Ástand löggæslumála á Suðurlandi 29. september 2012 06:00 Stjórn Lögreglufélags Suðurlands kom saman á fundi þann 19. september sl. til þess að ræða grafalvarlegt og versnandi ástand löggæslumála á Suðurlandi sem orsakast af áralöngu fjársvelti. Er svo komið að íbúum og lögreglumönnum er hætta búin vegna fækkunar lögreglumanna við embættin. Þá er samdráttar- og niðurskurðarkrafa innan lögreglu orðin svo að lögreglumenn geta vart sinnt eiðsvörnu og lögbundnu hlutverki sínu. Við embætti lögreglustjórans á Selfossi hefur lögreglumönnum fækkað úr 28 árið 2007 niður í 20. Voru þá á vakt 5 lögreglumenn virka daga en 7 lögreglumenn um helgar. Nú eru 3 til 4 lögreglumenn á vakt í miðri viku og 5 um helgar. Við embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli voru, árið 2007, 9 lögreglumenn en telja nú 7 lögreglumenn. Eru þá jafnan 3 lögreglumenn á vakt, 2 staðsettir á Hvolsvelli og 1 á Kirkjubæjarklaustri. Er þessi þróun umhugsunarverð í ljósi þess að íbúum með fasta búsetu hefur fjölgað talsvert frá ári til árs, og eru þá ótaldir þeir sem hafa hér dvalarstað eða aðsetur talsverðan hluta ársins í u.þ.b. 7.500 sumarhúsum sem finnast á Suðurlandi. Þá er það staðreynd að yfir helmingur þeirra sem lögreglan á Suðurlandi hefur afskipti af er ekki búsettur innan umdæmanna. Suðurland býr yfir nokkrum fegurstu náttúruperlum Íslands og hefur umferð ferðamanna, innlendra sem erlendra, stóraukist síðari ár. Telja ýmsir innan ferðaþjónustugeirans að allt að 70-80% allra erlendra ferðamanna á Íslandi (72% samkvæmt könnun Ferðamálastofu árið 2011) hafi viðdvöl á Suðurlandi til lengri eða skemmri tíma, allan ársins hring. Samkvæmt heimasíðu Ferðamálastofu (http://www.ferdamalastofa.is/Category.mvc/Display/503) var heildarfjöldi erlendra gesta 565.611 manns árið 2011. Ef við reiknum með að 70% þeirra hafi lagt leið sína um Suðurland þá gera það um 400 þúsund manns. Síðustu ár hefur fjársvelti og misskipting fjármagns til lögreglu komið illa niður á embættum lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli og er löggæsla hér nú í lágmarki. Dregið hefur verið saman í akstri lögreglubifreiða en það þýðir að sýnileiki lögreglu minnkar sem og eftirlit og löggæsla. Fækkun lögreglumanna hefur sömu áhrif auk þess sem þjónusta við almenna borgara verður lakari. Hæfir lögreglumenn verða nauðbeygðir til að yfirgefa starfið vegna sífelldrar niðurskurðar- og hagræðingarkröfu sem og versnandi starfsskilyrða og stóraukins álags á þá sem og fjölskyldur þeirra. Það er dapurlegur raunveruleiki lögreglumanns að þurfa að velja milli tveggja, jafnvel þriggja, slysa eftir því hvert þeirra hljómar alvarlegast og geta ekki sinnt hinum. Einkar áhugavert er að líta yfir fjárlög komandi árs og bera saman fjárveitingar lögregluembættanna miðað við fjölda íbúa með skráð lögheimili innan hvers lögregluumdæmis eins og sá íbúafjöldi birtist þann 1. janúar 2012 skv. Hagstofu Íslands. Sá samanburður er sláandi og misræmið talsvert. Lögreglustjórinn á Selfossi fær til ráðstöfunar 262,9 milljónir króna. Sé þeirri upphæð deilt niður á þá 15.198 íbúa umdæmisins verður krónutalan 17.298 krónur á hvern íbúa. Við embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli er krónuleg staða eilítið skárri eða 27.717 krónur á hvern íbúa. Þó þarf að taka með í þann reikning að umdæmið er víðfeðmt og strjálbýlt. Við þessar fjárveitingar er ekki gert ráð fyrir þeim fjölda fólks sem hér dvelur reglulega í sumarhúsum sínum árið um kring né stóraukins fjölda erlendra ferðamanna. Sé horft til umdæmis lögreglustjórans á Suðurnesjum er krónutalan 49.208 krónur á hvern íbúa (fjárlög gera ráð fyrir 1.047 milljónum sem deilast niður á 21.277 íbúa). Í því samhengi þarf þess réttilega að geta að miðstöð millilandaflugs er á Suðurnesjum og mikill fjöldi ferðamanna fer um umdæmið ár hvert á leið sinni til annarra lögregluumdæma. Sú fjárhæð sem liggur að baki hverjum íbúa á Suðurnesjum er nærri því sem eðlilegt mætti teljast fyrir löggæslu á landsvísu. Lögreglufélag Suðurlands lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstjórnir embætta lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli sem rekið hafa embættin þrátt fyrir minnkandi fjárveitingar og stöðugar kröfur um hagræðingu og niðurskurð. Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands og fjárveitingarvaldið til ábyrgðar á ofangreindum raunveruleika og varpar þeirri spurningu fram, hvort þingmenn telji að núverandi ástand sé ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland. Auk þess kallar Lögreglufélag Suðurlands eftir tillögum til úrlausna og bóta frá Alþingi og þingmönnum suðurkjördæmis. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórn Lögreglufélags Suðurlands kom saman á fundi þann 19. september sl. til þess að ræða grafalvarlegt og versnandi ástand löggæslumála á Suðurlandi sem orsakast af áralöngu fjársvelti. Er svo komið að íbúum og lögreglumönnum er hætta búin vegna fækkunar lögreglumanna við embættin. Þá er samdráttar- og niðurskurðarkrafa innan lögreglu orðin svo að lögreglumenn geta vart sinnt eiðsvörnu og lögbundnu hlutverki sínu. Við embætti lögreglustjórans á Selfossi hefur lögreglumönnum fækkað úr 28 árið 2007 niður í 20. Voru þá á vakt 5 lögreglumenn virka daga en 7 lögreglumenn um helgar. Nú eru 3 til 4 lögreglumenn á vakt í miðri viku og 5 um helgar. Við embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli voru, árið 2007, 9 lögreglumenn en telja nú 7 lögreglumenn. Eru þá jafnan 3 lögreglumenn á vakt, 2 staðsettir á Hvolsvelli og 1 á Kirkjubæjarklaustri. Er þessi þróun umhugsunarverð í ljósi þess að íbúum með fasta búsetu hefur fjölgað talsvert frá ári til árs, og eru þá ótaldir þeir sem hafa hér dvalarstað eða aðsetur talsverðan hluta ársins í u.þ.b. 7.500 sumarhúsum sem finnast á Suðurlandi. Þá er það staðreynd að yfir helmingur þeirra sem lögreglan á Suðurlandi hefur afskipti af er ekki búsettur innan umdæmanna. Suðurland býr yfir nokkrum fegurstu náttúruperlum Íslands og hefur umferð ferðamanna, innlendra sem erlendra, stóraukist síðari ár. Telja ýmsir innan ferðaþjónustugeirans að allt að 70-80% allra erlendra ferðamanna á Íslandi (72% samkvæmt könnun Ferðamálastofu árið 2011) hafi viðdvöl á Suðurlandi til lengri eða skemmri tíma, allan ársins hring. Samkvæmt heimasíðu Ferðamálastofu (http://www.ferdamalastofa.is/Category.mvc/Display/503) var heildarfjöldi erlendra gesta 565.611 manns árið 2011. Ef við reiknum með að 70% þeirra hafi lagt leið sína um Suðurland þá gera það um 400 þúsund manns. Síðustu ár hefur fjársvelti og misskipting fjármagns til lögreglu komið illa niður á embættum lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli og er löggæsla hér nú í lágmarki. Dregið hefur verið saman í akstri lögreglubifreiða en það þýðir að sýnileiki lögreglu minnkar sem og eftirlit og löggæsla. Fækkun lögreglumanna hefur sömu áhrif auk þess sem þjónusta við almenna borgara verður lakari. Hæfir lögreglumenn verða nauðbeygðir til að yfirgefa starfið vegna sífelldrar niðurskurðar- og hagræðingarkröfu sem og versnandi starfsskilyrða og stóraukins álags á þá sem og fjölskyldur þeirra. Það er dapurlegur raunveruleiki lögreglumanns að þurfa að velja milli tveggja, jafnvel þriggja, slysa eftir því hvert þeirra hljómar alvarlegast og geta ekki sinnt hinum. Einkar áhugavert er að líta yfir fjárlög komandi árs og bera saman fjárveitingar lögregluembættanna miðað við fjölda íbúa með skráð lögheimili innan hvers lögregluumdæmis eins og sá íbúafjöldi birtist þann 1. janúar 2012 skv. Hagstofu Íslands. Sá samanburður er sláandi og misræmið talsvert. Lögreglustjórinn á Selfossi fær til ráðstöfunar 262,9 milljónir króna. Sé þeirri upphæð deilt niður á þá 15.198 íbúa umdæmisins verður krónutalan 17.298 krónur á hvern íbúa. Við embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli er krónuleg staða eilítið skárri eða 27.717 krónur á hvern íbúa. Þó þarf að taka með í þann reikning að umdæmið er víðfeðmt og strjálbýlt. Við þessar fjárveitingar er ekki gert ráð fyrir þeim fjölda fólks sem hér dvelur reglulega í sumarhúsum sínum árið um kring né stóraukins fjölda erlendra ferðamanna. Sé horft til umdæmis lögreglustjórans á Suðurnesjum er krónutalan 49.208 krónur á hvern íbúa (fjárlög gera ráð fyrir 1.047 milljónum sem deilast niður á 21.277 íbúa). Í því samhengi þarf þess réttilega að geta að miðstöð millilandaflugs er á Suðurnesjum og mikill fjöldi ferðamanna fer um umdæmið ár hvert á leið sinni til annarra lögregluumdæma. Sú fjárhæð sem liggur að baki hverjum íbúa á Suðurnesjum er nærri því sem eðlilegt mætti teljast fyrir löggæslu á landsvísu. Lögreglufélag Suðurlands lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstjórnir embætta lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli sem rekið hafa embættin þrátt fyrir minnkandi fjárveitingar og stöðugar kröfur um hagræðingu og niðurskurð. Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands og fjárveitingarvaldið til ábyrgðar á ofangreindum raunveruleika og varpar þeirri spurningu fram, hvort þingmenn telji að núverandi ástand sé ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland. Auk þess kallar Lögreglufélag Suðurlands eftir tillögum til úrlausna og bóta frá Alþingi og þingmönnum suðurkjördæmis. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun