Hvar má treysta orðum manna? Bjarni Gíslason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun