Staksteinum kastað úr glerhúsi Helgi Magnússon skrifar 26. október 2012 06:00 Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjaldeyrishöftum. Ég hef átt sæti í stjórn SI í 12 ár, þar af síðustu sex árin sem formaður þar til fyrr á þessu ári. Því hef ég átt aðild að ákvörðunum um herferðir SI undir kjörorðunum Veljum íslenskt og Íslenskt, já takk. Tilgangur þeirra hefur verið að styrkja íslenskan iðnað, efla atvinnu og auka hagvöxt. Nú er svipuð herferð í gangi hjá Frökkum, þeirra iðnaði til framdráttar. Hún hefur valdið ólund hjá Staksteinahöfundi sem dylgjar af því tilefni um að SI hafi reynt að „heilaþvo" félagsmenn sína. Einnig segir að forystumenn þessara samtaka hafi eytt „óheyrilegum fjármunum" í herferðir til að sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gengið verði í ESB. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna einstakra verkefna. Þá er það háð mati hvenær fjárhæðir teljast „óheyrilegar" og hvenær ekki. Ég er sannfærður um að SI hefur ekki varið „óheyrilegum fjármunum" vegna Evrópuumræðunnar. Það er hins vegar skoðun mín að eigendur Morgunblaðsins hafi varið „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir taprekstri blaðsins hin síðari ár eftir að fyrirtækið endurholdgaðist með stórfelldum niðurfellingum skulda þegar nýir eigendur komu að blaðinu. Margir halda því fram að þeir hafi allt aðra sýn á Evrópumálin en t.d. Samtök iðnaðarins hafa, enda tengjast þeir flestir sjávarútvegi. Ég er einn af þessum 30 þúsund kaupendum Morgunblaðsins sem fá blaðið í hendur sex daga vikunnar þar sem nær hvern dag er haldið fram stífri andstöðu við Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að líkja and-Evrópu-trúboði Morgunblaðsins við „heilaþvott" en öllum má vera ljóst að verið er að þjóna hagsmunum þeirra sem verja „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir rekstrartapi blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjaldeyrishöftum. Ég hef átt sæti í stjórn SI í 12 ár, þar af síðustu sex árin sem formaður þar til fyrr á þessu ári. Því hef ég átt aðild að ákvörðunum um herferðir SI undir kjörorðunum Veljum íslenskt og Íslenskt, já takk. Tilgangur þeirra hefur verið að styrkja íslenskan iðnað, efla atvinnu og auka hagvöxt. Nú er svipuð herferð í gangi hjá Frökkum, þeirra iðnaði til framdráttar. Hún hefur valdið ólund hjá Staksteinahöfundi sem dylgjar af því tilefni um að SI hafi reynt að „heilaþvo" félagsmenn sína. Einnig segir að forystumenn þessara samtaka hafi eytt „óheyrilegum fjármunum" í herferðir til að sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gengið verði í ESB. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna einstakra verkefna. Þá er það háð mati hvenær fjárhæðir teljast „óheyrilegar" og hvenær ekki. Ég er sannfærður um að SI hefur ekki varið „óheyrilegum fjármunum" vegna Evrópuumræðunnar. Það er hins vegar skoðun mín að eigendur Morgunblaðsins hafi varið „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir taprekstri blaðsins hin síðari ár eftir að fyrirtækið endurholdgaðist með stórfelldum niðurfellingum skulda þegar nýir eigendur komu að blaðinu. Margir halda því fram að þeir hafi allt aðra sýn á Evrópumálin en t.d. Samtök iðnaðarins hafa, enda tengjast þeir flestir sjávarútvegi. Ég er einn af þessum 30 þúsund kaupendum Morgunblaðsins sem fá blaðið í hendur sex daga vikunnar þar sem nær hvern dag er haldið fram stífri andstöðu við Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að líkja and-Evrópu-trúboði Morgunblaðsins við „heilaþvott" en öllum má vera ljóst að verið er að þjóna hagsmunum þeirra sem verja „óheyrilegum fjármunum" í að standa undir rekstrartapi blaðsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar