Mikilvægi tungumálanáms og –kennslu Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). Þegar samfélagsþróun á Íslandi á síðustu árum er skoðuð blasir við að þekking á sem flestum tungumálum verður æ mikilvægari í ljósi þess að samsetning íbúanna breytist, þátttaka Íslands og Íslendinga á alþjóðavettvangi eykst og hingað flykkjast hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Við höfum einsett okkur að veita þessum gestum fyrirmyndarþjónustu og –aðgengi að landinu, menningu þess og þjóðlífi. En þessir gestir tala ekki íslensku og margir þeirra tala ekki annað en eigið móðurmál. Dæmin eru fjölmörg og það kemur mörgu því kornunga fólki sem vinnur við ferðaþjónustu á Íslandi í opna skjöldu að uppgötva að fólk frá nágrannalöndum okkar eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni skuli ekki tala annað en sitt eigið móðurmál. En sú er raunin og það er á okkar ábyrgð að undirbúa starfsfólk ferðaþjónustunnar fyrir móttöku þeirra með því að kenna íslenskum ungmennum sem flest tungumál – og það vel. Við munum njóta meiri virðingar og velvilja fyrir vikið. Grunnur að tungumálafærni Íslendinga er lagður í grunn- og framhaldsskólum og þar má ekki slá slöku við því að við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál. Þar er að finna langar og stuttar námsleiðir, einvalalið sérmenntaðra kennara sem allir hafa dvalið langdvölum við erlenda háskóla og þekkja menningu, þjóðlíf og sögu fjölmargra landa, þjóða, málsvæða og heimsálfa. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því að við höfum allt sem til þarf við höndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). Þegar samfélagsþróun á Íslandi á síðustu árum er skoðuð blasir við að þekking á sem flestum tungumálum verður æ mikilvægari í ljósi þess að samsetning íbúanna breytist, þátttaka Íslands og Íslendinga á alþjóðavettvangi eykst og hingað flykkjast hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Við höfum einsett okkur að veita þessum gestum fyrirmyndarþjónustu og –aðgengi að landinu, menningu þess og þjóðlífi. En þessir gestir tala ekki íslensku og margir þeirra tala ekki annað en eigið móðurmál. Dæmin eru fjölmörg og það kemur mörgu því kornunga fólki sem vinnur við ferðaþjónustu á Íslandi í opna skjöldu að uppgötva að fólk frá nágrannalöndum okkar eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni skuli ekki tala annað en sitt eigið móðurmál. En sú er raunin og það er á okkar ábyrgð að undirbúa starfsfólk ferðaþjónustunnar fyrir móttöku þeirra með því að kenna íslenskum ungmennum sem flest tungumál – og það vel. Við munum njóta meiri virðingar og velvilja fyrir vikið. Grunnur að tungumálafærni Íslendinga er lagður í grunn- og framhaldsskólum og þar má ekki slá slöku við því að við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál. Þar er að finna langar og stuttar námsleiðir, einvalalið sérmenntaðra kennara sem allir hafa dvalið langdvölum við erlenda háskóla og þekkja menningu, þjóðlíf og sögu fjölmargra landa, þjóða, málsvæða og heimsálfa. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því að við höfum allt sem til þarf við höndina.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar