Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 6. september 2012 06:00 Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun