Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun