Heilsugæsla í kreppu Oddur Steinarsson skrifar 19. september 2012 06:00 Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun