samráðs sem farið hefur fram hefur verið ákveðið að endurskoða viss ákvæði nýrrar byggingarreglugerðar, sérstaklega ákvæði um aukna orkunýtingu bygginga. Þannig hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ýmsa hagsmunaaðila, að kröfur um einangrun byggingarhluta verði sem næst þær sömu og voru í gömlu byggingarreglugerðinni. Vonast var til þess að samstarfið undanfarið ár myndi leiða til samstöðu um orkunýtingu, en enn eru skoðanir mjög skiptar um þetta.Sérfræðingar ósammála Það er óumdeilanlegt að við Íslendingar verðum að huga vel að orkuauðlindum okkar og þar skiptir orkunýting við húshitun miklu máli. Á meðan kröfur um orkunýtingu hafa margfaldast í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár hafa íslensku kröfurnar að mestu staðið í stað síðastliðin 15 ár. Hús sem byggð eru nú munu að öllum líkindum standa í 100 eða 200 ár og því er mikilvægt að horfa til framtíðar hvað orkunýtingu bygginga varðar. Íslendingar hafa þó mikla sérstöðu miðað við nágrannaríkin; við eigum sjálfbærar orkulindir og orkuverð er tiltölulega lágt. Því er mikilvægt að fram fari faglegar rannsóknir á þróun orkuverðs til húshitunar, kostnaði við aukna einangrun og kostnaði við aukna nýtingu og frekari virkjun heita vatnsins. Þannig skapast góður grundvöllur til framtíðar stefnumótunar um orkunýtingu til húshitunar. Jafnframt verður haldið áfram því góða samstarfi sem Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, fagfélög arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræðinga og byggingarfulltrúa hafa haft undanfarið ár. Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygginga“ verði haldið á Grand Hóteli 25. janúar á næsta ári. Þannig verður umræðum um einangrun byggingarhluta og „íslenska vegginn“ (steyptur veggur, einangraður að innan) haldið áfram, en um þetta eru skoðanir mjög skiptar. Og þótt umræðan geti verið óvægin er vonast til að hún leiði til aukins skilnings og samstöðu um einangrun bygginga. Einnig verður ákvæðum um rýmisstærðir breytt. Breytingarnar veita hönnuðum og arkitektum meiri sveigjanleika til að ná markmiðum um minni íbúðir, um leið og hugað er að grundvallaratriðum um aðgengi fyrir alla.Óverulegur kostnaðarauki Samtök iðnaðarins og Búseti létu greina kostnað við að byggja dæmigert þriggja hæða fjölbýlishús, steinsteypt og einangrað að innan. Niðurstaðan var sú að kostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu og fleira. Annar óháður aðili, Verkfræðistofan Mannvit, hefur rýnt þessa kostnaðargreiningu. Niðurstaða Mannvits er að kostnaðaraukinn yrði um 2,2-3,1%, en ekki 9,6%. Með ákvörðun ráðherra um að falla frá auknum einangrunarkröfum telur Verkfræðistofan Mannvit að kostnaðarauki við byggingu þessa fjölbýlishúss vegna nýrrar (og endurskoðaðrar) reglugerðar verði mjög óverulegur, eða um 0,35%. Starfsmenn Mannvirkjastofnunar vona að áframhaldandi samstarf og samráð helstu hagsmunaaðila þessa málaflokks leiði til aukins skilnings og samstöðu um helstu álitamál. Með því tekst vonandi að þróa áfram regluverk byggingariðnaðarins þannig að það skili samfélaginu góðum og hagkvæmum byggingum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun