Faxaflóahafnir – Hafnarfjarðarhöfn – sameining? Ó. Ingi Tómasson skrifar 19. september 2012 06:00 Hafnirnar í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Grundartanga sameinuðust árið 2000 í eitt fyrirtæki, Faxaflóahafnir. Reynslan af sameiningunni er góð, verulegir fjármunir hafa sparast og sveitarfélög þessara hafna notið góðs af þessari ákvörðun. Annað gott dæmi um vel heppnaða sameiningu er þegar Slökkvilið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sameinuðust og úr varð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í ljósi þessa er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við Hafnfirðingar ættum að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um sameiningu eða samstarf.Hafnirnar Hafnarfjarðarhöfn er í mikilli samkeppni við Faxaflóahafnir, en vegna stærðar sinnar eru þær síðarnefndu í yfirburðastöðu. Tölur úr ársreikningi hafnanna árið 2011 sýna þetta ef til vill best. Ekki er saman að líkja aðstöðu til löndunar og uppskipunar þar sem mikil uppbygging hefur farið fram á undanförnum árum hjá Faxaflóahöfnum en hvorki hafa verið til fjármunir hjá höfninni sjálfri né áhugi hjá einkaaðilum að byggja upp í Hafnarfjarðarhöfn. Höfnin var á árum áður helsti burðarás í atvinnulífi Hafnfirðinga, hin síðari ár hefur skipakomum og löndunum fiskiskipa fækkað. Ráðist var í miklar fjárfestingar þegar ákveðið var að stækka hafnarsvæðið við Hvaleyrina. Landfylling var um 23 ha. og hafnarbakkinn var lengdur um 620 metra. Heildarlegupláss við Hafnarfjarðarhöfn er um 1.200 m. Áætlanir gerðu ráð fyrir aukinni starfssemi í og við Hafnarfjarðarhöfn en því miður hafa þær áætlanir ekki gengið eftir og er stór hluti landfyllingarinnar nýttur undir geymslupláss og húsnæði sem lítil starfsemi er í. Þá er nýting á leguplássi við hafnarbakkana langt undir væntingum. Eftir stendur hafnarmannvirki að verðmati um 3 milljarðar kr.Ávinningur sameiningar Þegar hugað er að framtíð hafnarsvæðis okkar Hafnfirðinga þá ber að líta til þess að hér er um gríðarlega verðmætt land og bakka að ræða sem eru vannýtt. Viðræður við Faxaflóahafnir munu snúast um sameiningu hafnanna (eignir og skuldir) eða sameiningu án skilgreindra lóða. Við sameiningu gæti sparnaður fyrir báðar hafnir orðið verulegur. Verði af sameiningu má gera ráð fyrir aukinni skipaumferð og starfsemi við höfnina þar sem Faxaflóahafnir munu nýta sér hið verðmæta land og bakka sem eru til staðar hjá Hafnarfjarðarhöfn. Þá gæti löngu tímabær uppbygging smábátahafnarinnar orðið að veruleika. Jafnframt má gera ráð fyrir tekjuaukningu til bæjarins vegna aukinna fasteignagjalda og annarra gjalda er tengjast starfsemi hafnarinnar. Komi ekki til nýrra tækifæra hjá Hafnarfjarðarhöfn þurfa Hafnfirðingar að gera upp við sig hver framtíð hafnarsvæðisins á að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Hafnirnar í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Grundartanga sameinuðust árið 2000 í eitt fyrirtæki, Faxaflóahafnir. Reynslan af sameiningunni er góð, verulegir fjármunir hafa sparast og sveitarfélög þessara hafna notið góðs af þessari ákvörðun. Annað gott dæmi um vel heppnaða sameiningu er þegar Slökkvilið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sameinuðust og úr varð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í ljósi þessa er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við Hafnfirðingar ættum að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um sameiningu eða samstarf.Hafnirnar Hafnarfjarðarhöfn er í mikilli samkeppni við Faxaflóahafnir, en vegna stærðar sinnar eru þær síðarnefndu í yfirburðastöðu. Tölur úr ársreikningi hafnanna árið 2011 sýna þetta ef til vill best. Ekki er saman að líkja aðstöðu til löndunar og uppskipunar þar sem mikil uppbygging hefur farið fram á undanförnum árum hjá Faxaflóahöfnum en hvorki hafa verið til fjármunir hjá höfninni sjálfri né áhugi hjá einkaaðilum að byggja upp í Hafnarfjarðarhöfn. Höfnin var á árum áður helsti burðarás í atvinnulífi Hafnfirðinga, hin síðari ár hefur skipakomum og löndunum fiskiskipa fækkað. Ráðist var í miklar fjárfestingar þegar ákveðið var að stækka hafnarsvæðið við Hvaleyrina. Landfylling var um 23 ha. og hafnarbakkinn var lengdur um 620 metra. Heildarlegupláss við Hafnarfjarðarhöfn er um 1.200 m. Áætlanir gerðu ráð fyrir aukinni starfssemi í og við Hafnarfjarðarhöfn en því miður hafa þær áætlanir ekki gengið eftir og er stór hluti landfyllingarinnar nýttur undir geymslupláss og húsnæði sem lítil starfsemi er í. Þá er nýting á leguplássi við hafnarbakkana langt undir væntingum. Eftir stendur hafnarmannvirki að verðmati um 3 milljarðar kr.Ávinningur sameiningar Þegar hugað er að framtíð hafnarsvæðis okkar Hafnfirðinga þá ber að líta til þess að hér er um gríðarlega verðmætt land og bakka að ræða sem eru vannýtt. Viðræður við Faxaflóahafnir munu snúast um sameiningu hafnanna (eignir og skuldir) eða sameiningu án skilgreindra lóða. Við sameiningu gæti sparnaður fyrir báðar hafnir orðið verulegur. Verði af sameiningu má gera ráð fyrir aukinni skipaumferð og starfsemi við höfnina þar sem Faxaflóahafnir munu nýta sér hið verðmæta land og bakka sem eru til staðar hjá Hafnarfjarðarhöfn. Þá gæti löngu tímabær uppbygging smábátahafnarinnar orðið að veruleika. Jafnframt má gera ráð fyrir tekjuaukningu til bæjarins vegna aukinna fasteignagjalda og annarra gjalda er tengjast starfsemi hafnarinnar. Komi ekki til nýrra tækifæra hjá Hafnarfjarðarhöfn þurfa Hafnfirðingar að gera upp við sig hver framtíð hafnarsvæðisins á að vera.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun