Mannaveiðar Tryggvi Pálsson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Fyrir mánuði síðan var þrjátíu manna sendinefnd frá Sunndal í Noregi með kynningu í Hörpunni. Erindið var að ná í gott starfsfólk, nánar tiltekið kennara, verkfræðinga, tannlækni, tæknifræðinga, framkvæmdastjóra, hjúkrunarfræðinga, vinnuvélastjórnendur, iðnaðarmenn og verkafólk. Sérstaklega var sóst eftir ungu, menntuðu fólki; ekki síst barnafjölskyldum. Áður hafa önnur norsk sveitarfélög sent kynningarhópa hingað til lands. Einnig hafa norskir atvinnurekendur auglýst í íslenskum fjölmiðlum eftir Íslendingum. Norsk stjórnvöld eru með sérstakan vef www.norge.is sem auðveldar Íslendingum að sækja um vinnu, nám og ríkisborgararétt í Noregi. Frændur okkar vita hvað þeir vilja og standa vel að verki. En Norðmenn eru ekki einu aðilarnir sem standa að slíkum mannaveiðum í íslenskri lögsögu. Íslenska Vinnumálastofnunin og EURES, þ.e. vinnumiðlun Evrópusambandsins, hafa níu sinnum staðið fyrir kynningu á störfum erlendis. Nú síðast var það um helgina þegar atvinnutækifæri í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Litháen voru kynnt, þ.m.t. af átta norskum fyrirtækjum sem tóku á móti umsóknum, í sjálfu Ráðhúsi Reykjavíkur. Mannauður er drifkraftur samfélagsins. Við hreykjum okkur af því að hér búi ung og vel menntuð þjóð. Þar stöndum við flestum þjóðum betur. Í alþjóðlegum samanburði kemur í ljós að á Íslandi býr tiltölulega ungt fólk líkt og í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn horfa mörg Evrópulönd, svo ekki sé minnst á Japan, fram á uggvænlega aldurssamsetningu. Í þróuðum ríkjum þarf hlutfallslega að sjá fyrir stöðugt fleira fólki á eftirlaunaaldri af sífellt færra fólk á vinnualdri. Þessi lönd hungrar eftir ungu hæfileikaríku fólki. Frá hruni íslensku bankanna hefur brottflutningur fólks frá Íslandi verið með því mesta sem gerist í Evrópu. Frá árinu 2008 hafa tæplega sjö þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess og af þeim eru um átta af hverjum tíu á vinnualdri. Fyrir íslenskt samfélag er áhyggjuefnið ekki eingöngu þessi brottflutningur heldur einnig spurningin hvaða fólk við erum að fá í staðinn fyrir það fólk sem við missum. Erum við að byggja upp atvinnulífið með þeim hætti að það haldi í efnilegt ungt fólk? Er verið að kynna Íslendingum nægilega vel þá möguleika sem hér eru? Hafa Íslendingar sent sendinefndir til útlanda til að laða að fólk sem auðgað getur samfélag okkar? Erum við að leita að fólki sem getur drifið okkur áfram efnahagslega og menningarlega? Nei, við tökum því sem að höndum ber. Við þurfum að gæta að mannauði Íslands og einnig gæta þess að búa ekki til samfélagsleg vandamál sem nágrannaþjóðirnar hafa brennt sig á. Þessi viðkvæmu en mikilvægu mál þurfa fordómalausa umræðu og stefnumótun sem grundvallast á hagsmunum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði síðan var þrjátíu manna sendinefnd frá Sunndal í Noregi með kynningu í Hörpunni. Erindið var að ná í gott starfsfólk, nánar tiltekið kennara, verkfræðinga, tannlækni, tæknifræðinga, framkvæmdastjóra, hjúkrunarfræðinga, vinnuvélastjórnendur, iðnaðarmenn og verkafólk. Sérstaklega var sóst eftir ungu, menntuðu fólki; ekki síst barnafjölskyldum. Áður hafa önnur norsk sveitarfélög sent kynningarhópa hingað til lands. Einnig hafa norskir atvinnurekendur auglýst í íslenskum fjölmiðlum eftir Íslendingum. Norsk stjórnvöld eru með sérstakan vef www.norge.is sem auðveldar Íslendingum að sækja um vinnu, nám og ríkisborgararétt í Noregi. Frændur okkar vita hvað þeir vilja og standa vel að verki. En Norðmenn eru ekki einu aðilarnir sem standa að slíkum mannaveiðum í íslenskri lögsögu. Íslenska Vinnumálastofnunin og EURES, þ.e. vinnumiðlun Evrópusambandsins, hafa níu sinnum staðið fyrir kynningu á störfum erlendis. Nú síðast var það um helgina þegar atvinnutækifæri í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Litháen voru kynnt, þ.m.t. af átta norskum fyrirtækjum sem tóku á móti umsóknum, í sjálfu Ráðhúsi Reykjavíkur. Mannauður er drifkraftur samfélagsins. Við hreykjum okkur af því að hér búi ung og vel menntuð þjóð. Þar stöndum við flestum þjóðum betur. Í alþjóðlegum samanburði kemur í ljós að á Íslandi býr tiltölulega ungt fólk líkt og í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn horfa mörg Evrópulönd, svo ekki sé minnst á Japan, fram á uggvænlega aldurssamsetningu. Í þróuðum ríkjum þarf hlutfallslega að sjá fyrir stöðugt fleira fólki á eftirlaunaaldri af sífellt færra fólk á vinnualdri. Þessi lönd hungrar eftir ungu hæfileikaríku fólki. Frá hruni íslensku bankanna hefur brottflutningur fólks frá Íslandi verið með því mesta sem gerist í Evrópu. Frá árinu 2008 hafa tæplega sjö þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess og af þeim eru um átta af hverjum tíu á vinnualdri. Fyrir íslenskt samfélag er áhyggjuefnið ekki eingöngu þessi brottflutningur heldur einnig spurningin hvaða fólk við erum að fá í staðinn fyrir það fólk sem við missum. Erum við að byggja upp atvinnulífið með þeim hætti að það haldi í efnilegt ungt fólk? Er verið að kynna Íslendingum nægilega vel þá möguleika sem hér eru? Hafa Íslendingar sent sendinefndir til útlanda til að laða að fólk sem auðgað getur samfélag okkar? Erum við að leita að fólki sem getur drifið okkur áfram efnahagslega og menningarlega? Nei, við tökum því sem að höndum ber. Við þurfum að gæta að mannauði Íslands og einnig gæta þess að búa ekki til samfélagsleg vandamál sem nágrannaþjóðirnar hafa brennt sig á. Þessi viðkvæmu en mikilvægu mál þurfa fordómalausa umræðu og stefnumótun sem grundvallast á hagsmunum Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun