Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað? Auður Finnbogadóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. Finnbogi Örn býr yfir ótrúlegum styrk, hann hefur nú á viku náð mjög miklum krafti í líkamann sinn og málið að langmestu komið aftur. Eftir miklar rannsóknir kom orsök veikindanna í ljós, veikleiki í ósæð sem orsakar blóðtappa sem fara upp í heila. Finnbogi er enn mjög veikur og ekki er ljóst hvernig framhaldið verður varðandi hans veikindi. Við erum á Barnaspítalanum og verðum áfram. Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd. Það sem eykur verulega á áhyggjur mínar er sú staða sem er á Landspítalanum. Fjölmargir læknar hafa hætt, flutt til annarra landa og tekið með sér sína sérþekkingu. Mikill fjöldi lækna á Landspítalanum vinnur hluta úr mánuðinum í útlöndum svo það er aldrei alveg víst hver er á landinu þá stundina. Nú um mánaðamótin sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp og munu hætta að óbreyttu 1. mars næstkomandi. Ómanneskjulegt álag Álagið á starfsfólk Landspítalans í dag er ómanneskjulegt. Það er þvílíkur munur á álaginu á barnadeildinni hér eða á deildinni sem við vorum á í Svíþjóð í apríl. Margar aðrar deildir eru örugglega miklu verr staddar. Starfsfólkið reynir að láta okkur ekki finna að það sé mikið álag en við sjáum það og vitum betur. Við höfum viðmið. Hvað gerist ef 240 hjúkrunarfræðingar hætta? Í hádeginu sat ég í veitingasölunni á Barnaspítala Hringsins og dáðist að þeim flottu Hringskonum sem þar vinna allt í sjálfboðavinnu. Þessar hetjur byggðu þennan spítala, ekki ríkið. Í veitingasölunni sat hópur af læknanemum einnig að borða. Ungt flott fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í sloppunum hvítu. Meðan ég borðaði fletti ég blöðunum og las hverja fyrirsögina á fætur annarri um afskriftir lána, gjaldþrota fasteignasala sem kaupir eignir eins og ekkert sé og síðan hátæknisjúkrahús. Ég horfði yfir hópinn af læknanemunum og velti fyrir mér hversu margir þeirra sjá framtíð sína hér á þessum spítala, eða hreinlega á þessu landi.Það verður að forgangsraða Nú varð ég reið. Ekki bara sorgmædd og hrædd. Ég er reið yfir því að það sé ekki hægt að borga þessu verðmæta heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér þegar Vigdís hjúkrunarfræðingur stendur og stappar í okkur stálinu, Anna tekur blóðprufu með ótrúlegri natni eða Hanna kveður okkur með fallegum kveðjum fyrir helgina, hvort þær hafi sagt upp. Það verður að forgangsraða, það verður að borga heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína svo við getum haldið uppi þeirri heilbrigðisþjónustu sem þarf. Sem dæmi, til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef við höfum svo ekkert heilbrigðisstarfsfólk sem getur eða vill vinna þar? Ráðamenn verða að fara að forgangsraða, eða getur hátæknisjúkrahús klónað starfsfólk? Byrjum á að halda fólki og borga því mannsæmandi laun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. Finnbogi Örn býr yfir ótrúlegum styrk, hann hefur nú á viku náð mjög miklum krafti í líkamann sinn og málið að langmestu komið aftur. Eftir miklar rannsóknir kom orsök veikindanna í ljós, veikleiki í ósæð sem orsakar blóðtappa sem fara upp í heila. Finnbogi er enn mjög veikur og ekki er ljóst hvernig framhaldið verður varðandi hans veikindi. Við erum á Barnaspítalanum og verðum áfram. Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd. Það sem eykur verulega á áhyggjur mínar er sú staða sem er á Landspítalanum. Fjölmargir læknar hafa hætt, flutt til annarra landa og tekið með sér sína sérþekkingu. Mikill fjöldi lækna á Landspítalanum vinnur hluta úr mánuðinum í útlöndum svo það er aldrei alveg víst hver er á landinu þá stundina. Nú um mánaðamótin sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp og munu hætta að óbreyttu 1. mars næstkomandi. Ómanneskjulegt álag Álagið á starfsfólk Landspítalans í dag er ómanneskjulegt. Það er þvílíkur munur á álaginu á barnadeildinni hér eða á deildinni sem við vorum á í Svíþjóð í apríl. Margar aðrar deildir eru örugglega miklu verr staddar. Starfsfólkið reynir að láta okkur ekki finna að það sé mikið álag en við sjáum það og vitum betur. Við höfum viðmið. Hvað gerist ef 240 hjúkrunarfræðingar hætta? Í hádeginu sat ég í veitingasölunni á Barnaspítala Hringsins og dáðist að þeim flottu Hringskonum sem þar vinna allt í sjálfboðavinnu. Þessar hetjur byggðu þennan spítala, ekki ríkið. Í veitingasölunni sat hópur af læknanemum einnig að borða. Ungt flott fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í sloppunum hvítu. Meðan ég borðaði fletti ég blöðunum og las hverja fyrirsögina á fætur annarri um afskriftir lána, gjaldþrota fasteignasala sem kaupir eignir eins og ekkert sé og síðan hátæknisjúkrahús. Ég horfði yfir hópinn af læknanemunum og velti fyrir mér hversu margir þeirra sjá framtíð sína hér á þessum spítala, eða hreinlega á þessu landi.Það verður að forgangsraða Nú varð ég reið. Ekki bara sorgmædd og hrædd. Ég er reið yfir því að það sé ekki hægt að borga þessu verðmæta heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér þegar Vigdís hjúkrunarfræðingur stendur og stappar í okkur stálinu, Anna tekur blóðprufu með ótrúlegri natni eða Hanna kveður okkur með fallegum kveðjum fyrir helgina, hvort þær hafi sagt upp. Það verður að forgangsraða, það verður að borga heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína svo við getum haldið uppi þeirri heilbrigðisþjónustu sem þarf. Sem dæmi, til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef við höfum svo ekkert heilbrigðisstarfsfólk sem getur eða vill vinna þar? Ráðamenn verða að fara að forgangsraða, eða getur hátæknisjúkrahús klónað starfsfólk? Byrjum á að halda fólki og borga því mannsæmandi laun!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun