Ferðaþjónustuskattar: Tillaga við stef Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar 2. október 2012 06:00 Stefið hefur að undanförnu verið að finna þurfi fleiri aura, nú sé komið að því að skattleggja ferðaþjónustuna frekar. Við því er kannski ekkert að segja. Ef þörf er á að fá aukið fé í kassann, og fá erlenda ferðamenn til að skilja meira eftir sig, þá er aukin skattlagning á ferðaþjónustuna áreiðanlega leið að því marki. Klasse statt Masse, eins og Þjóðverjar segja. Ég sé þó ekki betur en að skattmann sé á villigötum bæði varðandi hækkun virðisaukaskatts í gistingu og í bílaleigumálum. Þar eru nefnilega ferðamenn að greiða skatt sem nýtist einhverjum öðrum, burtséð frá því að sumir ferðamenn falla ekki undir notendur þessarar þjónustu. Hin hliðin sem rædd hefur verið er að gjald verði lagt á heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði, sbr.: „þeir borga sem njóta“. Það er snöggtum skynsamlegra heldur en hækkun virðisaukaskatts hér og þar. En þá myndu einnig margir sleppa við að leggja sitt af mörkum, einfaldlega með því að heimsækja ekki þessa vinsælu staði og beina umferð sinni frekar um viðkvæm og óskipulögð svæði. Og ekki má gleyma öllu hringlinu í kringum gjaldheimtuna. Allt Ísland með sínum fjölbreytileika í náttúru og sínum miklu víðáttum er í raun ígildi þjóðgarðs. Ef nauðsyn krefur er skynsamlegast að rukkað sé fyrir aðgang að þessu þjóðgarðsígildi – „þeir borga sem njóta“. Það verður eingöngu gert með komuskatti til Íslands á alla flug- og skipafarþega. Það sem með því vinnst er tiltölulega einföld og sanngjörn skattheimta, þó svo að ekki teljist allir til ferðamanna sem sækja landið heim. Slíkan skatt mætti að auki nota til að jafna árstíðasveifluna í komu ferðamanna, og hafa hann lægri að vetri en sumri. Eins hvetur þetta til lengri dvalar í landinu, þar sem upphæðin er sú sama hvort sem dvalið er lengur eða skemur. Ég hef alla tíð verið mótfallinn aukinni skattheimtu á erlenda ferðamenn, fundist þeirra hlutdeild í greiðslu virðisaukaskatts á allar vörur vera nógur skerfur til okkar samfélags. En ef markvisst á að gera Ísland dýrara fyrir ferðamenn, þá er þetta leiðin; skatturinn sem Össur reifaði fyrst fyrir hartnær fjórum árum sem atvinnuvegaráðherra og var alfarið hafnað af ferðaþjónustunni. Svo lengi má hnoða leir að hann verði meyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Stefið hefur að undanförnu verið að finna þurfi fleiri aura, nú sé komið að því að skattleggja ferðaþjónustuna frekar. Við því er kannski ekkert að segja. Ef þörf er á að fá aukið fé í kassann, og fá erlenda ferðamenn til að skilja meira eftir sig, þá er aukin skattlagning á ferðaþjónustuna áreiðanlega leið að því marki. Klasse statt Masse, eins og Þjóðverjar segja. Ég sé þó ekki betur en að skattmann sé á villigötum bæði varðandi hækkun virðisaukaskatts í gistingu og í bílaleigumálum. Þar eru nefnilega ferðamenn að greiða skatt sem nýtist einhverjum öðrum, burtséð frá því að sumir ferðamenn falla ekki undir notendur þessarar þjónustu. Hin hliðin sem rædd hefur verið er að gjald verði lagt á heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði, sbr.: „þeir borga sem njóta“. Það er snöggtum skynsamlegra heldur en hækkun virðisaukaskatts hér og þar. En þá myndu einnig margir sleppa við að leggja sitt af mörkum, einfaldlega með því að heimsækja ekki þessa vinsælu staði og beina umferð sinni frekar um viðkvæm og óskipulögð svæði. Og ekki má gleyma öllu hringlinu í kringum gjaldheimtuna. Allt Ísland með sínum fjölbreytileika í náttúru og sínum miklu víðáttum er í raun ígildi þjóðgarðs. Ef nauðsyn krefur er skynsamlegast að rukkað sé fyrir aðgang að þessu þjóðgarðsígildi – „þeir borga sem njóta“. Það verður eingöngu gert með komuskatti til Íslands á alla flug- og skipafarþega. Það sem með því vinnst er tiltölulega einföld og sanngjörn skattheimta, þó svo að ekki teljist allir til ferðamanna sem sækja landið heim. Slíkan skatt mætti að auki nota til að jafna árstíðasveifluna í komu ferðamanna, og hafa hann lægri að vetri en sumri. Eins hvetur þetta til lengri dvalar í landinu, þar sem upphæðin er sú sama hvort sem dvalið er lengur eða skemur. Ég hef alla tíð verið mótfallinn aukinni skattheimtu á erlenda ferðamenn, fundist þeirra hlutdeild í greiðslu virðisaukaskatts á allar vörur vera nógur skerfur til okkar samfélags. En ef markvisst á að gera Ísland dýrara fyrir ferðamenn, þá er þetta leiðin; skatturinn sem Össur reifaði fyrst fyrir hartnær fjórum árum sem atvinnuvegaráðherra og var alfarið hafnað af ferðaþjónustunni. Svo lengi má hnoða leir að hann verði meyr.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun