Úlfur, úlfur Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun