Velsæld og lífskjör Ólafur Páll Jónsson skrifar 21. september 2012 10:45 Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar