Aukinn áhugi á íslenska fjárhundinum 16. nóvember 2012 06:00 Hér á landi eru flestir vanir því að til sé íslenskur hundur, líkt og íslenskur hestur. Færri gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfsagt að þjóð eigi sína eigin hundategund. Íslenski hundurinn er viðurkennd tegund hjá FCI sem er Alþjóðasamband hundaræktarfélaga með 86 aðildarlönd. Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefur borið ábyrgð á velferð íslenska hundsins hér og ættbók hans frá stofnun þess árið 1969. Mikilvægt brautryðjendastarf er unnið hvort sem litið er til stofnunar félagsins eða elstu ræktunardeildar þess, deildar íslenska fjárhundsins (DÍF), sem stofnuð var árið 1979. FCI er stofnað árið 1911 en HRFÍ fékk fulla aðild í fyrra, árið 2011, sem sýnir vel hversu ung við erum í hinum gamla, virta hundaheimi, líkt og hin stutta ræktunarsaga íslenska hundsins í ættbók HRFÍ. Hreinræktaðir hvolpar eru nú um 100 skráðir í ættbók hér á landi árlega og er margföld sú tala ættbókfærð utan landsteinanna. Hvað segir það okkur? Íslenskur fjárhundur er ekki í útrýmingarhættu, hann er upprunaleg gömul hundategund sem varðveittist í okkar landi, og dó aldrei út. Hann á sér aldagamla sögu en nú stöndum við frammi fyrir stórauknum vinsældum hans. Mikil viðbót er að American Kennel Club (AKC) viðurkenndi íslenskan fjárhund sem tegund hjá sér árið 2010. Stofninn er í stöðugum vexti eftir því sem fleiri uppgötva þá gersemi sem þjóðarhundurinn okkar er. Hann nýtur vaxandi vinsælda og ber að fagna þeim vinsældum og aðstoða ábyrga ræktendur eftir mætti svo byggja megi upp góðan stofn utan landsteinanna, rétt eins og hér heima. Þetta teljum við vera tímamót fyrir okkur ræktendur og alla velunnara íslenska fjárhundsins. Við sjáum fram á áframhaldandi grósku stofnsins og enn frekari samvinnu milli ræktunarlanda. Það er því þýðingarmikið fyrir ræktunardeild íslenska fjárhundsins hér á landi að viðhalda ábyrgu starfi og kynna fyrir Íslendingum þessa tegund. Icelandic Sheepdog International Cooperation (ISIC) er samvinnuverkefni 10 þjóða um málefni íslenska fjárhundsins og þar gefst DÍF tækifæri til samstarfs við aðrar ræktunardeildir hundsins. Í dag sjáum við að allt samstarf er mikilvægt og er það leið til upplýsingaflæðis svo okkur sé unnt að fylgjast með stofninum og ástandi hans í heild sinni. Í því ljósi heldur ISIC sérstakan gagnagrunn um heildarstofn íslenska fjárhundsins og hafa erfðafræðingar einmitt lagt áherslu á mikilvægi þess að líta á heildarstofninn, hvar sem er í heiminum, sem eina heild. Samstarf sem þetta er talið einstakt í hundarækt og er litið öfundaraugum af ræktendum ýmissa annarra hundategunda. Við verðum því að skilja betur hvað það þýðir að eiga hundategund, leggja til hliðar fordóma og ágreining um hundamálefni þau sem eiga ekkert skylt við þann rétt íslenska fjárhundsins að tilheyra Íslandi og halda sínum velli hér. Við getum þá haldið áfram að vera vön að eiga íslenskan hund, hér á hann heima og ber þess skýr merki. Við þökkum fyrri ræktendum íslenska fjárhundsins á Íslandi og HRFÍ að geta nú ræktað okkar tegund við góð skilyrði og viðhaldið mikilvægum áherslum í stofninum. Framtíð hundsins er björt og ekki síst í hinu stóra samfélagi hundaræktenda um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru flestir vanir því að til sé íslenskur hundur, líkt og íslenskur hestur. Færri gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfsagt að þjóð eigi sína eigin hundategund. Íslenski hundurinn er viðurkennd tegund hjá FCI sem er Alþjóðasamband hundaræktarfélaga með 86 aðildarlönd. Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefur borið ábyrgð á velferð íslenska hundsins hér og ættbók hans frá stofnun þess árið 1969. Mikilvægt brautryðjendastarf er unnið hvort sem litið er til stofnunar félagsins eða elstu ræktunardeildar þess, deildar íslenska fjárhundsins (DÍF), sem stofnuð var árið 1979. FCI er stofnað árið 1911 en HRFÍ fékk fulla aðild í fyrra, árið 2011, sem sýnir vel hversu ung við erum í hinum gamla, virta hundaheimi, líkt og hin stutta ræktunarsaga íslenska hundsins í ættbók HRFÍ. Hreinræktaðir hvolpar eru nú um 100 skráðir í ættbók hér á landi árlega og er margföld sú tala ættbókfærð utan landsteinanna. Hvað segir það okkur? Íslenskur fjárhundur er ekki í útrýmingarhættu, hann er upprunaleg gömul hundategund sem varðveittist í okkar landi, og dó aldrei út. Hann á sér aldagamla sögu en nú stöndum við frammi fyrir stórauknum vinsældum hans. Mikil viðbót er að American Kennel Club (AKC) viðurkenndi íslenskan fjárhund sem tegund hjá sér árið 2010. Stofninn er í stöðugum vexti eftir því sem fleiri uppgötva þá gersemi sem þjóðarhundurinn okkar er. Hann nýtur vaxandi vinsælda og ber að fagna þeim vinsældum og aðstoða ábyrga ræktendur eftir mætti svo byggja megi upp góðan stofn utan landsteinanna, rétt eins og hér heima. Þetta teljum við vera tímamót fyrir okkur ræktendur og alla velunnara íslenska fjárhundsins. Við sjáum fram á áframhaldandi grósku stofnsins og enn frekari samvinnu milli ræktunarlanda. Það er því þýðingarmikið fyrir ræktunardeild íslenska fjárhundsins hér á landi að viðhalda ábyrgu starfi og kynna fyrir Íslendingum þessa tegund. Icelandic Sheepdog International Cooperation (ISIC) er samvinnuverkefni 10 þjóða um málefni íslenska fjárhundsins og þar gefst DÍF tækifæri til samstarfs við aðrar ræktunardeildir hundsins. Í dag sjáum við að allt samstarf er mikilvægt og er það leið til upplýsingaflæðis svo okkur sé unnt að fylgjast með stofninum og ástandi hans í heild sinni. Í því ljósi heldur ISIC sérstakan gagnagrunn um heildarstofn íslenska fjárhundsins og hafa erfðafræðingar einmitt lagt áherslu á mikilvægi þess að líta á heildarstofninn, hvar sem er í heiminum, sem eina heild. Samstarf sem þetta er talið einstakt í hundarækt og er litið öfundaraugum af ræktendum ýmissa annarra hundategunda. Við verðum því að skilja betur hvað það þýðir að eiga hundategund, leggja til hliðar fordóma og ágreining um hundamálefni þau sem eiga ekkert skylt við þann rétt íslenska fjárhundsins að tilheyra Íslandi og halda sínum velli hér. Við getum þá haldið áfram að vera vön að eiga íslenskan hund, hér á hann heima og ber þess skýr merki. Við þökkum fyrri ræktendum íslenska fjárhundsins á Íslandi og HRFÍ að geta nú ræktað okkar tegund við góð skilyrði og viðhaldið mikilvægum áherslum í stofninum. Framtíð hundsins er björt og ekki síst í hinu stóra samfélagi hundaræktenda um allan heim.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar