Ben Stiller og Össur Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 13. september 2012 06:00 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ritaði grein hér í Fréttablaðið á laugardag með þeirri afbragðsfyrirsögn „Ben Stiller og Þórey“ þar sem hann tekur undir greinaskrif mín um ástæður velgengni kvikmyndageirans á Íslandi. Við erum greinilega sammála um mikilvægi athafnafrelsis og vaxtar í einkageiranum en væntanlega á það þá einnig við um ferðaþjónustu – ört vaxandi grein sem fjöldi fólks hefur lífsviðurværi sitt af. Össuri finnst þó vanta þakkar-listann í grein minni sem lýsir líklega vel kynslóðabilinu í stjórnmálunum. Ný kynslóð í stjórnmálunum er ekki eins upptekin af því hvaðan gott kemur en að sjálfsögðu á fólk skilið að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Því er mér ljúft og skylt að færa ráðherranum mínar bestu þakkir fyrir hans baráttu og eldmóð í þessu máli og eins öllum þeim sem átt hafa aðkomu að lagasetningunni um endurgreiðslu á hluta framleiðslukostnaðar á kvikmyndum sem teknar eru á Íslandi. Megintilgangur greinar minnar var að benda á af hverju kvikmyndageirinn blómstrar hér sem aldrei fyrr – einmitt vegna lagasetningarinnar. Með henni varð kvikmyndageirinn á Íslandi samkeppnishæfur á alþjóðlegum vettvangi. Það sem ég saknaði úr grein ráðherrans var að hvergi minntist hann á samanburð minn við ferðaþjónustu almennt og hvernig við megum ekki skerða samkeppnishæfni þeirrar greinar á alþjóðavettvangi með skattahækkunum. En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin tilkynnt um skattahækkanir á gistinætur úr sjö prósentum í 25,5% sem bent hefur verið á að muni koma verulega illa niður á ferðaþjónustu og allsendis óvíst að skattahækkanirnar skili sér í hærri tekjum ríkisins. Ég treysti því að ráðherrann muni því „ólmast eins og kviðsítt naut í mýri“ gegn fyrirhuguðum skattahækkunum á ferðaþjónustu á sama hátt og hann beitti sér fyrir því að efla alþjóðlega samkeppnishæfni kvikmyndageirans. Með því móti getum við notið þess meðbyrs sem Ben Stiller og hinar kvikmyndastjörnurnar hafa veitt okkur til þess að efla og byggja upp vaxandi greinar ferðaþjónustu og kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ritaði grein hér í Fréttablaðið á laugardag með þeirri afbragðsfyrirsögn „Ben Stiller og Þórey“ þar sem hann tekur undir greinaskrif mín um ástæður velgengni kvikmyndageirans á Íslandi. Við erum greinilega sammála um mikilvægi athafnafrelsis og vaxtar í einkageiranum en væntanlega á það þá einnig við um ferðaþjónustu – ört vaxandi grein sem fjöldi fólks hefur lífsviðurværi sitt af. Össuri finnst þó vanta þakkar-listann í grein minni sem lýsir líklega vel kynslóðabilinu í stjórnmálunum. Ný kynslóð í stjórnmálunum er ekki eins upptekin af því hvaðan gott kemur en að sjálfsögðu á fólk skilið að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Því er mér ljúft og skylt að færa ráðherranum mínar bestu þakkir fyrir hans baráttu og eldmóð í þessu máli og eins öllum þeim sem átt hafa aðkomu að lagasetningunni um endurgreiðslu á hluta framleiðslukostnaðar á kvikmyndum sem teknar eru á Íslandi. Megintilgangur greinar minnar var að benda á af hverju kvikmyndageirinn blómstrar hér sem aldrei fyrr – einmitt vegna lagasetningarinnar. Með henni varð kvikmyndageirinn á Íslandi samkeppnishæfur á alþjóðlegum vettvangi. Það sem ég saknaði úr grein ráðherrans var að hvergi minntist hann á samanburð minn við ferðaþjónustu almennt og hvernig við megum ekki skerða samkeppnishæfni þeirrar greinar á alþjóðavettvangi með skattahækkunum. En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin tilkynnt um skattahækkanir á gistinætur úr sjö prósentum í 25,5% sem bent hefur verið á að muni koma verulega illa niður á ferðaþjónustu og allsendis óvíst að skattahækkanirnar skili sér í hærri tekjum ríkisins. Ég treysti því að ráðherrann muni því „ólmast eins og kviðsítt naut í mýri“ gegn fyrirhuguðum skattahækkunum á ferðaþjónustu á sama hátt og hann beitti sér fyrir því að efla alþjóðlega samkeppnishæfni kvikmyndageirans. Með því móti getum við notið þess meðbyrs sem Ben Stiller og hinar kvikmyndastjörnurnar hafa veitt okkur til þess að efla og byggja upp vaxandi greinar ferðaþjónustu og kvikmyndagerðar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar