Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar 10. október 2012 00:00 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar