Heilsugæsla í kreppu Oddur Steinarsson skrifar 19. september 2012 06:00 Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun