Stundargaman Dætrasona Trausti Júlíusson skrifar 25. ágúst 2012 21:00 Dætrasynir. Á ferð og flugi. Útgefandi: Blokkin. Dætrasynir er tríó skipað Baldri Ragnarssyni sem einnig er meðlimur í Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis, Lofti S. Loftssyni úr hljómsveitinni Hraun og Flosa Þorgeirssyni úr ofursveitinni Ham. Þeir semja allt efni fyrstu plötunnar sinnar, Á ferð og flugi, nema lokalagið sem er ný útgáfa af Gullinu á Raufarhöfn, en það er gamall erlendur rokk-slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson sem Lúdó og Stefán gerðu vinsælan einhvern tíma á síðustu öld. Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Þetta er létt og hress plata. Lögin eru mörg ágæt, en önnur eru síðri. Dætrasynir eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sjálfum sér (og öðrum), og það tekst ágætlega, þó að platan risti ekki djúpt. Ekki frekar en annað stundargaman. Niðurstaða: Dætrasynir skemmta sjálfum sér– og öðrum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Dætrasynir. Á ferð og flugi. Útgefandi: Blokkin. Dætrasynir er tríó skipað Baldri Ragnarssyni sem einnig er meðlimur í Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis, Lofti S. Loftssyni úr hljómsveitinni Hraun og Flosa Þorgeirssyni úr ofursveitinni Ham. Þeir semja allt efni fyrstu plötunnar sinnar, Á ferð og flugi, nema lokalagið sem er ný útgáfa af Gullinu á Raufarhöfn, en það er gamall erlendur rokk-slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson sem Lúdó og Stefán gerðu vinsælan einhvern tíma á síðustu öld. Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Þetta er létt og hress plata. Lögin eru mörg ágæt, en önnur eru síðri. Dætrasynir eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sjálfum sér (og öðrum), og það tekst ágætlega, þó að platan risti ekki djúpt. Ekki frekar en annað stundargaman. Niðurstaða: Dætrasynir skemmta sjálfum sér– og öðrum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira