Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Hilmar Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar