„Það mikilvægasta er ósýnilegt berum augum“ Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í samnefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint-Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barnabókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn varaði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endurtók hann í sífellu. Hvað átti prinsinn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og viðtali við mig þann sautjánda.Fjölskyldan ekki látin vita Læknirinn blaðaði í pappírum og þuldi upp niðurstöður rannsókna. Á endanum sagði hann: „Við finnum engar skýringar á þessu.“ Þetta var á taugalækningadeild LSH viku eftir heilablóðfall í maí 2010. Ég spurði í sakleysi mínu „getur óhóflegt andlegt álag valdið þessu?“. Hann fussaði og sagði „það þarf nú meira til en það“, stóð upp og gaf ekki færi á að ræða það meira. Þetta var aldeilis ekki nýútskrifaður læknir heldur þaulreyndur og líklega fær í sínu fagi en þarna er ég sannfærð um að hann missti af því mikilvægasta. Næsta dag fékk ég annað heilablóðfall, mun stærra og alvarlegra. Þá missti ég í raun getu til að standa með sjálfri mér, skildi illa það sem við mig var sagt, hélt engu samhengi auk lömunar í vinstri helmingi líkamans og fleiri alvarlegra einkenna. Fjölskylda mín var ekki látin vita af skyndilega versnandi ástandi mínu og þar með hafði ég engan sem talaði mínu máli eða gætti minna hagsmuna um framhaldið, enginn umboðsmaður heldur.Ekkert til að læra af? Betur fór en á horfðist og ég er á batavegi enn í dag. Mig langar hér með að benda Birni Zoëga á, fyrst aukafjárveiting fékkst til tækjakaupa, að þarna er einmitt eitt úrelt tæki sem nauðsynlegt er að skipta út eða lagfæra með einhverjum hætti. Þá á ég við viðhorf þessa læknis en ekki lækninn sjálfan (vélrænt viðhorf sem þolir ekki umræðu). Ég sendi kæru til landlæknis eftir þessi veikindi mín því ýmislegt var verulega tortryggilegt í meðferðinni. Niðurstaða landlæknis var merkileg. Hann hafnar því að mistök hafi verið gerð en bendir á að þarna sé eitthvað sem megi læra af án þess að tilgreina það nánar. Faglegum stjórnendum LSH var send þessi niðurstaða og þegar ég innti gæðastjórann sjálfan eftir viðbrögðum skrifar hann „Engin athugasemd var gerð við meðferð“. Hann var fljótur að henda málinu í ruslið, enda EKKERT til að læra af. Þarna er annað tæki sem skipta þarf út? Það virðist vera innbyggt í kerfið að læra alls ekki af mistökum. Hvað er það sem menn eru að forðast?Að hlusta og horfa með hjartanu Nú var ég að taka eitt nýlegt dæmi úr mínu lífi, eitt af ótal dæmum sem ekki endilega eru bundin við læknastéttina. Það alvarlega sem ég er að draga fram með þessu er blindni hrokans og bið ég alla heilbrigðisstarfsmenn vinsamlegast að líta í eigin barm í þessum efnum. Þekking og reynsla má aldrei blinda heilbrigðisstarfsmann þannig að hann sleppi því að hlusta og horfa með hjartanu. Það ógnar öryggi sjúklingsins verulega. Sjúklingurinn skiptir öllu máli, ekki þekking starfsmannsins. Það verður að vera skýr munur á dauðum tækjum og lifandi starfsmanni sem hlustar með hjartanu. Í mínu tilfelli var það sök heilbrigðisstarfsfólks að sonur minn Jóel lést árið 2001. Þau láta enn hjá líða að veita mér og fjölskyldu minni viðeigandi aðstoð og brjóta samtímis eigin siðareglur. Veikindi mín eru án efa tengd þessu atviki og kostnaðurinn við þöggunina er ómældur þegar upp er staðið. Þessar rannsóknir sem læknirinn var að þylja upp og dvölin á sjúkrahúsinu hefur líklega kostað yfir tíu milljónir. Það er hægt að nota þessa fjármuni til að koma á óháðri rannsóknarnefnd. Alþingi er í lykilaðstöðu til að breyta þessu þöggunarkerfi í lifandi, læknandi og réttlátt kerfi en það þarf kjark til að fara gegn núverandi stöðu, það veit ég.Staldraðu við! Lesandi góður, gefðu þér næstu tvær mínútur til að staldra við og hlusta. Leyfðu þér að hlusta á sjálfa/sjálfan þig og finndu hverju það breytir. Hverju breytir það fyrir sjúkling þegar heilbrigðisstarfsmaður gerir eins og litli prinsinn, hlustar og horfir með hjartanu? Það er svo fallegt að gefa sjálfum sér og öðrum tíma og rými til að stækka. Einstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í samnefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint-Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barnabókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn varaði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endurtók hann í sífellu. Hvað átti prinsinn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og viðtali við mig þann sautjánda.Fjölskyldan ekki látin vita Læknirinn blaðaði í pappírum og þuldi upp niðurstöður rannsókna. Á endanum sagði hann: „Við finnum engar skýringar á þessu.“ Þetta var á taugalækningadeild LSH viku eftir heilablóðfall í maí 2010. Ég spurði í sakleysi mínu „getur óhóflegt andlegt álag valdið þessu?“. Hann fussaði og sagði „það þarf nú meira til en það“, stóð upp og gaf ekki færi á að ræða það meira. Þetta var aldeilis ekki nýútskrifaður læknir heldur þaulreyndur og líklega fær í sínu fagi en þarna er ég sannfærð um að hann missti af því mikilvægasta. Næsta dag fékk ég annað heilablóðfall, mun stærra og alvarlegra. Þá missti ég í raun getu til að standa með sjálfri mér, skildi illa það sem við mig var sagt, hélt engu samhengi auk lömunar í vinstri helmingi líkamans og fleiri alvarlegra einkenna. Fjölskylda mín var ekki látin vita af skyndilega versnandi ástandi mínu og þar með hafði ég engan sem talaði mínu máli eða gætti minna hagsmuna um framhaldið, enginn umboðsmaður heldur.Ekkert til að læra af? Betur fór en á horfðist og ég er á batavegi enn í dag. Mig langar hér með að benda Birni Zoëga á, fyrst aukafjárveiting fékkst til tækjakaupa, að þarna er einmitt eitt úrelt tæki sem nauðsynlegt er að skipta út eða lagfæra með einhverjum hætti. Þá á ég við viðhorf þessa læknis en ekki lækninn sjálfan (vélrænt viðhorf sem þolir ekki umræðu). Ég sendi kæru til landlæknis eftir þessi veikindi mín því ýmislegt var verulega tortryggilegt í meðferðinni. Niðurstaða landlæknis var merkileg. Hann hafnar því að mistök hafi verið gerð en bendir á að þarna sé eitthvað sem megi læra af án þess að tilgreina það nánar. Faglegum stjórnendum LSH var send þessi niðurstaða og þegar ég innti gæðastjórann sjálfan eftir viðbrögðum skrifar hann „Engin athugasemd var gerð við meðferð“. Hann var fljótur að henda málinu í ruslið, enda EKKERT til að læra af. Þarna er annað tæki sem skipta þarf út? Það virðist vera innbyggt í kerfið að læra alls ekki af mistökum. Hvað er það sem menn eru að forðast?Að hlusta og horfa með hjartanu Nú var ég að taka eitt nýlegt dæmi úr mínu lífi, eitt af ótal dæmum sem ekki endilega eru bundin við læknastéttina. Það alvarlega sem ég er að draga fram með þessu er blindni hrokans og bið ég alla heilbrigðisstarfsmenn vinsamlegast að líta í eigin barm í þessum efnum. Þekking og reynsla má aldrei blinda heilbrigðisstarfsmann þannig að hann sleppi því að hlusta og horfa með hjartanu. Það ógnar öryggi sjúklingsins verulega. Sjúklingurinn skiptir öllu máli, ekki þekking starfsmannsins. Það verður að vera skýr munur á dauðum tækjum og lifandi starfsmanni sem hlustar með hjartanu. Í mínu tilfelli var það sök heilbrigðisstarfsfólks að sonur minn Jóel lést árið 2001. Þau láta enn hjá líða að veita mér og fjölskyldu minni viðeigandi aðstoð og brjóta samtímis eigin siðareglur. Veikindi mín eru án efa tengd þessu atviki og kostnaðurinn við þöggunina er ómældur þegar upp er staðið. Þessar rannsóknir sem læknirinn var að þylja upp og dvölin á sjúkrahúsinu hefur líklega kostað yfir tíu milljónir. Það er hægt að nota þessa fjármuni til að koma á óháðri rannsóknarnefnd. Alþingi er í lykilaðstöðu til að breyta þessu þöggunarkerfi í lifandi, læknandi og réttlátt kerfi en það þarf kjark til að fara gegn núverandi stöðu, það veit ég.Staldraðu við! Lesandi góður, gefðu þér næstu tvær mínútur til að staldra við og hlusta. Leyfðu þér að hlusta á sjálfa/sjálfan þig og finndu hverju það breytir. Hverju breytir það fyrir sjúkling þegar heilbrigðisstarfsmaður gerir eins og litli prinsinn, hlustar og horfir með hjartanu? Það er svo fallegt að gefa sjálfum sér og öðrum tíma og rými til að stækka. Einstakt.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun