Að meta hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ragnhildur I. Bjarnadóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Undanfarið hafa umræður um launakjör hjúkrunarfræðinga verið áberandi í fjölmiðlum, meðal annars greinar þar sem hjúkrunarfræðingar lýsa aðstæðum sínum og upplifunum af starfinu. Þessar greinar hafa vakið athygli á hinu mikilvæga hlutverki hjúkrunarfræðinga við að hlúa að og hjúkra sjúkum. Eins hafa höfundarnir minnt á að vegna vaktaálags og slakra launakjara getur starfið stangast á við önnur hlutverk þeirra, til dæmis sem foreldrar, makar og við rekstur heimilis. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af ástæðunum fyrir því að kjarabætur hjúkrunarfræðinga eru brýnar. Menntunarstig hjúkrunarfræðinga á Íslandi er hátt miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum. Árið 1973 varð Ísland fyrst Norðurlandanna til að bjóða upp á háskólanám í hjúkrunarfræði og síðan 1986 hefur menntun hjúkrunarfræðinga hérlendis alfarið verið á háskólastigi. Til samanburðar má nefna að eingöngu um 50% hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum hafa háskólagráðu í faginu. Að auki hefur um helmingur hjúkrunarfræðinga á Íslandi lokið framhaldsmenntun. Að þessu krefjandi námi loknu koma langflestir hjúkrunarfræðingar til starfa innan heilbrigðiskerfisins og eru þar lykilstarfsmenn. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga bætir öryggi sjúklinga, fækkar legudögum á sjúkrahúsum og lækkar kostnað við heilbrigðisþjónustu. Gildi hjúkrunarfræðinga sem starfsmanna í heilbrigðisþjónustu er því erfitt að efast um. Hjúkrunarfræðingar landsins hafa þó ekki látið þar við sitja. Auk þess að vera vel menntaðir og þrautþjálfaðir starfsmenn hafa hjúkrunarfræðingar einnig sannað sig sem leiðtogar og frumkvöðlar í heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir stöðugt vaxandi álag í starfi og erfiðar vinnuaðstæður. Sem dæmi hafa hjúkrunarfræðingar Barnaspítala Hringsins verið leiðandi í þróun sérhæfðrar sykursýkimóttöku og heilsuskóla auk þess að bjóða upp á svefnráðgjöf og sérhæfða þjónustu vegna öndunarfæravandamála, þvagvandamála, alvarlegra brunasára og fleira. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hafa einnig víða þróað sérhæfðar hjúkrunarmóttökur, svo sem lungnamóttökur, sykursýkimóttökur og sáramóttökur. Einnig bjóða þeir upp á lífsstílsráðgjöf og almenna símaráðgjöf. Þetta eru eingöngu nokkur dæmi um það fjölbreytta þróunar- og frumkvöðlastarfi sem hjúkrunarfræðingar sinna og listinn er stöðugt að lengjast. Í stuttu máli eru hjúkrunarfræðingar á Íslandi ekki einungis dyggir starfsmenn með menntun á heimsmælikvarða heldur einnig leiðandi afl í þróun og framförum á hinum ýmsu stigum heilbrigðiskerfisins. Þeir standa ekki aðeins vaktina heldur vinna að nýsköpun og endurbótum, jafnvel í skugga niðurskurðar, aukins vaktaálags og kjaraskerðingar. Það er því löngu tímabært að meta störf þeirra að verðleikum og veita kjarabætur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa umræður um launakjör hjúkrunarfræðinga verið áberandi í fjölmiðlum, meðal annars greinar þar sem hjúkrunarfræðingar lýsa aðstæðum sínum og upplifunum af starfinu. Þessar greinar hafa vakið athygli á hinu mikilvæga hlutverki hjúkrunarfræðinga við að hlúa að og hjúkra sjúkum. Eins hafa höfundarnir minnt á að vegna vaktaálags og slakra launakjara getur starfið stangast á við önnur hlutverk þeirra, til dæmis sem foreldrar, makar og við rekstur heimilis. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af ástæðunum fyrir því að kjarabætur hjúkrunarfræðinga eru brýnar. Menntunarstig hjúkrunarfræðinga á Íslandi er hátt miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum. Árið 1973 varð Ísland fyrst Norðurlandanna til að bjóða upp á háskólanám í hjúkrunarfræði og síðan 1986 hefur menntun hjúkrunarfræðinga hérlendis alfarið verið á háskólastigi. Til samanburðar má nefna að eingöngu um 50% hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum hafa háskólagráðu í faginu. Að auki hefur um helmingur hjúkrunarfræðinga á Íslandi lokið framhaldsmenntun. Að þessu krefjandi námi loknu koma langflestir hjúkrunarfræðingar til starfa innan heilbrigðiskerfisins og eru þar lykilstarfsmenn. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga bætir öryggi sjúklinga, fækkar legudögum á sjúkrahúsum og lækkar kostnað við heilbrigðisþjónustu. Gildi hjúkrunarfræðinga sem starfsmanna í heilbrigðisþjónustu er því erfitt að efast um. Hjúkrunarfræðingar landsins hafa þó ekki látið þar við sitja. Auk þess að vera vel menntaðir og þrautþjálfaðir starfsmenn hafa hjúkrunarfræðingar einnig sannað sig sem leiðtogar og frumkvöðlar í heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir stöðugt vaxandi álag í starfi og erfiðar vinnuaðstæður. Sem dæmi hafa hjúkrunarfræðingar Barnaspítala Hringsins verið leiðandi í þróun sérhæfðrar sykursýkimóttöku og heilsuskóla auk þess að bjóða upp á svefnráðgjöf og sérhæfða þjónustu vegna öndunarfæravandamála, þvagvandamála, alvarlegra brunasára og fleira. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hafa einnig víða þróað sérhæfðar hjúkrunarmóttökur, svo sem lungnamóttökur, sykursýkimóttökur og sáramóttökur. Einnig bjóða þeir upp á lífsstílsráðgjöf og almenna símaráðgjöf. Þetta eru eingöngu nokkur dæmi um það fjölbreytta þróunar- og frumkvöðlastarfi sem hjúkrunarfræðingar sinna og listinn er stöðugt að lengjast. Í stuttu máli eru hjúkrunarfræðingar á Íslandi ekki einungis dyggir starfsmenn með menntun á heimsmælikvarða heldur einnig leiðandi afl í þróun og framförum á hinum ýmsu stigum heilbrigðiskerfisins. Þeir standa ekki aðeins vaktina heldur vinna að nýsköpun og endurbótum, jafnvel í skugga niðurskurðar, aukins vaktaálags og kjaraskerðingar. Það er því löngu tímabært að meta störf þeirra að verðleikum og veita kjarabætur í samræmi við það.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun