Viðskiptabankar verða ætíð á ábyrgð almennings dr. Jakob Ásmundsson skrifar 13. september 2012 06:00 Í kjölfar hrunsins hefur komið í ljós að almenningur á Íslandi hefur þurft að bera verulegan kostnað, bæði beint og óbeint, af falli fjármálakerfisins. Sömu sögu er að segja í öðrum löndum þar sem stórar fjármálastofnanir hafa riðað til falls og því miður sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þetta er ekki nýtt af nálinni og enn sem komið er hafa ekki komið fram fullnægjandi lausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki til nein töfralausn og þar með má gera ráð fyrir að almenningur muni með einum eða öðrum hætti alltaf bera stóran hluta af áhættu viðskiptabankanna. 2012 í samanburði við 2008Er einhver þörf á því að grípa til róttækra ráðstafana? Vissulega er umhverfið annað í dag, bankarnir hafa minnkað frá 2008, starfsemi þeirra einskorðast við heimamarkað og þar fram eftir götunum. Rétt er að athuga hverjir borguðu stærsta reikninginn vegna hrunsins 2008. Þó vissulega hafi fallið kostnaður á ríkið og almenning, beint og óbeint, þá voru það skuldabréfaeigendur og lánveitendur gömlu bankanna sem fengu langstærsta reikninginn. Þetta varð raunin ekki síst vegna þess að innstæður voru settar í forgang með afturvirkri lagasetningu. Væri þetta hægt í dag? Nei, af þeirri ástæðu að bankarnir í dag eru í raun nær einungis fjármagnaðir með sértryggðum skuldabréfum og innlánum. Kæmi til annars bankahruns, þá eru yfirgnæfandi líkur á að innstæðueigendur yrðu fyrir enn meira tjóni. Þörfin á aðgerðum til að tryggja hagsmuni almennings er því sannanlega til staðar. Forgangur innstæðnaÍ dag er ekkert þak á forgangi innstæðna. Innstæður með forgangi og sértryggð skuldabréf sem jafnan eru tryggð með veðum í bestu eignunum skipa verulega stóran sess á efnahagsreikningi bankanna. Þetta hefur í för með sér að forgangsinnstæður hafa í raun aðeins forgang á mjög lítinn hluta af heildarskuldum bankanna. Þvert á móti njóta sértryggðu skuldabréfin í raun forgangs á innstæður vegna trygginga, eins konar ofur-forgangs. Forgangur án þaks missir því marks og innstæðueigendur lenda að öllum líkindum í tjóni ef bankarnir fara í þrot. Er lausnin þak á forgangi innstæðna?Skoðum nú hvort lausnin felist í að setja þak á forgang innstæðna. Ef slíkt þak yrði sett, þannig að t.d. aðeins helmingur innstæðna nyti forgangs, mætti reikna með að stór hluti þeirra innstæðna sem ekki nytu lengur forgangs myndi leita í aðrar fjárfestingar. Afleiðingin af því væri sú að aftur nytu nánast allar innstæður forgangs, en fjárhæð þeirra væri lægri en áður. Bankarnir þyrftu aukið fjármagn vegna þeirra innstæðna sem leituðu annað. Það yrði erfitt og í öllu falli mjög kostnaðarsamt fyrir bankana að sækja sér fjármögnun sem nyti hvorki forgangs né trygginga. Líklega myndu þeir bregðast við með frekari útgáfum á sértryggðum skuldabréfum en það væri til þess fallið að setja innstæðueigendur í verri stöðu. Afnám ríkisábyrgðarÍ gildi er yfirlýsing stjórnvalda um fulla ábyrgð á innstæðum. Þó stjórnvöld afturkölluðu þessa yfirlýsingu, þá er líklegt að þau myndu engu að síður gangast í ábyrgð fyrir öllum innstæðum ef til kastanna kæmi. Oftar en ekki skapast aðstæður þar sem annað hvort almenningur gerir kröfu um inngrip eða stjórnvöld meta aðstæður þannig að það sé ódýrara fyrir ríkið að grípa inn í heldur en að taka afleiðingunum af því að innstæðueigendur geti ekki nálgast fjármuni sína. Að lokumNiðurstaðan er því sú að innstæðueigendur sem og ríkið munu að öllum líkindum bera verulegan kostnað, komi til falls viðskiptabanka. Ekki virðist vera mögulegt að komast hjá því, a.m.k. ekki með þeim leiðum sem vonir hafa verið bundnar við hingað til. Mikilvægt er að viðskiptabankarnir séu sterkar stoðir í hagkerfinu og að líkur á falli þeirra séu sem minnstar. Í næstu grein mun ég fjalla um hvernig aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka minnkar líkurnar á falli viðskiptabanka með litlum sem engum tilkostnaði og varpa fram þeirri spurningu hvernig hægt sé að réttlæta að aðskilja þá ekki í ljósi þess sem hér hefur verið rakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins hefur komið í ljós að almenningur á Íslandi hefur þurft að bera verulegan kostnað, bæði beint og óbeint, af falli fjármálakerfisins. Sömu sögu er að segja í öðrum löndum þar sem stórar fjármálastofnanir hafa riðað til falls og því miður sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þetta er ekki nýtt af nálinni og enn sem komið er hafa ekki komið fram fullnægjandi lausnir á þessu vandamáli. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki til nein töfralausn og þar með má gera ráð fyrir að almenningur muni með einum eða öðrum hætti alltaf bera stóran hluta af áhættu viðskiptabankanna. 2012 í samanburði við 2008Er einhver þörf á því að grípa til róttækra ráðstafana? Vissulega er umhverfið annað í dag, bankarnir hafa minnkað frá 2008, starfsemi þeirra einskorðast við heimamarkað og þar fram eftir götunum. Rétt er að athuga hverjir borguðu stærsta reikninginn vegna hrunsins 2008. Þó vissulega hafi fallið kostnaður á ríkið og almenning, beint og óbeint, þá voru það skuldabréfaeigendur og lánveitendur gömlu bankanna sem fengu langstærsta reikninginn. Þetta varð raunin ekki síst vegna þess að innstæður voru settar í forgang með afturvirkri lagasetningu. Væri þetta hægt í dag? Nei, af þeirri ástæðu að bankarnir í dag eru í raun nær einungis fjármagnaðir með sértryggðum skuldabréfum og innlánum. Kæmi til annars bankahruns, þá eru yfirgnæfandi líkur á að innstæðueigendur yrðu fyrir enn meira tjóni. Þörfin á aðgerðum til að tryggja hagsmuni almennings er því sannanlega til staðar. Forgangur innstæðnaÍ dag er ekkert þak á forgangi innstæðna. Innstæður með forgangi og sértryggð skuldabréf sem jafnan eru tryggð með veðum í bestu eignunum skipa verulega stóran sess á efnahagsreikningi bankanna. Þetta hefur í för með sér að forgangsinnstæður hafa í raun aðeins forgang á mjög lítinn hluta af heildarskuldum bankanna. Þvert á móti njóta sértryggðu skuldabréfin í raun forgangs á innstæður vegna trygginga, eins konar ofur-forgangs. Forgangur án þaks missir því marks og innstæðueigendur lenda að öllum líkindum í tjóni ef bankarnir fara í þrot. Er lausnin þak á forgangi innstæðna?Skoðum nú hvort lausnin felist í að setja þak á forgang innstæðna. Ef slíkt þak yrði sett, þannig að t.d. aðeins helmingur innstæðna nyti forgangs, mætti reikna með að stór hluti þeirra innstæðna sem ekki nytu lengur forgangs myndi leita í aðrar fjárfestingar. Afleiðingin af því væri sú að aftur nytu nánast allar innstæður forgangs, en fjárhæð þeirra væri lægri en áður. Bankarnir þyrftu aukið fjármagn vegna þeirra innstæðna sem leituðu annað. Það yrði erfitt og í öllu falli mjög kostnaðarsamt fyrir bankana að sækja sér fjármögnun sem nyti hvorki forgangs né trygginga. Líklega myndu þeir bregðast við með frekari útgáfum á sértryggðum skuldabréfum en það væri til þess fallið að setja innstæðueigendur í verri stöðu. Afnám ríkisábyrgðarÍ gildi er yfirlýsing stjórnvalda um fulla ábyrgð á innstæðum. Þó stjórnvöld afturkölluðu þessa yfirlýsingu, þá er líklegt að þau myndu engu að síður gangast í ábyrgð fyrir öllum innstæðum ef til kastanna kæmi. Oftar en ekki skapast aðstæður þar sem annað hvort almenningur gerir kröfu um inngrip eða stjórnvöld meta aðstæður þannig að það sé ódýrara fyrir ríkið að grípa inn í heldur en að taka afleiðingunum af því að innstæðueigendur geti ekki nálgast fjármuni sína. Að lokumNiðurstaðan er því sú að innstæðueigendur sem og ríkið munu að öllum líkindum bera verulegan kostnað, komi til falls viðskiptabanka. Ekki virðist vera mögulegt að komast hjá því, a.m.k. ekki með þeim leiðum sem vonir hafa verið bundnar við hingað til. Mikilvægt er að viðskiptabankarnir séu sterkar stoðir í hagkerfinu og að líkur á falli þeirra séu sem minnstar. Í næstu grein mun ég fjalla um hvernig aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka minnkar líkurnar á falli viðskiptabanka með litlum sem engum tilkostnaði og varpa fram þeirri spurningu hvernig hægt sé að réttlæta að aðskilja þá ekki í ljósi þess sem hér hefur verið rakið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar