Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar