Hvað finnst mér? 16. október 2012 06:00 Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“ Mér er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu Guðmundar Andra og ætla að gera það hér í stuttu máli. Það er nefnilega ekki oft, sem við Guðmundur Andri erum sammála. Satt að segja man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma verið sammála skrifum Guðmundar Andra. Í þetta sinn erum við þó sammála um eitt. Og það er að mæta á kjörstað þann 20. október næstkomandi. En þar með er líklega upptalið. Mér þykja ýmsar af þeim spurningum, sem velt er upp, áhugaverðar og hef vissulega skoðun á þeim. Mér finnst t.a.m. löngu tímabært að skilgreina hugtökin þjóðareign og auðlind og gera okkur síðan grein fyrir því hvernig auðlindir okkar mega sem bezt nýtast þjóðinni í heild sinni. Ég hef líka skoðun á því hvort eitt trúfélag umfram önnur eigi að eiga sérákvæði í stjórnarskrá. Þá getur verið spennandi að hafa eitthvað meira um það að segja hvaða persónur veljast í kosin embætti. Ég sé samt ekki að slíkt ákvæði eigi heima í stjórnarskrá. Það er eðlilegra að það sé í kosningalögum. Sá háttur er t.d. hafður á í Finnlandi, Hollandi og á Írlandi en á vefnum thjodaratkvaedi.is eru þau lönd tekin sem dæmi um hvar persónukjör sé „alls ráðandi“. Mér þykir löngu tímabært að tilskilinn fjöldi atkvæðabærra manna, karla og kvenna, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp frá Alþingi. Reyndar sakna ég, í tillögum stjórnlagaráðs, ákvæðis um að stjórnarskrárbreytingar skuli alltaf settar í þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig að skilyrt sé hve margir þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist marktæk. Enn er þó eftir að svara því hvað mér finnst um höfuðspurninguna: Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Guðmundur Andri, þeirri spurningu ætla ég að svara neitandi. Ekki vegna þess að mér finnst allt ómögulegt sem frá stjórnlagaráði komi. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð. Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins. Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt. Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru rangar og allar fullyrðingar um hún hafi verið sett sem e.k. bráðabirgðastjórnarskrá eru einnig rangar. Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram. Guðmundur Andri leggur málið þannig upp að við getum kosið um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs, látið fræðimönnum eftir að skrifa nýja stjórnarskrá eða haldið þeirri gömlu óbreyttri. Þetta er rangt hjá Guðmundi Andra. Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka. Að sjálfsögðu er kominn tími á ýmsar breytingar og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem Pétur Blöndal flutti á Alþingi í síðasta mánuði, með stuðningi 16 annarra þingmanna úr þremur þingflokkum. Þar er lagt til að allar stjórnarskrárbreytingar skuli lagðar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta finnst mér tímabært svar við kröfu samtímans um aukið beint lýðræði. Guðmundur Andri, við munum sem sagt báðir mæta til að greiða atkvæði þann tuttugasta október næstkomandi en mér finnst að ég eigi að segja nei og ég ætla að segja nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“ Mér er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu Guðmundar Andra og ætla að gera það hér í stuttu máli. Það er nefnilega ekki oft, sem við Guðmundur Andri erum sammála. Satt að segja man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma verið sammála skrifum Guðmundar Andra. Í þetta sinn erum við þó sammála um eitt. Og það er að mæta á kjörstað þann 20. október næstkomandi. En þar með er líklega upptalið. Mér þykja ýmsar af þeim spurningum, sem velt er upp, áhugaverðar og hef vissulega skoðun á þeim. Mér finnst t.a.m. löngu tímabært að skilgreina hugtökin þjóðareign og auðlind og gera okkur síðan grein fyrir því hvernig auðlindir okkar mega sem bezt nýtast þjóðinni í heild sinni. Ég hef líka skoðun á því hvort eitt trúfélag umfram önnur eigi að eiga sérákvæði í stjórnarskrá. Þá getur verið spennandi að hafa eitthvað meira um það að segja hvaða persónur veljast í kosin embætti. Ég sé samt ekki að slíkt ákvæði eigi heima í stjórnarskrá. Það er eðlilegra að það sé í kosningalögum. Sá háttur er t.d. hafður á í Finnlandi, Hollandi og á Írlandi en á vefnum thjodaratkvaedi.is eru þau lönd tekin sem dæmi um hvar persónukjör sé „alls ráðandi“. Mér þykir löngu tímabært að tilskilinn fjöldi atkvæðabærra manna, karla og kvenna, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp frá Alþingi. Reyndar sakna ég, í tillögum stjórnlagaráðs, ákvæðis um að stjórnarskrárbreytingar skuli alltaf settar í þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig að skilyrt sé hve margir þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist marktæk. Enn er þó eftir að svara því hvað mér finnst um höfuðspurninguna: Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Guðmundur Andri, þeirri spurningu ætla ég að svara neitandi. Ekki vegna þess að mér finnst allt ómögulegt sem frá stjórnlagaráði komi. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð. Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins. Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt. Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru rangar og allar fullyrðingar um hún hafi verið sett sem e.k. bráðabirgðastjórnarskrá eru einnig rangar. Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram. Guðmundur Andri leggur málið þannig upp að við getum kosið um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs, látið fræðimönnum eftir að skrifa nýja stjórnarskrá eða haldið þeirri gömlu óbreyttri. Þetta er rangt hjá Guðmundi Andra. Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka. Að sjálfsögðu er kominn tími á ýmsar breytingar og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem Pétur Blöndal flutti á Alþingi í síðasta mánuði, með stuðningi 16 annarra þingmanna úr þremur þingflokkum. Þar er lagt til að allar stjórnarskrárbreytingar skuli lagðar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta finnst mér tímabært svar við kröfu samtímans um aukið beint lýðræði. Guðmundur Andri, við munum sem sagt báðir mæta til að greiða atkvæði þann tuttugasta október næstkomandi en mér finnst að ég eigi að segja nei og ég ætla að segja nei.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun