Staða refsins á Íslandi er önnur en í Evrópu Þórhildur Hagalín skrifar 20. ágúst 2012 09:30 Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar