Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Reynir Ingibjartsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun