Heimilisofbeldi þrífst í skjóli þagnarinnar Borghildur Dóra Björnsdóttir skrifar 10. desember 2012 06:00 Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. Mannneskjur sem lenda í heimilisofbeldi finnst þær vera óverðugar, eiga það skilið, vera sökudólgurinn, standa í þessu einar og skammast sín. Finnst þær ekki getað talað við neinn og vita bara ekkert hvert þær geta leitað. Þolendur vita ekki hvort þeir eigi að tala við lögreglu, sálfræðing, lækni eða hvort þeir eigi að takast á við þetta einir. Þetta getur oft verið erfitt því manneskjan er hætt að treysta fólki og trú á almenna manngæsku hverfur. Mér fannst ég að minnsta kosti ekki geta treyst neinum. Ég veit það í dag að það sem best hefði verið að gera hefði verið að tala við fagfólk og/eða þá sem maður treysti. Það er að segja ef þú, sem þolandi, treystir einhverjum yfir höfuð. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem verða fyrir heimilisofbeldi ljúga líka voðalega miklu um áverkana og andlega líðan vegna þess að þeir skammast sín. Ég gerði það alltaf. Ég varði gerendurna og þagði yfir því sem var að gerast. En í dag sé ég eftir því að hafa ekki sagt frá, því ég mun aldrei almennilega jafna mig á þessu ofbeldi sem ég varð fyrir. Ég leitaði mér ekki hjálpar því að ég skammaðist mín og fannst ég eiga þetta skilið. Það var engin fræðsla um heimilisofbeldi á þeim tíma sem ég var að ganga í gegnum það og enn í dag finnst mér ekki nógu mikil fræðsla eða umræða um þetta málefni. Fræðsla þarf að vera almenn, aðgengileg úti í samfélaginu og í skólakerfinu. Það er ótrúlegt hversu ungt fólk getur verið sem verða þolendur. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum og það er meira að segja möguleiki á að þú hittir manneskju á hverjum degi sem lifir við heimilisofbeldi en þú veist bara ekki af því. Það getur verið einhver sem þér þykir vænt um. Til að breyta þessu þarf ekki bara að virkja sérfræðinga, við sjálf þurfum líka að miðla okkar reynslu til annarra og fræða börnin okkar. Sýna fólki fram á að það sé í lagi að koma fram og segja frá, án þess að vera dæmd, óháð stöðu, aldri eða kyni. Að þú standir ekki ein/einn í þessu. Heimilisofbeldi er mjög alvarlegur glæpur og hefur áhrif á þig allt þitt líf. Ef þú veist um eða hefur heyrt um einhvern sem hefur lent í heimilisofbeldi, taktu af skarið og talaðu við viðkomandi og hjálpaðu honum eftir fremsta megni og ef þú treystir þér ekki til þess, leitaðu til fagmanna. Það hjálpar mikið að vita að maður er ekki einn. Ég hélt ég væri ein og hefði engan og vil ekki vita af neinum þarna úti sem hefur lent í heimilisofbeldi og finnst hann vera einn. Þú getur haft áhrif! Vertu til staðar og reyndu að afla þér upplýsinga um heimilisofbeldi, merkin og áhrif þess svo þú þekkir það og getir hjálpað. Mundu líka, hvort sem þú ert þolandi eða aðstandandi, láttu vita af þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. Mannneskjur sem lenda í heimilisofbeldi finnst þær vera óverðugar, eiga það skilið, vera sökudólgurinn, standa í þessu einar og skammast sín. Finnst þær ekki getað talað við neinn og vita bara ekkert hvert þær geta leitað. Þolendur vita ekki hvort þeir eigi að tala við lögreglu, sálfræðing, lækni eða hvort þeir eigi að takast á við þetta einir. Þetta getur oft verið erfitt því manneskjan er hætt að treysta fólki og trú á almenna manngæsku hverfur. Mér fannst ég að minnsta kosti ekki geta treyst neinum. Ég veit það í dag að það sem best hefði verið að gera hefði verið að tala við fagfólk og/eða þá sem maður treysti. Það er að segja ef þú, sem þolandi, treystir einhverjum yfir höfuð. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem verða fyrir heimilisofbeldi ljúga líka voðalega miklu um áverkana og andlega líðan vegna þess að þeir skammast sín. Ég gerði það alltaf. Ég varði gerendurna og þagði yfir því sem var að gerast. En í dag sé ég eftir því að hafa ekki sagt frá, því ég mun aldrei almennilega jafna mig á þessu ofbeldi sem ég varð fyrir. Ég leitaði mér ekki hjálpar því að ég skammaðist mín og fannst ég eiga þetta skilið. Það var engin fræðsla um heimilisofbeldi á þeim tíma sem ég var að ganga í gegnum það og enn í dag finnst mér ekki nógu mikil fræðsla eða umræða um þetta málefni. Fræðsla þarf að vera almenn, aðgengileg úti í samfélaginu og í skólakerfinu. Það er ótrúlegt hversu ungt fólk getur verið sem verða þolendur. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum og það er meira að segja möguleiki á að þú hittir manneskju á hverjum degi sem lifir við heimilisofbeldi en þú veist bara ekki af því. Það getur verið einhver sem þér þykir vænt um. Til að breyta þessu þarf ekki bara að virkja sérfræðinga, við sjálf þurfum líka að miðla okkar reynslu til annarra og fræða börnin okkar. Sýna fólki fram á að það sé í lagi að koma fram og segja frá, án þess að vera dæmd, óháð stöðu, aldri eða kyni. Að þú standir ekki ein/einn í þessu. Heimilisofbeldi er mjög alvarlegur glæpur og hefur áhrif á þig allt þitt líf. Ef þú veist um eða hefur heyrt um einhvern sem hefur lent í heimilisofbeldi, taktu af skarið og talaðu við viðkomandi og hjálpaðu honum eftir fremsta megni og ef þú treystir þér ekki til þess, leitaðu til fagmanna. Það hjálpar mikið að vita að maður er ekki einn. Ég hélt ég væri ein og hefði engan og vil ekki vita af neinum þarna úti sem hefur lent í heimilisofbeldi og finnst hann vera einn. Þú getur haft áhrif! Vertu til staðar og reyndu að afla þér upplýsinga um heimilisofbeldi, merkin og áhrif þess svo þú þekkir það og getir hjálpað. Mundu líka, hvort sem þú ert þolandi eða aðstandandi, láttu vita af þér.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun