Sátt um leikreglur Mörður Árnason skrifar 31. október 2012 08:00 Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niðurstöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnugreina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæklingsins „Cheapest Energy Prices" eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunarinnar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilumálum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunarrannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna" eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þingsins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þingsályktunum, allra síst fyrirfram. Sú sátt sem næst með rammaáætlunarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarðanir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillöguÍ tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undanskilin orkunýtingu og vernduð með einhverjum hætti. Þetta eru merkileg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökulssvæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Grendalur, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll… Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -framkvæmdum, en í bið fer 31 landsvæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kringum þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunarkosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir komast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur framsögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikilvægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá foreldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun