Áhyggjufulli unglingurinn Atli Viðar Bragason skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar