Um hvað er spurt og ekki spurt í ráðgefandi atkvæðagreiðslu? 17. október 2012 06:00 Stjórnlaganefnd kosin af Alþingi undirbjó Þjóðfund 2010 með „slembiúrtaki“ úr þjóðskrá og síðan ákvað Alþingi kosningar með jöfnum atkvæðisrétti til stjórnlagaþings, þar sem 35% kosningabærra manna mættu með þá niðurstöðu að af 25 fulltrúum komu 23 af höfuðborgarsvæðinu. Stjórnlagaþing varð síðan að stjórnlagaráði Alþingis, sem kom fram með samhljóða niðurstöðu eftir um fjögurra mánaða vinnu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis setti fram spurningarnar, sem voru óræddar á Alþingi en stjórnlagaráðið fékk til umfjöllunar og síðan í framhaldi var ákveðin ráðgefandi atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá með þessum sex spurningum: Fyrsta spurningin er afgerandi um já eða nei um grundvöll að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Hinum spurningunum er erfitt að svara, t.d.: Um náttúruauðlindir og þjóðareign þar sem þau hugtök eru ekki og hafa ekki verið skilgreind. Um þjóðkirkjuna, sem viðurkennt er að hefur enga merkingu. Það hefði ef til vill fremur átt að spyrja, hvort hætta ætti alveg kristindómsfræðslu í skólum eða hvort alþingismenn ættu að ganga til kirkju fyrir setningu Alþingis eða hvort skipta ætti út þjóðsöngnum eða fánanum o.s.frv. Um persónukjör í meira mæli en nú er og jafnan atkvæðisrétt. Spurt er í tveimur spurningum, sem þarf miklu meiri skoðunar við. Atkvæðisvægi í kosningum lýðræðisríkja tekur mið af mörgu öðru, s.s. þegar meirihluti í kjördæmi fær alla kjörmenn eða stærsti þingflokkurinn fær viðbótarþingmenn o.s.frv. Mætti ekki eins líta á atkvæðavægi kjördæma út frá landsframleiðslu eða útflutningstekjum viðkomandi svæða? Hefði ekki átt upphaflega að kjósa til stjórnlagaþings í kjördæmum með sambærilegum hætti og kosið er til Alþingis? Og síðasta spurningin um þjóðaratkvæðagreiðslu er erfið vegna ákveðinnar forsendu í spurningunni: „…tiltekið hlutfall kosningabærra manna“? Hvaða hlutfall og um hvaða mál á þá að spyrja? Ef til vill með mismunandi hlutfalli eftir vægi spurningar eða spurninga? Og hvaða samræmi er lagt upp með í þessari spurningu með tilliti til stöðu forsetans í tillögunum, sem engin valspurning er um? Það sem ekki var spurt um. En hvað um nýjar greinar og tillögur í stjórnarskrá, sem við erum ekki spurð um? Sumar sjálfsagðar sem eiga heima í lögum, enda oft tilgreint að heimila Alþingi að setja lög! Mörg önnur ný atriði sem vekja spurningar, jafnvel svo að maður brosi við lestur: Dæmi: Í 23. gr.: „Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.“ Í 33. gr.: „Fyrir spjöll skulu bætt eftir föngum“ og enn fremur: „Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi.“ Í 52. gr.: Nýjar óræddar tillögur um þingforseta að hann sé kosinn með 2/3 hluta atkvæða og sitji síðan á Alþingi án atkvæðisréttar – Hvað ef sá meirihluti næst ekki fram? Hvað á að kjósa oft og verður ef ekki næst niðurstaða að kjósa á ný til Alþingis? Í 57. gr.: „Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi.“ Í 58. gr.: „Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi.“ Í 62 gr. og 63. gr.: Þar eru ný og órædd ákvæði um Lögréttu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í 75. gr. um umboðsmann Alþingis.: „Ákveði ráðherra eða annað stjórnvald að hlíta ekki sérstökum tilmælum umboðsmanns skal tilkynna forseta Alþingis um ákvörðunina.“ Hvað um framhaldið úr því þetta ákvæði á að setja í stjórnarskrá? Í 89. gr. um ráðherra: „… gæta verða þeir þingskapa.“ Í 97.gr. um sjálfstæðar ríkisstofnanir: „Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða fengin öðrum stofnunum, nema með lögum sem samþykkt eru með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi.“ Í 111. gr.: „Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.“ Spurningarnar ásamt þessum dæmum sýna að við verðum að vanda okkur betur við að semja nýja stjórnarskrá. Spyrja þarf þjóðina fyrst með skýrum valspurningum, já eða nei, um hvaða breytingar þjóðin vill að sé unnið að. Ég tel sjálfsagt að skoða þá breytingu, sem Frakkar gerðu á sinni stjórnarskrá, eftir langt vonleysi um úrlausnir á þingi, aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds í tveimur aðgreindum kosningum, forseti eða forsætisráðherra með jöfnum atkvæðisrétti á landsvísu, en löggjafarvaldið, eins og nú er kosið í kjördæmum með mismunandi vægi atkvæða til að tryggja jafnt vægi eins og unnt er milli höfuðborgarsvæðisins og landsins. Ég tel einnig að skilgreina þurfi nákvæmlega framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um að geta sett óhæfa ríkistjórn og/eða óhæft Alþingi frá og ef ágreiningur yrði milli löggjafarvalds og forseta og/eða framkvæmdarvalds yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlaganefnd kosin af Alþingi undirbjó Þjóðfund 2010 með „slembiúrtaki“ úr þjóðskrá og síðan ákvað Alþingi kosningar með jöfnum atkvæðisrétti til stjórnlagaþings, þar sem 35% kosningabærra manna mættu með þá niðurstöðu að af 25 fulltrúum komu 23 af höfuðborgarsvæðinu. Stjórnlagaþing varð síðan að stjórnlagaráði Alþingis, sem kom fram með samhljóða niðurstöðu eftir um fjögurra mánaða vinnu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis setti fram spurningarnar, sem voru óræddar á Alþingi en stjórnlagaráðið fékk til umfjöllunar og síðan í framhaldi var ákveðin ráðgefandi atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá með þessum sex spurningum: Fyrsta spurningin er afgerandi um já eða nei um grundvöll að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Hinum spurningunum er erfitt að svara, t.d.: Um náttúruauðlindir og þjóðareign þar sem þau hugtök eru ekki og hafa ekki verið skilgreind. Um þjóðkirkjuna, sem viðurkennt er að hefur enga merkingu. Það hefði ef til vill fremur átt að spyrja, hvort hætta ætti alveg kristindómsfræðslu í skólum eða hvort alþingismenn ættu að ganga til kirkju fyrir setningu Alþingis eða hvort skipta ætti út þjóðsöngnum eða fánanum o.s.frv. Um persónukjör í meira mæli en nú er og jafnan atkvæðisrétt. Spurt er í tveimur spurningum, sem þarf miklu meiri skoðunar við. Atkvæðisvægi í kosningum lýðræðisríkja tekur mið af mörgu öðru, s.s. þegar meirihluti í kjördæmi fær alla kjörmenn eða stærsti þingflokkurinn fær viðbótarþingmenn o.s.frv. Mætti ekki eins líta á atkvæðavægi kjördæma út frá landsframleiðslu eða útflutningstekjum viðkomandi svæða? Hefði ekki átt upphaflega að kjósa til stjórnlagaþings í kjördæmum með sambærilegum hætti og kosið er til Alþingis? Og síðasta spurningin um þjóðaratkvæðagreiðslu er erfið vegna ákveðinnar forsendu í spurningunni: „…tiltekið hlutfall kosningabærra manna“? Hvaða hlutfall og um hvaða mál á þá að spyrja? Ef til vill með mismunandi hlutfalli eftir vægi spurningar eða spurninga? Og hvaða samræmi er lagt upp með í þessari spurningu með tilliti til stöðu forsetans í tillögunum, sem engin valspurning er um? Það sem ekki var spurt um. En hvað um nýjar greinar og tillögur í stjórnarskrá, sem við erum ekki spurð um? Sumar sjálfsagðar sem eiga heima í lögum, enda oft tilgreint að heimila Alþingi að setja lög! Mörg önnur ný atriði sem vekja spurningar, jafnvel svo að maður brosi við lestur: Dæmi: Í 23. gr.: „Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.“ Í 33. gr.: „Fyrir spjöll skulu bætt eftir föngum“ og enn fremur: „Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi.“ Í 52. gr.: Nýjar óræddar tillögur um þingforseta að hann sé kosinn með 2/3 hluta atkvæða og sitji síðan á Alþingi án atkvæðisréttar – Hvað ef sá meirihluti næst ekki fram? Hvað á að kjósa oft og verður ef ekki næst niðurstaða að kjósa á ný til Alþingis? Í 57. gr.: „Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi.“ Í 58. gr.: „Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi.“ Í 62 gr. og 63. gr.: Þar eru ný og órædd ákvæði um Lögréttu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í 75. gr. um umboðsmann Alþingis.: „Ákveði ráðherra eða annað stjórnvald að hlíta ekki sérstökum tilmælum umboðsmanns skal tilkynna forseta Alþingis um ákvörðunina.“ Hvað um framhaldið úr því þetta ákvæði á að setja í stjórnarskrá? Í 89. gr. um ráðherra: „… gæta verða þeir þingskapa.“ Í 97.gr. um sjálfstæðar ríkisstofnanir: „Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða fengin öðrum stofnunum, nema með lögum sem samþykkt eru með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi.“ Í 111. gr.: „Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.“ Spurningarnar ásamt þessum dæmum sýna að við verðum að vanda okkur betur við að semja nýja stjórnarskrá. Spyrja þarf þjóðina fyrst með skýrum valspurningum, já eða nei, um hvaða breytingar þjóðin vill að sé unnið að. Ég tel sjálfsagt að skoða þá breytingu, sem Frakkar gerðu á sinni stjórnarskrá, eftir langt vonleysi um úrlausnir á þingi, aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds í tveimur aðgreindum kosningum, forseti eða forsætisráðherra með jöfnum atkvæðisrétti á landsvísu, en löggjafarvaldið, eins og nú er kosið í kjördæmum með mismunandi vægi atkvæða til að tryggja jafnt vægi eins og unnt er milli höfuðborgarsvæðisins og landsins. Ég tel einnig að skilgreina þurfi nákvæmlega framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um að geta sett óhæfa ríkistjórn og/eða óhæft Alþingi frá og ef ágreiningur yrði milli löggjafarvalds og forseta og/eða framkvæmdarvalds yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun