Hvað finnst mér? 16. október 2012 06:00 Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“ Mér er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu Guðmundar Andra og ætla að gera það hér í stuttu máli. Það er nefnilega ekki oft, sem við Guðmundur Andri erum sammála. Satt að segja man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma verið sammála skrifum Guðmundar Andra. Í þetta sinn erum við þó sammála um eitt. Og það er að mæta á kjörstað þann 20. október næstkomandi. En þar með er líklega upptalið. Mér þykja ýmsar af þeim spurningum, sem velt er upp, áhugaverðar og hef vissulega skoðun á þeim. Mér finnst t.a.m. löngu tímabært að skilgreina hugtökin þjóðareign og auðlind og gera okkur síðan grein fyrir því hvernig auðlindir okkar mega sem bezt nýtast þjóðinni í heild sinni. Ég hef líka skoðun á því hvort eitt trúfélag umfram önnur eigi að eiga sérákvæði í stjórnarskrá. Þá getur verið spennandi að hafa eitthvað meira um það að segja hvaða persónur veljast í kosin embætti. Ég sé samt ekki að slíkt ákvæði eigi heima í stjórnarskrá. Það er eðlilegra að það sé í kosningalögum. Sá háttur er t.d. hafður á í Finnlandi, Hollandi og á Írlandi en á vefnum thjodaratkvaedi.is eru þau lönd tekin sem dæmi um hvar persónukjör sé „alls ráðandi“. Mér þykir löngu tímabært að tilskilinn fjöldi atkvæðabærra manna, karla og kvenna, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp frá Alþingi. Reyndar sakna ég, í tillögum stjórnlagaráðs, ákvæðis um að stjórnarskrárbreytingar skuli alltaf settar í þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig að skilyrt sé hve margir þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist marktæk. Enn er þó eftir að svara því hvað mér finnst um höfuðspurninguna: Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Guðmundur Andri, þeirri spurningu ætla ég að svara neitandi. Ekki vegna þess að mér finnst allt ómögulegt sem frá stjórnlagaráði komi. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð. Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins. Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt. Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru rangar og allar fullyrðingar um hún hafi verið sett sem e.k. bráðabirgðastjórnarskrá eru einnig rangar. Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram. Guðmundur Andri leggur málið þannig upp að við getum kosið um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs, látið fræðimönnum eftir að skrifa nýja stjórnarskrá eða haldið þeirri gömlu óbreyttri. Þetta er rangt hjá Guðmundi Andra. Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka. Að sjálfsögðu er kominn tími á ýmsar breytingar og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem Pétur Blöndal flutti á Alþingi í síðasta mánuði, með stuðningi 16 annarra þingmanna úr þremur þingflokkum. Þar er lagt til að allar stjórnarskrárbreytingar skuli lagðar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta finnst mér tímabært svar við kröfu samtímans um aukið beint lýðræði. Guðmundur Andri, við munum sem sagt báðir mæta til að greiða atkvæði þann tuttugasta október næstkomandi en mér finnst að ég eigi að segja nei og ég ætla að segja nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“ Mér er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu Guðmundar Andra og ætla að gera það hér í stuttu máli. Það er nefnilega ekki oft, sem við Guðmundur Andri erum sammála. Satt að segja man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma verið sammála skrifum Guðmundar Andra. Í þetta sinn erum við þó sammála um eitt. Og það er að mæta á kjörstað þann 20. október næstkomandi. En þar með er líklega upptalið. Mér þykja ýmsar af þeim spurningum, sem velt er upp, áhugaverðar og hef vissulega skoðun á þeim. Mér finnst t.a.m. löngu tímabært að skilgreina hugtökin þjóðareign og auðlind og gera okkur síðan grein fyrir því hvernig auðlindir okkar mega sem bezt nýtast þjóðinni í heild sinni. Ég hef líka skoðun á því hvort eitt trúfélag umfram önnur eigi að eiga sérákvæði í stjórnarskrá. Þá getur verið spennandi að hafa eitthvað meira um það að segja hvaða persónur veljast í kosin embætti. Ég sé samt ekki að slíkt ákvæði eigi heima í stjórnarskrá. Það er eðlilegra að það sé í kosningalögum. Sá háttur er t.d. hafður á í Finnlandi, Hollandi og á Írlandi en á vefnum thjodaratkvaedi.is eru þau lönd tekin sem dæmi um hvar persónukjör sé „alls ráðandi“. Mér þykir löngu tímabært að tilskilinn fjöldi atkvæðabærra manna, karla og kvenna, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp frá Alþingi. Reyndar sakna ég, í tillögum stjórnlagaráðs, ákvæðis um að stjórnarskrárbreytingar skuli alltaf settar í þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig að skilyrt sé hve margir þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist marktæk. Enn er þó eftir að svara því hvað mér finnst um höfuðspurninguna: Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Guðmundur Andri, þeirri spurningu ætla ég að svara neitandi. Ekki vegna þess að mér finnst allt ómögulegt sem frá stjórnlagaráði komi. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð. Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins. Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt. Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru rangar og allar fullyrðingar um hún hafi verið sett sem e.k. bráðabirgðastjórnarskrá eru einnig rangar. Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram. Guðmundur Andri leggur málið þannig upp að við getum kosið um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs, látið fræðimönnum eftir að skrifa nýja stjórnarskrá eða haldið þeirri gömlu óbreyttri. Þetta er rangt hjá Guðmundi Andra. Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka. Að sjálfsögðu er kominn tími á ýmsar breytingar og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem Pétur Blöndal flutti á Alþingi í síðasta mánuði, með stuðningi 16 annarra þingmanna úr þremur þingflokkum. Þar er lagt til að allar stjórnarskrárbreytingar skuli lagðar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta finnst mér tímabært svar við kröfu samtímans um aukið beint lýðræði. Guðmundur Andri, við munum sem sagt báðir mæta til að greiða atkvæði þann tuttugasta október næstkomandi en mér finnst að ég eigi að segja nei og ég ætla að segja nei.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun