Evran eða hjólbörur (eða yuan!) Birgir Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Meðal minninga frá barnæsku frá fimmta áratug síðustu aldar er að við bræður og 2 frændur á aldrinum 6-9 ára fundum krónupening þ.e. eina krónu á götu í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hittum við afa og ömmu frændanna á göngutúr og sögðum þeim diplómatískt að þegar við værum búnir að finna tíeyring í viðbót gætum við keypt okkur eina kók. Afinn fann að sjálfsögðu tíeyring í vestisvasanum. Coca Cola kostaði þá sem sagt eina krónu og tíu aura og nutum við hennar vel fjórir strákar. Ég minnist þess einnig frá þessum tíma að útvarpsþulur kynnti mikilvæga frétt og kom þá fram dimmraddaður forsætisráðherra og tilkynnti að fella þyrfti gengið um 40(-50)% til að bjarga útgerðinni. Síðan hafa slíkar fréttir dunið reglubundið yfir þjóðina með verðbólgu og launaskerðingu almennings. Nú hefðu strákar þurft að finna allt að 20.000 gamlar krónur til þess kaupa eina slíka kók. Slíkar krónur vægju núna milli 60-70 kg. Hjólbörur sem voru veigamikið peningaflutningatæki um tíma í Þýskalandi á fyrri öld hefðu varla dugað til, fremur fjórhjól. Til að forða drengjunum frá slíku hlassi varð að fella tvö núll aftan af krónunni og slá stærri mynt. Þetta er eina vitræna aðgerðin í íslenskum efnahagsmálum frá lýðveldisstofnun, en gengisfelling hefur samkvæmt þessum tölum verið að jafnaði um 16% á ári. Ef drengir fyndu nú 100 kr. pening á götunni myndi það samt ekki duga fyrir einni kók, þeir yrðu að finna afa eða ömmu til að slá um annan 100 kr. pening, þeir vægju þó ekki nema um 17 grömm. Haustið 2008 hafði ég fyrir hrun gert ráðstafanir til þátttöku á ráðstefnu erlendis og greitt ráðstefnugjöld þegar evran var um 90 kr. Við dvölina erlendis var fallið orðið um 170-190 kr. og stöðugt þurfti að leita á vefsíðum hvort yfirleitt væri hægt að skipta krónum og þá á hvaða gengi. Við áskrift að tímariti greidd með kreditkorti fór evran í 246 kr. Dollarinn í bílaláni fór úr 65 kr. í 130 kr. Ungir ættingjar lentu í húsnæðishremmingum eins og fleiri og fengu 15 milljóna króna lán. Eftir tuttugu jafnar mánaðargreiðslur og búið var að greiða sem samsvarar 15% of upphaflegu láni, voru eftirstöðvar vegna verðbóta hærri en upphaflegt lán. Ættingi í Bandaríkjunum fékk á sama tíma endurfjármögnun á húsnæðisláni á föstum langtíma 2,8% vöxtum. Ungt fólk hér á landi missir smám saman allt meðan bankastjórar með ofurlaun afskrifa milljarða hjá fyrirtækjum og kunningjum. Ungt fólk flytur úr landi, eða snýr ekki aftur heim eftir langt og þýðingarmikið framhaldsnám. Nokkur hundruð fyrirtæki skrá bókhald og gera upp í evrum og öflug fyrirtæki flytja höfuðstöðvar burt. Svo lofsyngja stjórnmálamenn íslensku krónuna þrátt fyrir ábendingar forystumanna í atvinnulífinu, verkalýðsleiðtoga og jafnvel Seðlabankans um að hún sé vonlaus og leggja til upptöku evru sem stjórnmálamenn hafna. Þeir lofa bót og betrun og aga í fjármálum og hagstjórn. Á sama tíma kemur fram að þeir hafa ekki gert grein fyrir framboðskostnaði sínum og fjáraustri í stórgallað bókhaldskerfi ríkisins með þöggun Ríkisendurskoðunar. Skýrsla um Orkustofnum leiðir í ljós að dýr lán voru tekin til að greiða arð og byggingarkostnaður var fjórum sinnum hærri en upphaflega áætlað var og skuldir mörg hundruð milljarðar. Andmælin við inngöngu í Evrópusambandið eru aðallega varðveisla „sjálfstæðis“ þjóðarinnar, en með EES-samningi fékk Ísland aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins og ótakmörkuðum atvinnumöguleikum Íslendinga í Evrópu sem Svisslendingar hafa t.d. ekki. Ísland varð hins vegar að taka upp og aðlaga sig að talið er 75-80% reglum og tilskipunum Evrópusambandsins, en án nokkurrar umsagnar eða áhrifa eins og hver önnur nýlenda. Minnisstæðar reglur frá almennum fréttum er að atvinnubílstjórar jafnvel á útkjálkum Íslands verða að sofa (og standa) eins Brussel ákveður. Hljóðmanir í bæjarfélögum hafa ekki verið nógu góðar og samkvæmt ESB reglum. Það áhugaverðasta og síðasta sem hefur komið fram er að alla útibaðstaði sem Íslendingar hafa notað um aldir verður nú að votta samkvæmt Evrópustaðli! Við höfum sem sagt undirgengist að sofa, baða okkur og takmarka hávaða samkvæmt Evrópustaðli. Hvað er þá eftir? Jú gengisfelling krónunnar og fjármálaóstjórn stjórnmálamanna og áhrif sérhagsmunahópa, okurlánara og kvóta-oligarka. Ég hefði aldrei orðið fjármálasnillingur þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil. Unga fólkið gæti hins vegar skipulagt fjármál sín og eignast eigið húsnæði með traustum og stöðugum gjaldmiðli sem það gerir nú ekki með krónunni og núverandi fjármálastjórn. Ef ekki á að taka upp evru því þá ekki yuan sem verður sennilega með sterkustu gjaldmiðlum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meðal minninga frá barnæsku frá fimmta áratug síðustu aldar er að við bræður og 2 frændur á aldrinum 6-9 ára fundum krónupening þ.e. eina krónu á götu í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hittum við afa og ömmu frændanna á göngutúr og sögðum þeim diplómatískt að þegar við værum búnir að finna tíeyring í viðbót gætum við keypt okkur eina kók. Afinn fann að sjálfsögðu tíeyring í vestisvasanum. Coca Cola kostaði þá sem sagt eina krónu og tíu aura og nutum við hennar vel fjórir strákar. Ég minnist þess einnig frá þessum tíma að útvarpsþulur kynnti mikilvæga frétt og kom þá fram dimmraddaður forsætisráðherra og tilkynnti að fella þyrfti gengið um 40(-50)% til að bjarga útgerðinni. Síðan hafa slíkar fréttir dunið reglubundið yfir þjóðina með verðbólgu og launaskerðingu almennings. Nú hefðu strákar þurft að finna allt að 20.000 gamlar krónur til þess kaupa eina slíka kók. Slíkar krónur vægju núna milli 60-70 kg. Hjólbörur sem voru veigamikið peningaflutningatæki um tíma í Þýskalandi á fyrri öld hefðu varla dugað til, fremur fjórhjól. Til að forða drengjunum frá slíku hlassi varð að fella tvö núll aftan af krónunni og slá stærri mynt. Þetta er eina vitræna aðgerðin í íslenskum efnahagsmálum frá lýðveldisstofnun, en gengisfelling hefur samkvæmt þessum tölum verið að jafnaði um 16% á ári. Ef drengir fyndu nú 100 kr. pening á götunni myndi það samt ekki duga fyrir einni kók, þeir yrðu að finna afa eða ömmu til að slá um annan 100 kr. pening, þeir vægju þó ekki nema um 17 grömm. Haustið 2008 hafði ég fyrir hrun gert ráðstafanir til þátttöku á ráðstefnu erlendis og greitt ráðstefnugjöld þegar evran var um 90 kr. Við dvölina erlendis var fallið orðið um 170-190 kr. og stöðugt þurfti að leita á vefsíðum hvort yfirleitt væri hægt að skipta krónum og þá á hvaða gengi. Við áskrift að tímariti greidd með kreditkorti fór evran í 246 kr. Dollarinn í bílaláni fór úr 65 kr. í 130 kr. Ungir ættingjar lentu í húsnæðishremmingum eins og fleiri og fengu 15 milljóna króna lán. Eftir tuttugu jafnar mánaðargreiðslur og búið var að greiða sem samsvarar 15% of upphaflegu láni, voru eftirstöðvar vegna verðbóta hærri en upphaflegt lán. Ættingi í Bandaríkjunum fékk á sama tíma endurfjármögnun á húsnæðisláni á föstum langtíma 2,8% vöxtum. Ungt fólk hér á landi missir smám saman allt meðan bankastjórar með ofurlaun afskrifa milljarða hjá fyrirtækjum og kunningjum. Ungt fólk flytur úr landi, eða snýr ekki aftur heim eftir langt og þýðingarmikið framhaldsnám. Nokkur hundruð fyrirtæki skrá bókhald og gera upp í evrum og öflug fyrirtæki flytja höfuðstöðvar burt. Svo lofsyngja stjórnmálamenn íslensku krónuna þrátt fyrir ábendingar forystumanna í atvinnulífinu, verkalýðsleiðtoga og jafnvel Seðlabankans um að hún sé vonlaus og leggja til upptöku evru sem stjórnmálamenn hafna. Þeir lofa bót og betrun og aga í fjármálum og hagstjórn. Á sama tíma kemur fram að þeir hafa ekki gert grein fyrir framboðskostnaði sínum og fjáraustri í stórgallað bókhaldskerfi ríkisins með þöggun Ríkisendurskoðunar. Skýrsla um Orkustofnum leiðir í ljós að dýr lán voru tekin til að greiða arð og byggingarkostnaður var fjórum sinnum hærri en upphaflega áætlað var og skuldir mörg hundruð milljarðar. Andmælin við inngöngu í Evrópusambandið eru aðallega varðveisla „sjálfstæðis“ þjóðarinnar, en með EES-samningi fékk Ísland aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins og ótakmörkuðum atvinnumöguleikum Íslendinga í Evrópu sem Svisslendingar hafa t.d. ekki. Ísland varð hins vegar að taka upp og aðlaga sig að talið er 75-80% reglum og tilskipunum Evrópusambandsins, en án nokkurrar umsagnar eða áhrifa eins og hver önnur nýlenda. Minnisstæðar reglur frá almennum fréttum er að atvinnubílstjórar jafnvel á útkjálkum Íslands verða að sofa (og standa) eins Brussel ákveður. Hljóðmanir í bæjarfélögum hafa ekki verið nógu góðar og samkvæmt ESB reglum. Það áhugaverðasta og síðasta sem hefur komið fram er að alla útibaðstaði sem Íslendingar hafa notað um aldir verður nú að votta samkvæmt Evrópustaðli! Við höfum sem sagt undirgengist að sofa, baða okkur og takmarka hávaða samkvæmt Evrópustaðli. Hvað er þá eftir? Jú gengisfelling krónunnar og fjármálaóstjórn stjórnmálamanna og áhrif sérhagsmunahópa, okurlánara og kvóta-oligarka. Ég hefði aldrei orðið fjármálasnillingur þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil. Unga fólkið gæti hins vegar skipulagt fjármál sín og eignast eigið húsnæði með traustum og stöðugum gjaldmiðli sem það gerir nú ekki með krónunni og núverandi fjármálastjórn. Ef ekki á að taka upp evru því þá ekki yuan sem verður sennilega með sterkustu gjaldmiðlum?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun