Evran eða hjólbörur (eða yuan!) Birgir Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Meðal minninga frá barnæsku frá fimmta áratug síðustu aldar er að við bræður og 2 frændur á aldrinum 6-9 ára fundum krónupening þ.e. eina krónu á götu í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hittum við afa og ömmu frændanna á göngutúr og sögðum þeim diplómatískt að þegar við værum búnir að finna tíeyring í viðbót gætum við keypt okkur eina kók. Afinn fann að sjálfsögðu tíeyring í vestisvasanum. Coca Cola kostaði þá sem sagt eina krónu og tíu aura og nutum við hennar vel fjórir strákar. Ég minnist þess einnig frá þessum tíma að útvarpsþulur kynnti mikilvæga frétt og kom þá fram dimmraddaður forsætisráðherra og tilkynnti að fella þyrfti gengið um 40(-50)% til að bjarga útgerðinni. Síðan hafa slíkar fréttir dunið reglubundið yfir þjóðina með verðbólgu og launaskerðingu almennings. Nú hefðu strákar þurft að finna allt að 20.000 gamlar krónur til þess kaupa eina slíka kók. Slíkar krónur vægju núna milli 60-70 kg. Hjólbörur sem voru veigamikið peningaflutningatæki um tíma í Þýskalandi á fyrri öld hefðu varla dugað til, fremur fjórhjól. Til að forða drengjunum frá slíku hlassi varð að fella tvö núll aftan af krónunni og slá stærri mynt. Þetta er eina vitræna aðgerðin í íslenskum efnahagsmálum frá lýðveldisstofnun, en gengisfelling hefur samkvæmt þessum tölum verið að jafnaði um 16% á ári. Ef drengir fyndu nú 100 kr. pening á götunni myndi það samt ekki duga fyrir einni kók, þeir yrðu að finna afa eða ömmu til að slá um annan 100 kr. pening, þeir vægju þó ekki nema um 17 grömm. Haustið 2008 hafði ég fyrir hrun gert ráðstafanir til þátttöku á ráðstefnu erlendis og greitt ráðstefnugjöld þegar evran var um 90 kr. Við dvölina erlendis var fallið orðið um 170-190 kr. og stöðugt þurfti að leita á vefsíðum hvort yfirleitt væri hægt að skipta krónum og þá á hvaða gengi. Við áskrift að tímariti greidd með kreditkorti fór evran í 246 kr. Dollarinn í bílaláni fór úr 65 kr. í 130 kr. Ungir ættingjar lentu í húsnæðishremmingum eins og fleiri og fengu 15 milljóna króna lán. Eftir tuttugu jafnar mánaðargreiðslur og búið var að greiða sem samsvarar 15% of upphaflegu láni, voru eftirstöðvar vegna verðbóta hærri en upphaflegt lán. Ættingi í Bandaríkjunum fékk á sama tíma endurfjármögnun á húsnæðisláni á föstum langtíma 2,8% vöxtum. Ungt fólk hér á landi missir smám saman allt meðan bankastjórar með ofurlaun afskrifa milljarða hjá fyrirtækjum og kunningjum. Ungt fólk flytur úr landi, eða snýr ekki aftur heim eftir langt og þýðingarmikið framhaldsnám. Nokkur hundruð fyrirtæki skrá bókhald og gera upp í evrum og öflug fyrirtæki flytja höfuðstöðvar burt. Svo lofsyngja stjórnmálamenn íslensku krónuna þrátt fyrir ábendingar forystumanna í atvinnulífinu, verkalýðsleiðtoga og jafnvel Seðlabankans um að hún sé vonlaus og leggja til upptöku evru sem stjórnmálamenn hafna. Þeir lofa bót og betrun og aga í fjármálum og hagstjórn. Á sama tíma kemur fram að þeir hafa ekki gert grein fyrir framboðskostnaði sínum og fjáraustri í stórgallað bókhaldskerfi ríkisins með þöggun Ríkisendurskoðunar. Skýrsla um Orkustofnum leiðir í ljós að dýr lán voru tekin til að greiða arð og byggingarkostnaður var fjórum sinnum hærri en upphaflega áætlað var og skuldir mörg hundruð milljarðar. Andmælin við inngöngu í Evrópusambandið eru aðallega varðveisla „sjálfstæðis“ þjóðarinnar, en með EES-samningi fékk Ísland aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins og ótakmörkuðum atvinnumöguleikum Íslendinga í Evrópu sem Svisslendingar hafa t.d. ekki. Ísland varð hins vegar að taka upp og aðlaga sig að talið er 75-80% reglum og tilskipunum Evrópusambandsins, en án nokkurrar umsagnar eða áhrifa eins og hver önnur nýlenda. Minnisstæðar reglur frá almennum fréttum er að atvinnubílstjórar jafnvel á útkjálkum Íslands verða að sofa (og standa) eins Brussel ákveður. Hljóðmanir í bæjarfélögum hafa ekki verið nógu góðar og samkvæmt ESB reglum. Það áhugaverðasta og síðasta sem hefur komið fram er að alla útibaðstaði sem Íslendingar hafa notað um aldir verður nú að votta samkvæmt Evrópustaðli! Við höfum sem sagt undirgengist að sofa, baða okkur og takmarka hávaða samkvæmt Evrópustaðli. Hvað er þá eftir? Jú gengisfelling krónunnar og fjármálaóstjórn stjórnmálamanna og áhrif sérhagsmunahópa, okurlánara og kvóta-oligarka. Ég hefði aldrei orðið fjármálasnillingur þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil. Unga fólkið gæti hins vegar skipulagt fjármál sín og eignast eigið húsnæði með traustum og stöðugum gjaldmiðli sem það gerir nú ekki með krónunni og núverandi fjármálastjórn. Ef ekki á að taka upp evru því þá ekki yuan sem verður sennilega með sterkustu gjaldmiðlum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal minninga frá barnæsku frá fimmta áratug síðustu aldar er að við bræður og 2 frændur á aldrinum 6-9 ára fundum krónupening þ.e. eina krónu á götu í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hittum við afa og ömmu frændanna á göngutúr og sögðum þeim diplómatískt að þegar við værum búnir að finna tíeyring í viðbót gætum við keypt okkur eina kók. Afinn fann að sjálfsögðu tíeyring í vestisvasanum. Coca Cola kostaði þá sem sagt eina krónu og tíu aura og nutum við hennar vel fjórir strákar. Ég minnist þess einnig frá þessum tíma að útvarpsþulur kynnti mikilvæga frétt og kom þá fram dimmraddaður forsætisráðherra og tilkynnti að fella þyrfti gengið um 40(-50)% til að bjarga útgerðinni. Síðan hafa slíkar fréttir dunið reglubundið yfir þjóðina með verðbólgu og launaskerðingu almennings. Nú hefðu strákar þurft að finna allt að 20.000 gamlar krónur til þess kaupa eina slíka kók. Slíkar krónur vægju núna milli 60-70 kg. Hjólbörur sem voru veigamikið peningaflutningatæki um tíma í Þýskalandi á fyrri öld hefðu varla dugað til, fremur fjórhjól. Til að forða drengjunum frá slíku hlassi varð að fella tvö núll aftan af krónunni og slá stærri mynt. Þetta er eina vitræna aðgerðin í íslenskum efnahagsmálum frá lýðveldisstofnun, en gengisfelling hefur samkvæmt þessum tölum verið að jafnaði um 16% á ári. Ef drengir fyndu nú 100 kr. pening á götunni myndi það samt ekki duga fyrir einni kók, þeir yrðu að finna afa eða ömmu til að slá um annan 100 kr. pening, þeir vægju þó ekki nema um 17 grömm. Haustið 2008 hafði ég fyrir hrun gert ráðstafanir til þátttöku á ráðstefnu erlendis og greitt ráðstefnugjöld þegar evran var um 90 kr. Við dvölina erlendis var fallið orðið um 170-190 kr. og stöðugt þurfti að leita á vefsíðum hvort yfirleitt væri hægt að skipta krónum og þá á hvaða gengi. Við áskrift að tímariti greidd með kreditkorti fór evran í 246 kr. Dollarinn í bílaláni fór úr 65 kr. í 130 kr. Ungir ættingjar lentu í húsnæðishremmingum eins og fleiri og fengu 15 milljóna króna lán. Eftir tuttugu jafnar mánaðargreiðslur og búið var að greiða sem samsvarar 15% of upphaflegu láni, voru eftirstöðvar vegna verðbóta hærri en upphaflegt lán. Ættingi í Bandaríkjunum fékk á sama tíma endurfjármögnun á húsnæðisláni á föstum langtíma 2,8% vöxtum. Ungt fólk hér á landi missir smám saman allt meðan bankastjórar með ofurlaun afskrifa milljarða hjá fyrirtækjum og kunningjum. Ungt fólk flytur úr landi, eða snýr ekki aftur heim eftir langt og þýðingarmikið framhaldsnám. Nokkur hundruð fyrirtæki skrá bókhald og gera upp í evrum og öflug fyrirtæki flytja höfuðstöðvar burt. Svo lofsyngja stjórnmálamenn íslensku krónuna þrátt fyrir ábendingar forystumanna í atvinnulífinu, verkalýðsleiðtoga og jafnvel Seðlabankans um að hún sé vonlaus og leggja til upptöku evru sem stjórnmálamenn hafna. Þeir lofa bót og betrun og aga í fjármálum og hagstjórn. Á sama tíma kemur fram að þeir hafa ekki gert grein fyrir framboðskostnaði sínum og fjáraustri í stórgallað bókhaldskerfi ríkisins með þöggun Ríkisendurskoðunar. Skýrsla um Orkustofnum leiðir í ljós að dýr lán voru tekin til að greiða arð og byggingarkostnaður var fjórum sinnum hærri en upphaflega áætlað var og skuldir mörg hundruð milljarðar. Andmælin við inngöngu í Evrópusambandið eru aðallega varðveisla „sjálfstæðis“ þjóðarinnar, en með EES-samningi fékk Ísland aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins og ótakmörkuðum atvinnumöguleikum Íslendinga í Evrópu sem Svisslendingar hafa t.d. ekki. Ísland varð hins vegar að taka upp og aðlaga sig að talið er 75-80% reglum og tilskipunum Evrópusambandsins, en án nokkurrar umsagnar eða áhrifa eins og hver önnur nýlenda. Minnisstæðar reglur frá almennum fréttum er að atvinnubílstjórar jafnvel á útkjálkum Íslands verða að sofa (og standa) eins Brussel ákveður. Hljóðmanir í bæjarfélögum hafa ekki verið nógu góðar og samkvæmt ESB reglum. Það áhugaverðasta og síðasta sem hefur komið fram er að alla útibaðstaði sem Íslendingar hafa notað um aldir verður nú að votta samkvæmt Evrópustaðli! Við höfum sem sagt undirgengist að sofa, baða okkur og takmarka hávaða samkvæmt Evrópustaðli. Hvað er þá eftir? Jú gengisfelling krónunnar og fjármálaóstjórn stjórnmálamanna og áhrif sérhagsmunahópa, okurlánara og kvóta-oligarka. Ég hefði aldrei orðið fjármálasnillingur þrátt fyrir stöðugan gjaldmiðil. Unga fólkið gæti hins vegar skipulagt fjármál sín og eignast eigið húsnæði með traustum og stöðugum gjaldmiðli sem það gerir nú ekki með krónunni og núverandi fjármálastjórn. Ef ekki á að taka upp evru því þá ekki yuan sem verður sennilega með sterkustu gjaldmiðlum?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun