Staða refsins á Íslandi er önnur en í Evrópu Þórhildur Hagalín skrifar 20. ágúst 2012 09:30 Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun