Ferðaþjónustuskattar: Tillaga við stef Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar 2. október 2012 06:00 Stefið hefur að undanförnu verið að finna þurfi fleiri aura, nú sé komið að því að skattleggja ferðaþjónustuna frekar. Við því er kannski ekkert að segja. Ef þörf er á að fá aukið fé í kassann, og fá erlenda ferðamenn til að skilja meira eftir sig, þá er aukin skattlagning á ferðaþjónustuna áreiðanlega leið að því marki. Klasse statt Masse, eins og Þjóðverjar segja. Ég sé þó ekki betur en að skattmann sé á villigötum bæði varðandi hækkun virðisaukaskatts í gistingu og í bílaleigumálum. Þar eru nefnilega ferðamenn að greiða skatt sem nýtist einhverjum öðrum, burtséð frá því að sumir ferðamenn falla ekki undir notendur þessarar þjónustu. Hin hliðin sem rædd hefur verið er að gjald verði lagt á heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði, sbr.: „þeir borga sem njóta“. Það er snöggtum skynsamlegra heldur en hækkun virðisaukaskatts hér og þar. En þá myndu einnig margir sleppa við að leggja sitt af mörkum, einfaldlega með því að heimsækja ekki þessa vinsælu staði og beina umferð sinni frekar um viðkvæm og óskipulögð svæði. Og ekki má gleyma öllu hringlinu í kringum gjaldheimtuna. Allt Ísland með sínum fjölbreytileika í náttúru og sínum miklu víðáttum er í raun ígildi þjóðgarðs. Ef nauðsyn krefur er skynsamlegast að rukkað sé fyrir aðgang að þessu þjóðgarðsígildi – „þeir borga sem njóta“. Það verður eingöngu gert með komuskatti til Íslands á alla flug- og skipafarþega. Það sem með því vinnst er tiltölulega einföld og sanngjörn skattheimta, þó svo að ekki teljist allir til ferðamanna sem sækja landið heim. Slíkan skatt mætti að auki nota til að jafna árstíðasveifluna í komu ferðamanna, og hafa hann lægri að vetri en sumri. Eins hvetur þetta til lengri dvalar í landinu, þar sem upphæðin er sú sama hvort sem dvalið er lengur eða skemur. Ég hef alla tíð verið mótfallinn aukinni skattheimtu á erlenda ferðamenn, fundist þeirra hlutdeild í greiðslu virðisaukaskatts á allar vörur vera nógur skerfur til okkar samfélags. En ef markvisst á að gera Ísland dýrara fyrir ferðamenn, þá er þetta leiðin; skatturinn sem Össur reifaði fyrst fyrir hartnær fjórum árum sem atvinnuvegaráðherra og var alfarið hafnað af ferðaþjónustunni. Svo lengi má hnoða leir að hann verði meyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stefið hefur að undanförnu verið að finna þurfi fleiri aura, nú sé komið að því að skattleggja ferðaþjónustuna frekar. Við því er kannski ekkert að segja. Ef þörf er á að fá aukið fé í kassann, og fá erlenda ferðamenn til að skilja meira eftir sig, þá er aukin skattlagning á ferðaþjónustuna áreiðanlega leið að því marki. Klasse statt Masse, eins og Þjóðverjar segja. Ég sé þó ekki betur en að skattmann sé á villigötum bæði varðandi hækkun virðisaukaskatts í gistingu og í bílaleigumálum. Þar eru nefnilega ferðamenn að greiða skatt sem nýtist einhverjum öðrum, burtséð frá því að sumir ferðamenn falla ekki undir notendur þessarar þjónustu. Hin hliðin sem rædd hefur verið er að gjald verði lagt á heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði, sbr.: „þeir borga sem njóta“. Það er snöggtum skynsamlegra heldur en hækkun virðisaukaskatts hér og þar. En þá myndu einnig margir sleppa við að leggja sitt af mörkum, einfaldlega með því að heimsækja ekki þessa vinsælu staði og beina umferð sinni frekar um viðkvæm og óskipulögð svæði. Og ekki má gleyma öllu hringlinu í kringum gjaldheimtuna. Allt Ísland með sínum fjölbreytileika í náttúru og sínum miklu víðáttum er í raun ígildi þjóðgarðs. Ef nauðsyn krefur er skynsamlegast að rukkað sé fyrir aðgang að þessu þjóðgarðsígildi – „þeir borga sem njóta“. Það verður eingöngu gert með komuskatti til Íslands á alla flug- og skipafarþega. Það sem með því vinnst er tiltölulega einföld og sanngjörn skattheimta, þó svo að ekki teljist allir til ferðamanna sem sækja landið heim. Slíkan skatt mætti að auki nota til að jafna árstíðasveifluna í komu ferðamanna, og hafa hann lægri að vetri en sumri. Eins hvetur þetta til lengri dvalar í landinu, þar sem upphæðin er sú sama hvort sem dvalið er lengur eða skemur. Ég hef alla tíð verið mótfallinn aukinni skattheimtu á erlenda ferðamenn, fundist þeirra hlutdeild í greiðslu virðisaukaskatts á allar vörur vera nógur skerfur til okkar samfélags. En ef markvisst á að gera Ísland dýrara fyrir ferðamenn, þá er þetta leiðin; skatturinn sem Össur reifaði fyrst fyrir hartnær fjórum árum sem atvinnuvegaráðherra og var alfarið hafnað af ferðaþjónustunni. Svo lengi má hnoða leir að hann verði meyr.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun