Velsæld og lífskjör Ólafur Páll Jónsson skrifar 21. september 2012 10:45 Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar