
Að finnast lífið vera ævintýri
Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg.
Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar.
Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur.
Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga.
Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt?
Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á?
Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það.
Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri.
Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina.
Skoðun

Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt
Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar

Úrræðaleysi burt
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ
Björn B Björnsson skrifar

Ógn og öryggi í Vesturbæ
Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifar

Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta?
Hulda Tölgyes,Þorsteinn V. Einarsson skrifar

Af hverju ætti ég að flytja heim eftir nám?
Sigurrós Elddís skrifar

Disabled Women and Violence: Access to Justice
Eliona Gjecaj skrifar

Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Menning og fjárlög
Jódís Skúladóttir skrifar

Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan
Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Eldri og einmana
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Myndaskýrsla um COP28
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Samviskusáttmálinn
Stefán Halldórsson skrifar

Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra!
Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Tillögugerð um lagareglur, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Alþjóðadagur fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi
Sigríður Björk Guðjónsdóttir,Eygló Harðardóttir skrifar

Furðulegar áhyggjur formanns
Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Skrímsli eða venjulegir strákar?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Ábyrgð og auðlindir
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur
Hera Grímsdóttir skrifar

Þurfa kennarar að að vera lögfróðir?
Elísabet Pétursdóttir skrifar

Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni?
Vigdis Kristin Rohleder skrifar

Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð
Laufey Tryggvadóttir skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar