Norðurslóðamiðstöð á Akureyri Kristján Möller skrifar 24. september 2012 05:45 Akureyri er þegar orðin segull fyrir norðurslóðavísindi. Og við vinnum markvisst að því á mörgum vígstöðvum að höfuðstaður Norðurlands og nærsvæði verði að alþjóðlegri norðurslóðamiðstöð. Því er haldið fram að þjónusta við rannsóknarskip og aðra umferð vegna umsvifa á norðurslóðum hafi dregið um einn og hálfan milljarð króna inn í veltuna á Eyjafjarðarsvæðinu á síðasta ári. Það sem þangað dregur eru afburða iðnaðarmenn, góð höfn, háskóli, fyrsta flokks sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta og alþjóðaflugvöllur. Rúmt ár er nú liðið frá því að Alþingi samþykkti einróma stefnu í málefnum norðurslóða fyrir skelegga forgöngu utanríkisráðherra. Markmiðið er að Íslendingar framleiði mikil verðmæti sem rekja má til norðurslóða, með vinnslu á olíu og gasi, með þjónustu við starfsemi annarra þjóða á þessu svæði og með öflugu framlagi til vísinda, rannsókna, umhverfisverndar og björgunarstarfa. Væntanlega munu nýjar siglingaleiðir og boranir eftir olíu við Austur-Grænland, við Jan Mayen og á Drekasvæðinu skapa stórkostleg tækifæri á nokkrum stöðum á Norður- og Austurlandi fyrr en varir. Þar er þó að mörgu að hyggja og vanda þarf alla stefnumótun og hvert skref. Akureyri er orðin miðstöð Íslendinga í norðurslóðasamstarfi. Viðurkenning á þeirri sérstöðu var undirstrikuð fyrr í mánuðinum þegar þingmannanefnd aðildarlanda norðurskautsráðsins hélt glæsilegan ársfund sinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi verkefna var settur á dagskrá. Háskólinn á Akureyri eflist stöðugt á þessu sviði og stofnunum sem tengjast norðurslóðum fjölgar í Borgum, nýsköpunar- og rannsóknarhúsi háskólans. Mikilvægt frumkvæði Háskólans felst m.a. í því að hann býður upp á framhaldsnám í heimskautarétti sem er einstætt í heiminum. Utanríkisráðherra hefur sagt opinberlega að á næstu árum muni fleiri verkefni sem tengjast norðurskautsráðinu verða fest á Akureyri. Eftir því sem þessari starfsemi vex fiskur um hrygg verkar orðspor hennar sem segull á fleiri og fjölþættari verkefni og skapar ný störf. Frumkvöðlarnir á Akureyri hafa rutt brautina. Með norðurslóðastefnuna að bakhjarli verður stuðlað að því með ráðum og dáð að á Akureyri þróist öflug alþjóðleg norðurslóðamiðstöð. Það er sannfæring mín að þjónusta við norðurslóðir verði ein af helstu atvinnugreinum á Norðausturlandi þegar fram líða stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Akureyri er þegar orðin segull fyrir norðurslóðavísindi. Og við vinnum markvisst að því á mörgum vígstöðvum að höfuðstaður Norðurlands og nærsvæði verði að alþjóðlegri norðurslóðamiðstöð. Því er haldið fram að þjónusta við rannsóknarskip og aðra umferð vegna umsvifa á norðurslóðum hafi dregið um einn og hálfan milljarð króna inn í veltuna á Eyjafjarðarsvæðinu á síðasta ári. Það sem þangað dregur eru afburða iðnaðarmenn, góð höfn, háskóli, fyrsta flokks sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta og alþjóðaflugvöllur. Rúmt ár er nú liðið frá því að Alþingi samþykkti einróma stefnu í málefnum norðurslóða fyrir skelegga forgöngu utanríkisráðherra. Markmiðið er að Íslendingar framleiði mikil verðmæti sem rekja má til norðurslóða, með vinnslu á olíu og gasi, með þjónustu við starfsemi annarra þjóða á þessu svæði og með öflugu framlagi til vísinda, rannsókna, umhverfisverndar og björgunarstarfa. Væntanlega munu nýjar siglingaleiðir og boranir eftir olíu við Austur-Grænland, við Jan Mayen og á Drekasvæðinu skapa stórkostleg tækifæri á nokkrum stöðum á Norður- og Austurlandi fyrr en varir. Þar er þó að mörgu að hyggja og vanda þarf alla stefnumótun og hvert skref. Akureyri er orðin miðstöð Íslendinga í norðurslóðasamstarfi. Viðurkenning á þeirri sérstöðu var undirstrikuð fyrr í mánuðinum þegar þingmannanefnd aðildarlanda norðurskautsráðsins hélt glæsilegan ársfund sinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi verkefna var settur á dagskrá. Háskólinn á Akureyri eflist stöðugt á þessu sviði og stofnunum sem tengjast norðurslóðum fjölgar í Borgum, nýsköpunar- og rannsóknarhúsi háskólans. Mikilvægt frumkvæði Háskólans felst m.a. í því að hann býður upp á framhaldsnám í heimskautarétti sem er einstætt í heiminum. Utanríkisráðherra hefur sagt opinberlega að á næstu árum muni fleiri verkefni sem tengjast norðurskautsráðinu verða fest á Akureyri. Eftir því sem þessari starfsemi vex fiskur um hrygg verkar orðspor hennar sem segull á fleiri og fjölþættari verkefni og skapar ný störf. Frumkvöðlarnir á Akureyri hafa rutt brautina. Með norðurslóðastefnuna að bakhjarli verður stuðlað að því með ráðum og dáð að á Akureyri þróist öflug alþjóðleg norðurslóðamiðstöð. Það er sannfæring mín að þjónusta við norðurslóðir verði ein af helstu atvinnugreinum á Norðausturlandi þegar fram líða stundir.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar