Svar við bréfi Jóhanns Gylfi Arnbjörnsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Tengdar fréttir Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður.
Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun