Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar