Hommaathvarf í miðbænum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun