Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar 10. október 2012 00:00 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun