Komandi kosningar – JÁ eða NEI? Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2012 00:00 Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Íslenska stjórnarskráin er 138 ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið viðbætur og breytingar alls sjö sinnum. Á líftíma íslensku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir íslensku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim. Samt sem áður getur verið skynsamlegt að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni til breytinga – þó það geti vart talist vera lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og Stjórnlagaráð hafa unnið vel og komið fram með margar, góðar hugmyndir – en aðrar miður góðar. Nú á að fara að greiða atkvæði um tiltekna efnisþætti. Og hvað á fólk að gera? Þorvaldur Gylfason og fleiri Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir, sem segja JÁ við spurningunni um hvort leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar við meðferð Alþingis á málinu séu að lýsa fortakslausum stuðningi sínum við öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim megi alþingismenn því á engan hátt breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því þó ég sé sammála sumum tillögunum er ég ósammála öðrum. Reimar Pétursson og aðrir skoðanabræður hans segja að ef sagt sé NEI við sömu spurningu sé það höfnun á tillögum Stjórnlagaráðs og þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir. Ég get þá ekki heldur sagt NEI, því þó ég sé ósammála sumum tillögunum er ég sammála öðrum og vil ekki að mikilli og góðri vinnu Þjóðfundarins og Stjórnlagaráðs verði hent út í hafsauga. Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI eins og málið er kynnt fyrir þjóðinni og svo mun fleirum farið. Nú er það svo, að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er stjórnarskrárgjafinn Alþingi. Þeim fyrirmælum verður að fylgja. Þarna verður Alþingi sem sé að kveða upp sinn dóm. Hver verða viðbrögð Alþingis við niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar? Telur Alþingi að ef meirihlutinn segi JÁ við umræddri spurningu sé Alþingi þar með óheimilt að hnika til eða breyta tillögum Stjórnlagaráðs? Telur Alþingi, að ef meirihlutinn segir NEI eigi Alþingi ekkert tillit að taka til tillagna Stjórnlagaráðsins og ekkert mið hafa af tillögum þess við framhaldsmeðferð málsins? Ég sé ekki hvernig hægt er að ganga til atkvæða á forsendum þeirra Þorvaldar og Reimars. Í lýðræðislandi má ekki og á ekki að efna til atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál með jafn mikilli óvissu um hvað afstaða hvers og eins raunverulega þýðir. Æðsti lýðræðisvettvangur þjóðarinnar er Alþingi. Þaðan verður að koma leiðsögn um hvernig túlka ber afstöðu kjósenda í komandi kosningum og sú leiðsögn verður að koma áður en gengið er til kosninganna. Forseti Alþingis er rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú rödd?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun