Kynbundið ofbeldi er mál sem snertir alla 10. desember 2012 06:00 Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. Afleiðingar kynbundins ofbeldis geta verið skelfilegar fyrir fórnarlömbin. Líkamlegu afleiðingarnar eru oft mjög alvarlegar en hinar félagslegu og sálrænu afleiðingar geta verið jafn alvarlegar og skilið fórnarlömbin eftir einangruð og berskjölduð. Fyrir konur af erlendum uppruna getur þessi einangrun verið mun flóknari og erfiðari að eiga við. Vegna stöðu þeirra sem innflytjendur eiga þær erfiðara með að komast undan ofbeldi. Konum af erlendum uppruna finnst þær oft vera fastar í ofbeldisfullum samböndum vegna innflytjendalaga, tungumálatakmarkana, félagslegrar einangrunar og fátæktar. Þrátt fyrir að nýlegar lagabreytingar hafi opnað nýujar og öruggar leiðir til áframhaldandi dvalar fyrir konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis er heimilisofbeldi enn stórt vandamál fyrir þær sem og aðrar konur. Við þurfum að læra meira um erlendar konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis. Þótt við vitum að þær séu stór hluti þeirra kvenna sem leita í Kvennaathvarfið, eru ekki til tölur um nákvæman fjölda þeirra. Þær mæta sömu vandamálum og íslenskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi, en einnig menningarlegum og lagalegum hindrunum. Við þurfum að auka vitund gagnvart þeim áskorunum sem þessar konur þurfa að takast á við og þeim möguleikum sem lagaumhverfið býður upp á fyrir þær. Þær þurfa meðal annars að takast á við menningartengd viðhorf sem hafa tilhneigingu til að afsaka og afneita heimilisofbeldi. Í sumum löndum er þetta ekki álitið glæpur, heldur einungis fjölskylduvandamál. Konur sem hafa aldrei upplifað þau réttindi sem íslenskar konur hafa og þekkja ekki hvað heimilisofbeldi felur í sér eiga erfiðara með að viðurkenna að þær séu fórnarlömb ofbeldis. Þær eru að jafnaði lengur að leita sér aðstoðar. Það er sterkari tilhneiging til að halda þessu leyndu og vernda þannig fjölskylduna og þar með gerandann einnig. Félagsleg og fjárhagsleg staða þessara kvenna hefur einnig áhrif. Fyrir marga innflytjendakonur er ofbeldisfullur eiginmaður þeirra eina fyrirvinna. Einnig skortir þær oft stuðningsnet, t.d. stórfjölskyldu, hér á Íslandi. Að yfirgefa eiginmanninn fyrir öruggara umhverfi gæti þýtt tap á fjárhagslegum stuðningi og eigum, og einnig fjölskyldu hans sem stuðningsneti. Erlendar konur eru oft hræddar við að missa dvalarleyfi sitt og að vera reknar úr landi. Þeir sem beita erlendar konur ofbeldi nýta sér þessa hræðslu til að ná völdum og stjórn. Það er þekkt að íslenskir gerendur og útlendingar með búsetuleyfi nýta sér þessi völd og hóta að tilkynna til Útlendingastofnunar og jafnvel að taka börnin þeirra ef þær reyna að leita sér aðstoðar eða segja frá. Þó það hafi orðið lagabreytingar til hins betra í þessum málefnum ganga enn mýtur og rangupplýsingar innan innflytjenda samfélagsins. Fjárhags- og húsnæðiserfiðleikar eru stórt vandamál. Konur sem leita í Kvennaathvarfið eiga í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Erfitt er að fá leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn erfiðara fyrir innflytjendur vegna fordóma í þeirra garð og tungumálaerfiðleika. Velferðarkerfið tekur ekki nógu vel á móti fórnarlömbum, biðlistar fyrir félagslegar íbúðir eru langir og skilyrði sem uppfylla þarf fyrir velferðarþjónustu eru þröng. Þótt Kvennaathvarfið standi sig eins og hetja og snúi fólki aldrei frá, eru takmörkuð úrræði til staðar fyrir innflytjendakonur. Tungumálaörðugleikar gera það t.d. mjög erfitt fyrir starfsfólk athvarfsins að sinna þeim. Ráðstöfunarfé er ekki alltaf til staðar fyrir túlkaþjónustu sem er dýr. Einnig eru túlkarnir oft tengdir konunum og gerendum vegna smæðar innflytjendasamfélagsins. Öll upptalin vandamál og jafnvel fleiri gerir það að verkum að ekki eru sömu úrræði í boði fyrir erlendar konur. Þessar konur eru oft einnig mæður og því þarf einnig að huga að barnaverndarmálum því börn sem lifa með heimilisofbeldi eru einnig fórnarlömb. Þessi fórnarlömb eru meðlimir í okkar þjóðfélagi og mikilvægt að þau læri að kynbundið ofbeldi er ekki látið viðgangast og að þau hafi réttindi. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja mikilvægt að auka fræðslu erlendra kvenna um íslenskt samfélag. Nýlega þjálfuðu samtökin hóp kvenna til að starfa sem jafningaráðgjafar. Hlutverk þeirra er að bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að finna bestu lausnina. Jafningaráðgjöfin er ókeypis og er alla þriðjudaga milli 20 og 22. Hún er staðsett á skrifstofu samtakanna á Túngötu 14 2.hæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd. Afleiðingar kynbundins ofbeldis geta verið skelfilegar fyrir fórnarlömbin. Líkamlegu afleiðingarnar eru oft mjög alvarlegar en hinar félagslegu og sálrænu afleiðingar geta verið jafn alvarlegar og skilið fórnarlömbin eftir einangruð og berskjölduð. Fyrir konur af erlendum uppruna getur þessi einangrun verið mun flóknari og erfiðari að eiga við. Vegna stöðu þeirra sem innflytjendur eiga þær erfiðara með að komast undan ofbeldi. Konum af erlendum uppruna finnst þær oft vera fastar í ofbeldisfullum samböndum vegna innflytjendalaga, tungumálatakmarkana, félagslegrar einangrunar og fátæktar. Þrátt fyrir að nýlegar lagabreytingar hafi opnað nýujar og öruggar leiðir til áframhaldandi dvalar fyrir konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis er heimilisofbeldi enn stórt vandamál fyrir þær sem og aðrar konur. Við þurfum að læra meira um erlendar konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis. Þótt við vitum að þær séu stór hluti þeirra kvenna sem leita í Kvennaathvarfið, eru ekki til tölur um nákvæman fjölda þeirra. Þær mæta sömu vandamálum og íslenskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi, en einnig menningarlegum og lagalegum hindrunum. Við þurfum að auka vitund gagnvart þeim áskorunum sem þessar konur þurfa að takast á við og þeim möguleikum sem lagaumhverfið býður upp á fyrir þær. Þær þurfa meðal annars að takast á við menningartengd viðhorf sem hafa tilhneigingu til að afsaka og afneita heimilisofbeldi. Í sumum löndum er þetta ekki álitið glæpur, heldur einungis fjölskylduvandamál. Konur sem hafa aldrei upplifað þau réttindi sem íslenskar konur hafa og þekkja ekki hvað heimilisofbeldi felur í sér eiga erfiðara með að viðurkenna að þær séu fórnarlömb ofbeldis. Þær eru að jafnaði lengur að leita sér aðstoðar. Það er sterkari tilhneiging til að halda þessu leyndu og vernda þannig fjölskylduna og þar með gerandann einnig. Félagsleg og fjárhagsleg staða þessara kvenna hefur einnig áhrif. Fyrir marga innflytjendakonur er ofbeldisfullur eiginmaður þeirra eina fyrirvinna. Einnig skortir þær oft stuðningsnet, t.d. stórfjölskyldu, hér á Íslandi. Að yfirgefa eiginmanninn fyrir öruggara umhverfi gæti þýtt tap á fjárhagslegum stuðningi og eigum, og einnig fjölskyldu hans sem stuðningsneti. Erlendar konur eru oft hræddar við að missa dvalarleyfi sitt og að vera reknar úr landi. Þeir sem beita erlendar konur ofbeldi nýta sér þessa hræðslu til að ná völdum og stjórn. Það er þekkt að íslenskir gerendur og útlendingar með búsetuleyfi nýta sér þessi völd og hóta að tilkynna til Útlendingastofnunar og jafnvel að taka börnin þeirra ef þær reyna að leita sér aðstoðar eða segja frá. Þó það hafi orðið lagabreytingar til hins betra í þessum málefnum ganga enn mýtur og rangupplýsingar innan innflytjenda samfélagsins. Fjárhags- og húsnæðiserfiðleikar eru stórt vandamál. Konur sem leita í Kvennaathvarfið eiga í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Erfitt er að fá leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn erfiðara fyrir innflytjendur vegna fordóma í þeirra garð og tungumálaerfiðleika. Velferðarkerfið tekur ekki nógu vel á móti fórnarlömbum, biðlistar fyrir félagslegar íbúðir eru langir og skilyrði sem uppfylla þarf fyrir velferðarþjónustu eru þröng. Þótt Kvennaathvarfið standi sig eins og hetja og snúi fólki aldrei frá, eru takmörkuð úrræði til staðar fyrir innflytjendakonur. Tungumálaörðugleikar gera það t.d. mjög erfitt fyrir starfsfólk athvarfsins að sinna þeim. Ráðstöfunarfé er ekki alltaf til staðar fyrir túlkaþjónustu sem er dýr. Einnig eru túlkarnir oft tengdir konunum og gerendum vegna smæðar innflytjendasamfélagsins. Öll upptalin vandamál og jafnvel fleiri gerir það að verkum að ekki eru sömu úrræði í boði fyrir erlendar konur. Þessar konur eru oft einnig mæður og því þarf einnig að huga að barnaverndarmálum því börn sem lifa með heimilisofbeldi eru einnig fórnarlömb. Þessi fórnarlömb eru meðlimir í okkar þjóðfélagi og mikilvægt að þau læri að kynbundið ofbeldi er ekki látið viðgangast og að þau hafi réttindi. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja mikilvægt að auka fræðslu erlendra kvenna um íslenskt samfélag. Nýlega þjálfuðu samtökin hóp kvenna til að starfa sem jafningaráðgjafar. Hlutverk þeirra er að bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að finna bestu lausnina. Jafningaráðgjöfin er ókeypis og er alla þriðjudaga milli 20 og 22. Hún er staðsett á skrifstofu samtakanna á Túngötu 14 2.hæð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar