Svo margt sameiginlegt Stefan Füle skrifar 11. október 2012 00:00 Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar