Ben Stiller og Össur Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 13. september 2012 06:00 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ritaði grein hér í Fréttablaðið á laugardag með þeirri afbragðsfyrirsögn „Ben Stiller og Þórey“ þar sem hann tekur undir greinaskrif mín um ástæður velgengni kvikmyndageirans á Íslandi. Við erum greinilega sammála um mikilvægi athafnafrelsis og vaxtar í einkageiranum en væntanlega á það þá einnig við um ferðaþjónustu – ört vaxandi grein sem fjöldi fólks hefur lífsviðurværi sitt af. Össuri finnst þó vanta þakkar-listann í grein minni sem lýsir líklega vel kynslóðabilinu í stjórnmálunum. Ný kynslóð í stjórnmálunum er ekki eins upptekin af því hvaðan gott kemur en að sjálfsögðu á fólk skilið að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Því er mér ljúft og skylt að færa ráðherranum mínar bestu þakkir fyrir hans baráttu og eldmóð í þessu máli og eins öllum þeim sem átt hafa aðkomu að lagasetningunni um endurgreiðslu á hluta framleiðslukostnaðar á kvikmyndum sem teknar eru á Íslandi. Megintilgangur greinar minnar var að benda á af hverju kvikmyndageirinn blómstrar hér sem aldrei fyrr – einmitt vegna lagasetningarinnar. Með henni varð kvikmyndageirinn á Íslandi samkeppnishæfur á alþjóðlegum vettvangi. Það sem ég saknaði úr grein ráðherrans var að hvergi minntist hann á samanburð minn við ferðaþjónustu almennt og hvernig við megum ekki skerða samkeppnishæfni þeirrar greinar á alþjóðavettvangi með skattahækkunum. En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin tilkynnt um skattahækkanir á gistinætur úr sjö prósentum í 25,5% sem bent hefur verið á að muni koma verulega illa niður á ferðaþjónustu og allsendis óvíst að skattahækkanirnar skili sér í hærri tekjum ríkisins. Ég treysti því að ráðherrann muni því „ólmast eins og kviðsítt naut í mýri“ gegn fyrirhuguðum skattahækkunum á ferðaþjónustu á sama hátt og hann beitti sér fyrir því að efla alþjóðlega samkeppnishæfni kvikmyndageirans. Með því móti getum við notið þess meðbyrs sem Ben Stiller og hinar kvikmyndastjörnurnar hafa veitt okkur til þess að efla og byggja upp vaxandi greinar ferðaþjónustu og kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ritaði grein hér í Fréttablaðið á laugardag með þeirri afbragðsfyrirsögn „Ben Stiller og Þórey“ þar sem hann tekur undir greinaskrif mín um ástæður velgengni kvikmyndageirans á Íslandi. Við erum greinilega sammála um mikilvægi athafnafrelsis og vaxtar í einkageiranum en væntanlega á það þá einnig við um ferðaþjónustu – ört vaxandi grein sem fjöldi fólks hefur lífsviðurværi sitt af. Össuri finnst þó vanta þakkar-listann í grein minni sem lýsir líklega vel kynslóðabilinu í stjórnmálunum. Ný kynslóð í stjórnmálunum er ekki eins upptekin af því hvaðan gott kemur en að sjálfsögðu á fólk skilið að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Því er mér ljúft og skylt að færa ráðherranum mínar bestu þakkir fyrir hans baráttu og eldmóð í þessu máli og eins öllum þeim sem átt hafa aðkomu að lagasetningunni um endurgreiðslu á hluta framleiðslukostnaðar á kvikmyndum sem teknar eru á Íslandi. Megintilgangur greinar minnar var að benda á af hverju kvikmyndageirinn blómstrar hér sem aldrei fyrr – einmitt vegna lagasetningarinnar. Með henni varð kvikmyndageirinn á Íslandi samkeppnishæfur á alþjóðlegum vettvangi. Það sem ég saknaði úr grein ráðherrans var að hvergi minntist hann á samanburð minn við ferðaþjónustu almennt og hvernig við megum ekki skerða samkeppnishæfni þeirrar greinar á alþjóðavettvangi með skattahækkunum. En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin tilkynnt um skattahækkanir á gistinætur úr sjö prósentum í 25,5% sem bent hefur verið á að muni koma verulega illa niður á ferðaþjónustu og allsendis óvíst að skattahækkanirnar skili sér í hærri tekjum ríkisins. Ég treysti því að ráðherrann muni því „ólmast eins og kviðsítt naut í mýri“ gegn fyrirhuguðum skattahækkunum á ferðaþjónustu á sama hátt og hann beitti sér fyrir því að efla alþjóðlega samkeppnishæfni kvikmyndageirans. Með því móti getum við notið þess meðbyrs sem Ben Stiller og hinar kvikmyndastjörnurnar hafa veitt okkur til þess að efla og byggja upp vaxandi greinar ferðaþjónustu og kvikmyndagerðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar