Sjálfbær sóknarstefna Árni Páll Árnason skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Í fyrri greinum hef ég fjallað um þann góða árangur sem við höfum nú náð í efnahagsmálum og skýrt hvernig efnahagsstefna okkar og AGS bjó í haginn fyrir þann góða árangur. Lykilatriði var að við nálguðumst það erfiða verkefni að laga útgjöld að tekjum eftir Hrun á forsendum jafnaðarmanna: Við vildum sýna hagsýni húsmóðurinnar. Við vildum draga úr kostnaði eins og mögulegt væri, en ekki þannig að mikilvæg verkefni yrðu sett í hættu eða þjónusta skert umfram það sem ásættanlegt gæti talist. Aðhald í ríkisrekstri verður auðvitað áfram nauðsynlegt. Við, sem viljum búa í réttlátu samfélagi þar sem ríkið tryggir jöfn tækifæri og félagslegt réttlæti, berum ábyrgð á því að reka ríkið með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Ef við gerum það ekki, færum við andstæðingunum mikilvæg vopn til að grafa undan samneyslunni og veikja velferðarþjónustuna. Nýverið stakk einn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins upp á því að ríkisútgjöld yrðu færð aftur til þess sem þau voru árið 1980. Sjálfstæðisflokkurinn kann því enn einn ganginn að vera að elta ranghugmyndir breskra íhaldsmanna, rétt eins og þegar þangað voru sóttar fyrirmyndir að markaðsvæðingu án samfélagslegrar ábyrgðar á fyrri tíð. Við sem viljum verja félagslegt réttlæti og skynsamleg útgjöld til velferðarmála getum því ekki talað eins og að við höfum nú höndlað hinn eilífa sannleik og að útgjöld til ríkisrekstrarins og umgjörð hans þurfi ekki framar endurmats við. Þvert á móti þurfum við að nýta öll tækifæri til að fara betur með og fá meiri og betri þjónustu fyrir minna verð. Þar eru mörg tækifæri. Sem dæmi má nefna að notendur kalla eftir sífellt meira frelsi í að ákveða hvernig þjónustu þeir fá, frá hverjum og hvenær. Hagsmunasamtök fatlaðra hafa gengið fram fyrir skjöldu í þessu efni. Aldraðir munu líka vilja ráða meiru um þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Í slíkum breytingum felast ný tækifæri til að gera hvort tveggja í senn: Auka vald fólks yfir eigin lífi og draga úr kostnaði við umgjörðina við þjónustuna, á sama tíma og þjónustan er bætt. Með þessum hætti þurfum við að að halda áfram að endurmeta allan ríkisreksturinn, til að tryggja að þjónustan sé ávallt veitt með eins hagkvæmum og skynsamlegum hætti og kostur er. Efnahagsbatinn frá Hruni er staðreynd, en hann byggir á viðkvæmum grunni. Vöxtur okkar hvílir á missterkum stoðum. Afgangur af viðskiptum við útlönd frá Hruni hefur ekki byggst á aukningu á útflutningi okkar heldur á minni innflutningi. Þegar hægði á hagkerfinu drógum við úr kaupum á erlendri neysluvöru og við hættum að kaupa erlend tæki og tól í sama mæli og áður. Þegar hagkerfið kemst á fullt skrið má búast við aukningu á innflutningi. Þá skiptir miklu að útflutningur okkar aukist, ef áfram á að vera afgangur af viðskiptum við útlönd. Helstu útflutningsvörur okkar eru sjávarafurðir og ál. Magn þeirra verður ekki aukið svo auðveldlega á einni nóttu. Við veiðum ekki meira en ráðgjöf vísindamanna leyfir og það tekur langan tíma að reisa ný stóriðjuver og erfitt er orðið að finna orku sem hentar til slíkrar stóruppbyggingar. Ferðaþjónustan skilar miklu, en það eru líka takmörk fyrir því hversu hratt sú grein getur vaxið. Því skiptir miklu að við reisum traustari stoðir undir fjölbreyttari útflutningsgreinar. Fleiri þurfa að geta flutt út. Við getum ekki öll farið að framleiða ál, en við getum flutt út þjónustu og þekkingu. Efnahagslegur stöðugleiki, með lágum vöxtum og stöðugu gengi, er forsenda þess að okkur takist það verkefni. En stöðugleika er vandasamt að ná, þegar íslenskt efnahagslíf er í viðjum hafta og lánsfé verður landinu og atvinnulífi dýrt og torsótt um mörg ókomin ár. Þá skiptir mestu að reisa sjálfbæra umgjörð um íslenskt efnahagslíf. Við getum ekki áfram byggt allt á lánum. Við verðum að búa okkur undir að nýta betur landkosti og hæfileika okkar sjálfra, auka á nýsköpun í hverri grein og fjölga þannig tækifærum til verðmætasköpunar. Í þessu samhengi er mikilvægt að horfa til þess hvernig grannar okkar, Norðmenn og Finnar, tóku á veikleikum í efnahagsþróun sinni eftir kreppuna í upphafi tíunda áratugarins. Norðmenn reistu skynsamlega umgjörð um nýtingu náttúruauðlinda sinna og veittu einkafyrirtækjum aðkomu að þeirri nýtingu undir opinberu forræði og þannig að arður af nýtingu félli til samfélagsins. Ávinningurinn er ekki síst sá að draga úr áhættu ríkisins af atvinnurekstri og nýta betur það fé sem er bundið í opinberu eignarhaldi en nýtist að óbreyttu illa til verðmætasköpunar. Við þurfum líka að nýta okkur betur afl okkar ágætu lífeyrissjóða og finna þeim fjárfestingartækifæri í arðsamri uppbyggingu innviða. Af hverju á ríkið að flytja eigið fé frá heilbrigðiskerfinu til að byggja flugstöðvar eða skuldsetja almenning til að byggja rafmagnslínur til einkafyrirtækja? Af hverju geta ekki lífeyrissjóðir landsmanna fengið þessi verkefni? Finnar nýttu sér aðgang að evrópskum mörkuðum til að byggja upp nýja útflutningsatvinnuvegi, þar sem höfuðáhersla var lögð á sköpunarkraft og þekkingu. Við höfum fjárfest í þekkingu ungs atvinnulauss fólks og þannig forðast stærstu mistök Finna, sem misstu heila kynslóð af vinnumarkaði. En ungt fólk, með þekkingu og burði, sem vill hasla sér völl í skapandi greinum og tæknigreinum þarf pláss. Lítil skapandi fyrirtæki þurfa ekki skjall og innblásnar lofræður, heldur pláss til að vaxa og stækka. Ríkið getur stutt við slíka þróun með með því að haga innkaupastefnu sinni þannig að upplýsingatækni, hönnun og ýmis stoðþjónusta sé aðkeypt í vaxandi mæli. Af hverju rekur ríkið fjölmörg mötuneyti í miðbænum, mitt í þyrpingu helstu matsölustaða landsins sem glíma við þann stærsta vanda að lifa af vetrarmánuðina? Öflugar útflutningsgreinar verða ekki til nema við styðjum við þær hér heimafyrir. Og þær þurfa markaðsaðgang. Þannig eigum við ónýtt gríðarleg sóknarfæri í landbúnaði, sem aldrei verða að veruleika nema við fáum hindrunarlausan markaðsaðgang að Evrópumarkaði. Á þessu hangir margt. Fyrirsjáanlegt er að vaxandi útgjaldaþrýstingur verður á næstu áratugum, eftir því sem þjóðin eldist, enda enn ekki búið að koma öllum lífeyrisskuldbindingum ríkisins í það horf að við eigum fyrir þeim. Við þurfum að létta á þeim þrýstingi. Ef við náum að að sýna afgang af rekstri ríkisins um mörg ókomin ár dafnar atvinnulíf í landinu, vaxtastig lækkar og dregur úr skattbyrði. Við flýtum því líka að gjaldeyrishöft verði afnumin. Við drögum úr erlendri lánsfjárþörf og þar með vaxtagreiðslum úr landi. Aukinn kraftur í fjölbreyttari útflutningsstarfsemi fjölgar þeim stoðum sem hagkerfið hvílir á. Við þurfum að koma íslensku efnahagslífi aftur í samband við hið alþjóðlega efnahagsumhverfi og nýta aðgang að mikilvægum mörkuðum til að fjölga tækifærum. Það er hin sjálfbæra sóknarstefna nýrra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég fjallað um þann góða árangur sem við höfum nú náð í efnahagsmálum og skýrt hvernig efnahagsstefna okkar og AGS bjó í haginn fyrir þann góða árangur. Lykilatriði var að við nálguðumst það erfiða verkefni að laga útgjöld að tekjum eftir Hrun á forsendum jafnaðarmanna: Við vildum sýna hagsýni húsmóðurinnar. Við vildum draga úr kostnaði eins og mögulegt væri, en ekki þannig að mikilvæg verkefni yrðu sett í hættu eða þjónusta skert umfram það sem ásættanlegt gæti talist. Aðhald í ríkisrekstri verður auðvitað áfram nauðsynlegt. Við, sem viljum búa í réttlátu samfélagi þar sem ríkið tryggir jöfn tækifæri og félagslegt réttlæti, berum ábyrgð á því að reka ríkið með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Ef við gerum það ekki, færum við andstæðingunum mikilvæg vopn til að grafa undan samneyslunni og veikja velferðarþjónustuna. Nýverið stakk einn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins upp á því að ríkisútgjöld yrðu færð aftur til þess sem þau voru árið 1980. Sjálfstæðisflokkurinn kann því enn einn ganginn að vera að elta ranghugmyndir breskra íhaldsmanna, rétt eins og þegar þangað voru sóttar fyrirmyndir að markaðsvæðingu án samfélagslegrar ábyrgðar á fyrri tíð. Við sem viljum verja félagslegt réttlæti og skynsamleg útgjöld til velferðarmála getum því ekki talað eins og að við höfum nú höndlað hinn eilífa sannleik og að útgjöld til ríkisrekstrarins og umgjörð hans þurfi ekki framar endurmats við. Þvert á móti þurfum við að nýta öll tækifæri til að fara betur með og fá meiri og betri þjónustu fyrir minna verð. Þar eru mörg tækifæri. Sem dæmi má nefna að notendur kalla eftir sífellt meira frelsi í að ákveða hvernig þjónustu þeir fá, frá hverjum og hvenær. Hagsmunasamtök fatlaðra hafa gengið fram fyrir skjöldu í þessu efni. Aldraðir munu líka vilja ráða meiru um þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Í slíkum breytingum felast ný tækifæri til að gera hvort tveggja í senn: Auka vald fólks yfir eigin lífi og draga úr kostnaði við umgjörðina við þjónustuna, á sama tíma og þjónustan er bætt. Með þessum hætti þurfum við að að halda áfram að endurmeta allan ríkisreksturinn, til að tryggja að þjónustan sé ávallt veitt með eins hagkvæmum og skynsamlegum hætti og kostur er. Efnahagsbatinn frá Hruni er staðreynd, en hann byggir á viðkvæmum grunni. Vöxtur okkar hvílir á missterkum stoðum. Afgangur af viðskiptum við útlönd frá Hruni hefur ekki byggst á aukningu á útflutningi okkar heldur á minni innflutningi. Þegar hægði á hagkerfinu drógum við úr kaupum á erlendri neysluvöru og við hættum að kaupa erlend tæki og tól í sama mæli og áður. Þegar hagkerfið kemst á fullt skrið má búast við aukningu á innflutningi. Þá skiptir miklu að útflutningur okkar aukist, ef áfram á að vera afgangur af viðskiptum við útlönd. Helstu útflutningsvörur okkar eru sjávarafurðir og ál. Magn þeirra verður ekki aukið svo auðveldlega á einni nóttu. Við veiðum ekki meira en ráðgjöf vísindamanna leyfir og það tekur langan tíma að reisa ný stóriðjuver og erfitt er orðið að finna orku sem hentar til slíkrar stóruppbyggingar. Ferðaþjónustan skilar miklu, en það eru líka takmörk fyrir því hversu hratt sú grein getur vaxið. Því skiptir miklu að við reisum traustari stoðir undir fjölbreyttari útflutningsgreinar. Fleiri þurfa að geta flutt út. Við getum ekki öll farið að framleiða ál, en við getum flutt út þjónustu og þekkingu. Efnahagslegur stöðugleiki, með lágum vöxtum og stöðugu gengi, er forsenda þess að okkur takist það verkefni. En stöðugleika er vandasamt að ná, þegar íslenskt efnahagslíf er í viðjum hafta og lánsfé verður landinu og atvinnulífi dýrt og torsótt um mörg ókomin ár. Þá skiptir mestu að reisa sjálfbæra umgjörð um íslenskt efnahagslíf. Við getum ekki áfram byggt allt á lánum. Við verðum að búa okkur undir að nýta betur landkosti og hæfileika okkar sjálfra, auka á nýsköpun í hverri grein og fjölga þannig tækifærum til verðmætasköpunar. Í þessu samhengi er mikilvægt að horfa til þess hvernig grannar okkar, Norðmenn og Finnar, tóku á veikleikum í efnahagsþróun sinni eftir kreppuna í upphafi tíunda áratugarins. Norðmenn reistu skynsamlega umgjörð um nýtingu náttúruauðlinda sinna og veittu einkafyrirtækjum aðkomu að þeirri nýtingu undir opinberu forræði og þannig að arður af nýtingu félli til samfélagsins. Ávinningurinn er ekki síst sá að draga úr áhættu ríkisins af atvinnurekstri og nýta betur það fé sem er bundið í opinberu eignarhaldi en nýtist að óbreyttu illa til verðmætasköpunar. Við þurfum líka að nýta okkur betur afl okkar ágætu lífeyrissjóða og finna þeim fjárfestingartækifæri í arðsamri uppbyggingu innviða. Af hverju á ríkið að flytja eigið fé frá heilbrigðiskerfinu til að byggja flugstöðvar eða skuldsetja almenning til að byggja rafmagnslínur til einkafyrirtækja? Af hverju geta ekki lífeyrissjóðir landsmanna fengið þessi verkefni? Finnar nýttu sér aðgang að evrópskum mörkuðum til að byggja upp nýja útflutningsatvinnuvegi, þar sem höfuðáhersla var lögð á sköpunarkraft og þekkingu. Við höfum fjárfest í þekkingu ungs atvinnulauss fólks og þannig forðast stærstu mistök Finna, sem misstu heila kynslóð af vinnumarkaði. En ungt fólk, með þekkingu og burði, sem vill hasla sér völl í skapandi greinum og tæknigreinum þarf pláss. Lítil skapandi fyrirtæki þurfa ekki skjall og innblásnar lofræður, heldur pláss til að vaxa og stækka. Ríkið getur stutt við slíka þróun með með því að haga innkaupastefnu sinni þannig að upplýsingatækni, hönnun og ýmis stoðþjónusta sé aðkeypt í vaxandi mæli. Af hverju rekur ríkið fjölmörg mötuneyti í miðbænum, mitt í þyrpingu helstu matsölustaða landsins sem glíma við þann stærsta vanda að lifa af vetrarmánuðina? Öflugar útflutningsgreinar verða ekki til nema við styðjum við þær hér heimafyrir. Og þær þurfa markaðsaðgang. Þannig eigum við ónýtt gríðarleg sóknarfæri í landbúnaði, sem aldrei verða að veruleika nema við fáum hindrunarlausan markaðsaðgang að Evrópumarkaði. Á þessu hangir margt. Fyrirsjáanlegt er að vaxandi útgjaldaþrýstingur verður á næstu áratugum, eftir því sem þjóðin eldist, enda enn ekki búið að koma öllum lífeyrisskuldbindingum ríkisins í það horf að við eigum fyrir þeim. Við þurfum að létta á þeim þrýstingi. Ef við náum að að sýna afgang af rekstri ríkisins um mörg ókomin ár dafnar atvinnulíf í landinu, vaxtastig lækkar og dregur úr skattbyrði. Við flýtum því líka að gjaldeyrishöft verði afnumin. Við drögum úr erlendri lánsfjárþörf og þar með vaxtagreiðslum úr landi. Aukinn kraftur í fjölbreyttari útflutningsstarfsemi fjölgar þeim stoðum sem hagkerfið hvílir á. Við þurfum að koma íslensku efnahagslífi aftur í samband við hið alþjóðlega efnahagsumhverfi og nýta aðgang að mikilvægum mörkuðum til að fjölga tækifærum. Það er hin sjálfbæra sóknarstefna nýrra tíma.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar