Heft aðgengi leiðir til minni verslunar Björn Jón Bragason skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í miðborginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í miðborginni og tekur hún undir sjónarmið borgarstjórnarmeirihlutans í málinu. Röksemdafærsla af þessu tagi gengur ekki upp, enda hafa hækkanir á bílastæðagjöldum ætíð haft slæm áhrif á verslunina, líkt og kaupmenn í miðborginni hafa bent á áratugum saman. Þá er mögulegt að takmarka þann tíma sem hver og einn leggur í stæði, án þess þó að innheimta gjald. Þannig er víða í borgum Evrópu notast við tímaskífur og sú aðferð hefur verið notuð um árabil í miðbæ Akureyrar með frábærum árangri, líkt og kaupmenn þar nyrðra hafa bent á. Í þessu sambandi verður að gæta að því að borgin á fjöldann allan af bílastæðum í öðrum verslunarhverfum og innheimtir ekki gjald þar og þá hafa borgaryfirvöld skipulagt önnur verslunarhverfi þar sem byggð hafa verið stór bílageymsluhús með fjölda gjaldfrjálsra stæða. Viðskiptavinir miðborgarinnar þurfa því að taka á sig skatt sem ekki er innheimtur í öðrum borgarhlutum. Mjög skortir því á að jafnræðis sé gætt. Steinunn vísar enn fremur til þess að bílastæðagjöld séu óvíða hærri en hér í borg. Í samtölum mínum við borgarfulltrúa meirihlutans hafa þeir til að mynda vísað í þessu sambandi til Kaupmannahafnar, þar sem bílastæðagjöld eru mun hærri en í Reykjavík. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki marktækur. Miðborg Kaupmannahafnar er staðsett í miðju þéttbyggðrar milljónaborgar, þar sem stór hluti almennings ferðast með reiðhjólum eða góðum almenningssamgöngum og þá er veðráttan þar allt önnur og mildari. Í þessu sambandi má nefna að meðalleiga á verslunarhúsnæði á góðum stað við Strikið í Kaupmannahöfn getur verið meira en tuttuguföld leiga við Laugaveg. Og þá er til þess að líta að leiga á verslunarhúsnæði er orðin mjög víða hærri annars staðar í Reykjavík en í miðborginni og sums staðar örðugra að finna stæði en þar. Grundvöllur þess að verslun fái þrifist til frambúðar í miðborginni er greitt aðgengi. Höft og bönn borgaryfirvalda í þessum efnum, samfara stórhækkunum bílastæðagjalda, munu ekki hafa annað í för með sér en hnignun verslunar á svæðinu. Í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveginn er fjöldi kaupmanna sem hafa fjörutíu og jafnvel yfir fimmtíu ára reynslu af verslunarrekstri í miðborginni. Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Rétt væri að borgaryfirvöld fylktu liði með kaupmönnum og leituðu leiða til að bæta aðgengi með lækkun bílastæðagjalda, niðurfellingu þeirra gjalda í útjöðrum miðborgarinnar og fjölgun stæða. Mikill meirihluti borgarbúa kýs að fara allra sinna ferða á fjölskyldubílnum og ef viðskiptavinir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað. Það hlýtur að vera vilji borgaryfirvalda að verslun í miðborginni fái dafnað og eflst því án blómlegrar verslunar er engin miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í miðborginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í miðborginni og tekur hún undir sjónarmið borgarstjórnarmeirihlutans í málinu. Röksemdafærsla af þessu tagi gengur ekki upp, enda hafa hækkanir á bílastæðagjöldum ætíð haft slæm áhrif á verslunina, líkt og kaupmenn í miðborginni hafa bent á áratugum saman. Þá er mögulegt að takmarka þann tíma sem hver og einn leggur í stæði, án þess þó að innheimta gjald. Þannig er víða í borgum Evrópu notast við tímaskífur og sú aðferð hefur verið notuð um árabil í miðbæ Akureyrar með frábærum árangri, líkt og kaupmenn þar nyrðra hafa bent á. Í þessu sambandi verður að gæta að því að borgin á fjöldann allan af bílastæðum í öðrum verslunarhverfum og innheimtir ekki gjald þar og þá hafa borgaryfirvöld skipulagt önnur verslunarhverfi þar sem byggð hafa verið stór bílageymsluhús með fjölda gjaldfrjálsra stæða. Viðskiptavinir miðborgarinnar þurfa því að taka á sig skatt sem ekki er innheimtur í öðrum borgarhlutum. Mjög skortir því á að jafnræðis sé gætt. Steinunn vísar enn fremur til þess að bílastæðagjöld séu óvíða hærri en hér í borg. Í samtölum mínum við borgarfulltrúa meirihlutans hafa þeir til að mynda vísað í þessu sambandi til Kaupmannahafnar, þar sem bílastæðagjöld eru mun hærri en í Reykjavík. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki marktækur. Miðborg Kaupmannahafnar er staðsett í miðju þéttbyggðrar milljónaborgar, þar sem stór hluti almennings ferðast með reiðhjólum eða góðum almenningssamgöngum og þá er veðráttan þar allt önnur og mildari. Í þessu sambandi má nefna að meðalleiga á verslunarhúsnæði á góðum stað við Strikið í Kaupmannahöfn getur verið meira en tuttuguföld leiga við Laugaveg. Og þá er til þess að líta að leiga á verslunarhúsnæði er orðin mjög víða hærri annars staðar í Reykjavík en í miðborginni og sums staðar örðugra að finna stæði en þar. Grundvöllur þess að verslun fái þrifist til frambúðar í miðborginni er greitt aðgengi. Höft og bönn borgaryfirvalda í þessum efnum, samfara stórhækkunum bílastæðagjalda, munu ekki hafa annað í för með sér en hnignun verslunar á svæðinu. Í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveginn er fjöldi kaupmanna sem hafa fjörutíu og jafnvel yfir fimmtíu ára reynslu af verslunarrekstri í miðborginni. Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Rétt væri að borgaryfirvöld fylktu liði með kaupmönnum og leituðu leiða til að bæta aðgengi með lækkun bílastæðagjalda, niðurfellingu þeirra gjalda í útjöðrum miðborgarinnar og fjölgun stæða. Mikill meirihluti borgarbúa kýs að fara allra sinna ferða á fjölskyldubílnum og ef viðskiptavinir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað. Það hlýtur að vera vilji borgaryfirvalda að verslun í miðborginni fái dafnað og eflst því án blómlegrar verslunar er engin miðborg.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar