Kynbundið ofbeldi er mál sem snertir alla 10. desember 2012 06:00 Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. Afleiðingar kynbundins ofbeldis geta verið skelfilegar fyrir fórnarlömbin. Líkamlegu afleiðingarnar eru oft mjög alvarlegar en hinar félagslegu og sálrænu afleiðingar geta verið jafn alvarlegar og skilið fórnarlömbin eftir einangruð og berskjölduð. Fyrir konur af erlendum uppruna getur þessi einangrun verið mun flóknari og erfiðari að eiga við. Vegna stöðu þeirra sem innflytjendur eiga þær erfiðara með að komast undan ofbeldi. Konum af erlendum uppruna finnst þær oft vera fastar í ofbeldisfullum samböndum vegna innflytjendalaga, tungumálatakmarkana, félagslegrar einangrunar og fátæktar. Þrátt fyrir að nýlegar lagabreytingar hafi opnað nýujar og öruggar leiðir til áframhaldandi dvalar fyrir konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis er heimilisofbeldi enn stórt vandamál fyrir þær sem og aðrar konur. Við þurfum að læra meira um erlendar konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis. Þótt við vitum að þær séu stór hluti þeirra kvenna sem leita í Kvennaathvarfið, eru ekki til tölur um nákvæman fjölda þeirra. Þær mæta sömu vandamálum og íslenskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi, en einnig menningarlegum og lagalegum hindrunum. Við þurfum að auka vitund gagnvart þeim áskorunum sem þessar konur þurfa að takast á við og þeim möguleikum sem lagaumhverfið býður upp á fyrir þær. Þær þurfa meðal annars að takast á við menningartengd viðhorf sem hafa tilhneigingu til að afsaka og afneita heimilisofbeldi. Í sumum löndum er þetta ekki álitið glæpur, heldur einungis fjölskylduvandamál. Konur sem hafa aldrei upplifað þau réttindi sem íslenskar konur hafa og þekkja ekki hvað heimilisofbeldi felur í sér eiga erfiðara með að viðurkenna að þær séu fórnarlömb ofbeldis. Þær eru að jafnaði lengur að leita sér aðstoðar. Það er sterkari tilhneiging til að halda þessu leyndu og vernda þannig fjölskylduna og þar með gerandann einnig. Félagsleg og fjárhagsleg staða þessara kvenna hefur einnig áhrif. Fyrir marga innflytjendakonur er ofbeldisfullur eiginmaður þeirra eina fyrirvinna. Einnig skortir þær oft stuðningsnet, t.d. stórfjölskyldu, hér á Íslandi. Að yfirgefa eiginmanninn fyrir öruggara umhverfi gæti þýtt tap á fjárhagslegum stuðningi og eigum, og einnig fjölskyldu hans sem stuðningsneti. Erlendar konur eru oft hræddar við að missa dvalarleyfi sitt og að vera reknar úr landi. Þeir sem beita erlendar konur ofbeldi nýta sér þessa hræðslu til að ná völdum og stjórn. Það er þekkt að íslenskir gerendur og útlendingar með búsetuleyfi nýta sér þessi völd og hóta að tilkynna til Útlendingastofnunar og jafnvel að taka börnin þeirra ef þær reyna að leita sér aðstoðar eða segja frá. Þó það hafi orðið lagabreytingar til hins betra í þessum málefnum ganga enn mýtur og rangupplýsingar innan innflytjenda samfélagsins. Fjárhags- og húsnæðiserfiðleikar eru stórt vandamál. Konur sem leita í Kvennaathvarfið eiga í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Erfitt er að fá leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn erfiðara fyrir innflytjendur vegna fordóma í þeirra garð og tungumálaerfiðleika. Velferðarkerfið tekur ekki nógu vel á móti fórnarlömbum, biðlistar fyrir félagslegar íbúðir eru langir og skilyrði sem uppfylla þarf fyrir velferðarþjónustu eru þröng. Þótt Kvennaathvarfið standi sig eins og hetja og snúi fólki aldrei frá, eru takmörkuð úrræði til staðar fyrir innflytjendakonur. Tungumálaörðugleikar gera það t.d. mjög erfitt fyrir starfsfólk athvarfsins að sinna þeim. Ráðstöfunarfé er ekki alltaf til staðar fyrir túlkaþjónustu sem er dýr. Einnig eru túlkarnir oft tengdir konunum og gerendum vegna smæðar innflytjendasamfélagsins. Öll upptalin vandamál og jafnvel fleiri gerir það að verkum að ekki eru sömu úrræði í boði fyrir erlendar konur. Þessar konur eru oft einnig mæður og því þarf einnig að huga að barnaverndarmálum því börn sem lifa með heimilisofbeldi eru einnig fórnarlömb. Þessi fórnarlömb eru meðlimir í okkar þjóðfélagi og mikilvægt að þau læri að kynbundið ofbeldi er ekki látið viðgangast og að þau hafi réttindi. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja mikilvægt að auka fræðslu erlendra kvenna um íslenskt samfélag. Nýlega þjálfuðu samtökin hóp kvenna til að starfa sem jafningaráðgjafar. Hlutverk þeirra er að bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að finna bestu lausnina. Jafningaráðgjöfin er ókeypis og er alla þriðjudaga milli 20 og 22. Hún er staðsett á skrifstofu samtakanna á Túngötu 14 2.hæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. Afleiðingar kynbundins ofbeldis geta verið skelfilegar fyrir fórnarlömbin. Líkamlegu afleiðingarnar eru oft mjög alvarlegar en hinar félagslegu og sálrænu afleiðingar geta verið jafn alvarlegar og skilið fórnarlömbin eftir einangruð og berskjölduð. Fyrir konur af erlendum uppruna getur þessi einangrun verið mun flóknari og erfiðari að eiga við. Vegna stöðu þeirra sem innflytjendur eiga þær erfiðara með að komast undan ofbeldi. Konum af erlendum uppruna finnst þær oft vera fastar í ofbeldisfullum samböndum vegna innflytjendalaga, tungumálatakmarkana, félagslegrar einangrunar og fátæktar. Þrátt fyrir að nýlegar lagabreytingar hafi opnað nýujar og öruggar leiðir til áframhaldandi dvalar fyrir konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis er heimilisofbeldi enn stórt vandamál fyrir þær sem og aðrar konur. Við þurfum að læra meira um erlendar konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis. Þótt við vitum að þær séu stór hluti þeirra kvenna sem leita í Kvennaathvarfið, eru ekki til tölur um nákvæman fjölda þeirra. Þær mæta sömu vandamálum og íslenskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi, en einnig menningarlegum og lagalegum hindrunum. Við þurfum að auka vitund gagnvart þeim áskorunum sem þessar konur þurfa að takast á við og þeim möguleikum sem lagaumhverfið býður upp á fyrir þær. Þær þurfa meðal annars að takast á við menningartengd viðhorf sem hafa tilhneigingu til að afsaka og afneita heimilisofbeldi. Í sumum löndum er þetta ekki álitið glæpur, heldur einungis fjölskylduvandamál. Konur sem hafa aldrei upplifað þau réttindi sem íslenskar konur hafa og þekkja ekki hvað heimilisofbeldi felur í sér eiga erfiðara með að viðurkenna að þær séu fórnarlömb ofbeldis. Þær eru að jafnaði lengur að leita sér aðstoðar. Það er sterkari tilhneiging til að halda þessu leyndu og vernda þannig fjölskylduna og þar með gerandann einnig. Félagsleg og fjárhagsleg staða þessara kvenna hefur einnig áhrif. Fyrir marga innflytjendakonur er ofbeldisfullur eiginmaður þeirra eina fyrirvinna. Einnig skortir þær oft stuðningsnet, t.d. stórfjölskyldu, hér á Íslandi. Að yfirgefa eiginmanninn fyrir öruggara umhverfi gæti þýtt tap á fjárhagslegum stuðningi og eigum, og einnig fjölskyldu hans sem stuðningsneti. Erlendar konur eru oft hræddar við að missa dvalarleyfi sitt og að vera reknar úr landi. Þeir sem beita erlendar konur ofbeldi nýta sér þessa hræðslu til að ná völdum og stjórn. Það er þekkt að íslenskir gerendur og útlendingar með búsetuleyfi nýta sér þessi völd og hóta að tilkynna til Útlendingastofnunar og jafnvel að taka börnin þeirra ef þær reyna að leita sér aðstoðar eða segja frá. Þó það hafi orðið lagabreytingar til hins betra í þessum málefnum ganga enn mýtur og rangupplýsingar innan innflytjenda samfélagsins. Fjárhags- og húsnæðiserfiðleikar eru stórt vandamál. Konur sem leita í Kvennaathvarfið eiga í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Erfitt er að fá leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn erfiðara fyrir innflytjendur vegna fordóma í þeirra garð og tungumálaerfiðleika. Velferðarkerfið tekur ekki nógu vel á móti fórnarlömbum, biðlistar fyrir félagslegar íbúðir eru langir og skilyrði sem uppfylla þarf fyrir velferðarþjónustu eru þröng. Þótt Kvennaathvarfið standi sig eins og hetja og snúi fólki aldrei frá, eru takmörkuð úrræði til staðar fyrir innflytjendakonur. Tungumálaörðugleikar gera það t.d. mjög erfitt fyrir starfsfólk athvarfsins að sinna þeim. Ráðstöfunarfé er ekki alltaf til staðar fyrir túlkaþjónustu sem er dýr. Einnig eru túlkarnir oft tengdir konunum og gerendum vegna smæðar innflytjendasamfélagsins. Öll upptalin vandamál og jafnvel fleiri gerir það að verkum að ekki eru sömu úrræði í boði fyrir erlendar konur. Þessar konur eru oft einnig mæður og því þarf einnig að huga að barnaverndarmálum því börn sem lifa með heimilisofbeldi eru einnig fórnarlömb. Þessi fórnarlömb eru meðlimir í okkar þjóðfélagi og mikilvægt að þau læri að kynbundið ofbeldi er ekki látið viðgangast og að þau hafi réttindi. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja mikilvægt að auka fræðslu erlendra kvenna um íslenskt samfélag. Nýlega þjálfuðu samtökin hóp kvenna til að starfa sem jafningaráðgjafar. Hlutverk þeirra er að bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að finna bestu lausnina. Jafningaráðgjöfin er ókeypis og er alla þriðjudaga milli 20 og 22. Hún er staðsett á skrifstofu samtakanna á Túngötu 14 2.hæð.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun