Fjölskrúðugt indípopp Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:00 Born To Be Free með Borko. Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Gagnrýni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu.
Gagnrýni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira