Það eina sem menn eru sammála um? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar