Mengun vegna nýs Landsspítala við Hringbraut Steinunn Þórhallsdóttir skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Jóns Gnarr borgarstjóra. Nú mun rísa nýr Landsspítali við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagstillögu sem nú er til meðferðar hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Nýbyggingin mun hafa í för með sér mikla aukningu bílaumferðar á stofnbrautum við spítalann. Það er óumdeilt að svo verði. Íbúasamtök 3. hverfis hafa bent á grafalvarlega galla í umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögunnar. Hljóð- og loftmengun er svo gróflega vanmetin að það jaðrar við að kalla megi skýrsluna fölsun. Hún metur ekki þætti sem munu skerða lífsgæði íbúa verulega til framtíðar og tekur ekki tillit til takmarkaðrar flutningsgetu Miklubrautar við Lönguhlíð. Íbúasamtök 3. Hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar hafa frá stofnun sinni árið 2005 barist fyrir því að gildandi lög og reglugerðir er varða loftgæði og hljóðvist séu virtar af yfirvöldum. Því er ekki svo farið í dag. Reglugerðir eru brotnar og íbúar hverfisins búa við skert lífsgæði vegna mikillar svifryks- og hljóðmengunar enda þarf meirihluti höfuðborgarbúa að ferðast í gegnum hverfið til að sækja vinnu sína dag hvern og er hverfið sundurskorið af stórum umferðaræðum. Íbúasamtök 3. hverfis lýsa yfir áhyggjum yfir því að fram sé komin tillaga frá hönnunaraðilum sem stuðlar að frekari brotum á lögum og reglugerðum og rýrir lýðheilsu íbúa í Hlíðum enn frekar. Íbúasamtökin skora á ráðherra og borgarstjóra að taka á þessum þáttum sem allra fyrst, horfast í augu við raunveruleg umhverfisáhrif af tillögunni í þeirri mynd sem hún er núna og leysa umferðarmálin í kringum Nýjan Landspítala við Hringbraut. Í því samhengi köllum við á svokallaða „stokkalausn" það er lagningu umferðarstokks á Hringbraut, frá Landspítala, austur fyrir Lönguhlíð og jafnvel allt að Grensás, sem órjúfanlegan hluta af framkvæmdum við Nýjan Landspítala við Hringbraut. Ný umferðarskýrsla frá borginni bendir einnig á þá lausn, en þar eð um er að ræða þjóðbraut í þéttbýli, þarf sameiginlegt átak ríkis og borgar að koma til. Umhverfisáhrif Nýs Landsspítala við Hringbraut verða í brennidepli á aðalfundi samtakanna þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 20 í Háteigsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Jóns Gnarr borgarstjóra. Nú mun rísa nýr Landsspítali við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagstillögu sem nú er til meðferðar hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Nýbyggingin mun hafa í för með sér mikla aukningu bílaumferðar á stofnbrautum við spítalann. Það er óumdeilt að svo verði. Íbúasamtök 3. hverfis hafa bent á grafalvarlega galla í umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögunnar. Hljóð- og loftmengun er svo gróflega vanmetin að það jaðrar við að kalla megi skýrsluna fölsun. Hún metur ekki þætti sem munu skerða lífsgæði íbúa verulega til framtíðar og tekur ekki tillit til takmarkaðrar flutningsgetu Miklubrautar við Lönguhlíð. Íbúasamtök 3. Hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar hafa frá stofnun sinni árið 2005 barist fyrir því að gildandi lög og reglugerðir er varða loftgæði og hljóðvist séu virtar af yfirvöldum. Því er ekki svo farið í dag. Reglugerðir eru brotnar og íbúar hverfisins búa við skert lífsgæði vegna mikillar svifryks- og hljóðmengunar enda þarf meirihluti höfuðborgarbúa að ferðast í gegnum hverfið til að sækja vinnu sína dag hvern og er hverfið sundurskorið af stórum umferðaræðum. Íbúasamtök 3. hverfis lýsa yfir áhyggjum yfir því að fram sé komin tillaga frá hönnunaraðilum sem stuðlar að frekari brotum á lögum og reglugerðum og rýrir lýðheilsu íbúa í Hlíðum enn frekar. Íbúasamtökin skora á ráðherra og borgarstjóra að taka á þessum þáttum sem allra fyrst, horfast í augu við raunveruleg umhverfisáhrif af tillögunni í þeirri mynd sem hún er núna og leysa umferðarmálin í kringum Nýjan Landspítala við Hringbraut. Í því samhengi köllum við á svokallaða „stokkalausn" það er lagningu umferðarstokks á Hringbraut, frá Landspítala, austur fyrir Lönguhlíð og jafnvel allt að Grensás, sem órjúfanlegan hluta af framkvæmdum við Nýjan Landspítala við Hringbraut. Ný umferðarskýrsla frá borginni bendir einnig á þá lausn, en þar eð um er að ræða þjóðbraut í þéttbýli, þarf sameiginlegt átak ríkis og borgar að koma til. Umhverfisáhrif Nýs Landsspítala við Hringbraut verða í brennidepli á aðalfundi samtakanna þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 20 í Háteigsskóla.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar