Ísland er land þitt. Ef þú kýst Stefán Jón Hafstein skrifar 16. október 2012 06:00 Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar