Unglingasmiðjur Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Belinda Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun