Hringl í poka Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja einstaklinga sem áður veittu fjölskyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauðsynjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þúsund krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða. Stór hluti vandans felst í stökkbreyttum lánum í kjölfar hruns og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Fólk stendur jafnvel eftir með mun hærri höfuðstól en það tók að láni. Við það bætist sú staðreynd að atvinnuleysið hefur sjaldan verið meira og minnkandi greiðslugeta setur fjölda heimila í greiðsluvanda. Til að bæta gráu ofan á svart dynja sífelldar skattahækkanir á landsmönnum svo engu tali tekur á meðan launin hækka ekki til samræmis og almenningur tekur á sig gríðarlega kjaraskerðingu. Þeir sem skulduðu hóflega fyrir hrun og áttu jafnvel eitthvað í húsnæðinu sínu fá nánast enga leiðréttingu þrátt fyrir algjöran forsendubrest á lánasamningum. Þetta er fólkið sem berst í bökkum við að halda sér á floti, stendur við sínar afborganir, skatta og skyldur en eygir enga von um bjartari tíð. Þetta er fólkið sem heldur þjóðfélaginu uppi en það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því. Í stað þess að leggja ofuráherslu á að styrkja stoðirnar undir þennan hóp og stækka hann enn frekar virðist enginn skilningur vera til staðar á mikilvægi þessa og jafnvel lagður steinn í götu þeirra sem eru reiðubúnir að vinna. Eðlilegt væri t.d. að ýta undir atvinnuskapandi framkvæmdir svo hjól atvinnulífsins fari aftur að snúast. Þannig gætu fleiri tekið þátt í að byggja samfélagið upp í kjölfar hruns og atvinnulausum og bótaþegum að sama skapi fækka. Núverandi ríkisstjórn er ekki að slá skjaldborg um heimilin, hún hefur gegnumsneitt verið að slá skjaldborg um lánastofnanirnar sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan almenningur sveltur. Þetta er bláköld staðreynd, laun slitastjórna á krepputíma eru sambærileg við ofurkjör útrásarvíkinganna fyrir hrun og þessir aðilar eru í fullu starfi við að gæta sinna eigin hagsmuna. Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum. Þetta er hreint óþolandi ástand. Það hefur t.d. tekið núverandi ríkisstjórn alltof langan tíma að fá fjármálastofnanir til að endurreikna lánin svo fólk viti hvar það stendur, svo ekki sé minnst á að Árna Pálslögin eiga stóran þátt í því hvernig gengið var á hlut heimilanna. Á meðan hefur þjóðfélagið verið í biðstöðu í heil 4 ár! Hægt hefði verið að koma miklu í verk á þeim tíma ef rétt hefði verið á málum haldið af núverandi ríkisstjórn en orkan ekki farið í að sætta sjónarmið innan flokka til þess eins að halda völdum. Nú er mál að linni, látum þetta ekki viðgangast lengur og skiptum þessari ríkisstjórn út í alþingiskosningunum í vor. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja einstaklinga sem áður veittu fjölskyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauðsynjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þúsund krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða. Stór hluti vandans felst í stökkbreyttum lánum í kjölfar hruns og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Fólk stendur jafnvel eftir með mun hærri höfuðstól en það tók að láni. Við það bætist sú staðreynd að atvinnuleysið hefur sjaldan verið meira og minnkandi greiðslugeta setur fjölda heimila í greiðsluvanda. Til að bæta gráu ofan á svart dynja sífelldar skattahækkanir á landsmönnum svo engu tali tekur á meðan launin hækka ekki til samræmis og almenningur tekur á sig gríðarlega kjaraskerðingu. Þeir sem skulduðu hóflega fyrir hrun og áttu jafnvel eitthvað í húsnæðinu sínu fá nánast enga leiðréttingu þrátt fyrir algjöran forsendubrest á lánasamningum. Þetta er fólkið sem berst í bökkum við að halda sér á floti, stendur við sínar afborganir, skatta og skyldur en eygir enga von um bjartari tíð. Þetta er fólkið sem heldur þjóðfélaginu uppi en það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því. Í stað þess að leggja ofuráherslu á að styrkja stoðirnar undir þennan hóp og stækka hann enn frekar virðist enginn skilningur vera til staðar á mikilvægi þessa og jafnvel lagður steinn í götu þeirra sem eru reiðubúnir að vinna. Eðlilegt væri t.d. að ýta undir atvinnuskapandi framkvæmdir svo hjól atvinnulífsins fari aftur að snúast. Þannig gætu fleiri tekið þátt í að byggja samfélagið upp í kjölfar hruns og atvinnulausum og bótaþegum að sama skapi fækka. Núverandi ríkisstjórn er ekki að slá skjaldborg um heimilin, hún hefur gegnumsneitt verið að slá skjaldborg um lánastofnanirnar sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan almenningur sveltur. Þetta er bláköld staðreynd, laun slitastjórna á krepputíma eru sambærileg við ofurkjör útrásarvíkinganna fyrir hrun og þessir aðilar eru í fullu starfi við að gæta sinna eigin hagsmuna. Það er eins og enginn horfi á heildarmyndina, bara hvert púsl fyrir sig og hvernig það tengist sér og sínum. Þetta er hreint óþolandi ástand. Það hefur t.d. tekið núverandi ríkisstjórn alltof langan tíma að fá fjármálastofnanir til að endurreikna lánin svo fólk viti hvar það stendur, svo ekki sé minnst á að Árna Pálslögin eiga stóran þátt í því hvernig gengið var á hlut heimilanna. Á meðan hefur þjóðfélagið verið í biðstöðu í heil 4 ár! Hægt hefði verið að koma miklu í verk á þeim tíma ef rétt hefði verið á málum haldið af núverandi ríkisstjórn en orkan ekki farið í að sætta sjónarmið innan flokka til þess eins að halda völdum. Nú er mál að linni, látum þetta ekki viðgangast lengur og skiptum þessari ríkisstjórn út í alþingiskosningunum í vor. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun