Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun