Árangur hverra og fyrir hverja? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undirstrikar þetta. Ríkisstjórnin, eða hluti hennar, leitast nú við að telja fólki trú um að stefna ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri í efnahagsmálum. Þetta hefur reyndar reynst mörgum ráðherrum nokkuð erfitt eftir að þeir hafa varið megninu af kjörtímabilinu í að reyna að sannfæra fólk um að Ísland ætti sér enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið. Á hverju byggist árangurinn?Umræðan snýst einkum um að hagvöxtur hafi aukist, landið geti nú slegið lán á markaði (ólíkt mörgum evrulöndum) og atvinnuleysi hafi minnkað (þótt raunverulegt atvinnuleysi sé reyndar meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna). Þekktir erlendir hagfræðingar og blaðamenn hafa vakið athygli á árangri Íslands (það eru að miklu leyti sömu menn og helst hafa verði sammála framsóknarmönnum um Icesave og skuldir heimilanna). En á hverju byggir þessi árangur? Eins og sérfræðingarnir benda á byggir hann einkum á því að sveigjanleiki krónunnar dró úr atvinnuleysi hér á sama tíma og atvinnuleysi náði hámarki í evrulöndunum. Jafnframt skipti sköpum að Ísland skyldi ekki taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Hagvöxtur er meiri á Íslandi en annars staðar vegna þess að gengi gjaldmiðilsins féll, útflutningsverðmæti jukust, ferðamönnum fjölgaði o.s.frv. Við það bættust óvæntar makrílveiðar og neysla almennings jókst eins og oft gerist á verðbólgutímum. Niðurgreiðsla ríkisskulda í góðærinu skipti að sjálfsögðu sköpum og forðaði landinu frá því að lenda í sömu stöðu og Grikkland. Loks hafa menn kynnst því að velferðarkerfið og innviðirnir sem byggðir voru upp á undanförnum áratugum voru þó það sterkir að þeir hafa að mestu staðið af sér hamfarirnar. Nú er heilbrigðiskerfið reyndar komið í talsverða hættu enda var niðurskurður í heilbrigðismálum mestur á Íslandi árið 2010 (auk Spánar). Það er það eina af ofantöldu sem beinlínis má þakka núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórnin lagt til?Hvað í stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur skilað efnahagslegum ávinningi? Hér hafa menn ekki nýtt það einstaka tækifæri sem verið hefur til að auka fjárfestingu og fjölga störfum. Þvert á móti, fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki og störfin hafa einkum flust til Noregs. Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt ofurkapp á að snúa við öllum þeim þáttum sem hafa búið til árangurinn sem hún státar sig af. Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að færa skuldir gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfir á almenning. Ráðherrar ráðast á gjaldmiðil eigin lands, einkum í viðtölum við erlenda blaðamenn, og berjast fyrir því að Ísland taki upp evru með aðild að evrópska seðlabankanum. Þar á bæ standa menn núna frammi fyrir heimssögulegri krísu og þeirri staðreynd að evran hefur aukið atvinnuleysi og mun á næstu árum rýra kaupmátt almennings (t.d. um yfir 40% á Írlandi). Við bætist að ef Ísland tæki upp evru í gegnum ESB þyrfti það að taka þátt í björgunaraðgerðum vegna ófremdarástandsins á evrusvæðinu. Danir reiknuðu nýverið út hvað þeir hafa sparað með því að taka ekki upp evru. Miðað við niðurstöður þeirra næmi kostnaður Íslendinga af þátttöku í evrunni um 400 milljörðum króna. Vegið hefur verið að innviðum landsins og einkum að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir aukinni verðmætasköpun. Til að fullkomna aðförina að þeim hlutum sem helst hafa tryggt hagsmuni Íslands á undanförnum árum er nú hafinn undirbúningur að eftirgjöf í makríldeilunni. Helsta samningamanni Íslands í sjávarútvegsmálum var skyndilega kippt út úr viðræðunum og líkur standa til að ríkisstjórnin gefi stórlega eftir í deilunni á fundum með ESB í haust til að greiða fyrir ESB-umsókn sinni. Heimilunum fórnaðVerst er þó að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt þau tækifæri sem voru til að rétta hlut íslenskra heimila. Þótt íslenska krónan hafi komið að gagni við að halda uppi atvinnustigi og auka útflutning hefur hún vissulega sína galla. Sá stærsti birtist í stökkbreytingu á skuldum íslenskra heimila vegna verðtryggingarinnar. Hins vegar gafst stjórnvöldum tækifæri til að vinna bug á þeim vanda á meðan þau réðu enn yfir þrotabúum bankanna. Það tækifæri var ekki nýtt. Tjónið af því fyrir heimilin og samfélagið allt nam hundruðum milljarða. Íslandi bjargað frá gjaldþroti og ríkisstjórninniEf Ísland hefði þegar verið orðið ESB-land með evru árið 2008 hefði bankahrunið sett landið á hausinn. Nokkrir hinna margumræddu erlendu sérfræðinga, t.d. Ken Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, hafa bent á þetta. En í raun þarf ekki að reiða sig á álit sérfræðinga í þessu tilviki. Það nægir að bera stöðu Íslands saman við Írland og reikna áhrifin af því ef Ísland hefði verið látið taka neyðarlán til að bjarga bönkunum og um leið hefði atvinnuleysi orðið tvöfalt meira en raun varð. Nú er einnig ljóst að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef ríkisstjórninni hefði tekist að koma í gegn fyrsta Icesave-samningnum. Framsóknarmenn voru oft sakaðir um að vera með málið á heilanum og eyða of miklu afli í að koma í veg fyrir Icesave-samninginn. En ef ekki hefði verið fyrir baráttu þingflokks framsóknarmanna og annarra hugsjónamanna, hefði stefna ríkisstjórnarinnar sett Ísland í þrot. NiðurstaðanEr ekki tímabært að ríkisstjórnin hætti að slá sig til riddara vegna árangurs sem hún hefur fremur reynt að koma í veg fyrir með aðgerðum sínum en ýta undir? Enn betra væri þó ef hún einbeitti sér loks (betra seint en aldrei) að því að rétta hag íslenskra heimila og að í framtíðinni yrði byggt á styrkleikum Íslands og tækifæri þess nýtt. Verði það gert verður hvergi betra að búa en á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undirstrikar þetta. Ríkisstjórnin, eða hluti hennar, leitast nú við að telja fólki trú um að stefna ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri í efnahagsmálum. Þetta hefur reyndar reynst mörgum ráðherrum nokkuð erfitt eftir að þeir hafa varið megninu af kjörtímabilinu í að reyna að sannfæra fólk um að Ísland ætti sér enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið. Á hverju byggist árangurinn?Umræðan snýst einkum um að hagvöxtur hafi aukist, landið geti nú slegið lán á markaði (ólíkt mörgum evrulöndum) og atvinnuleysi hafi minnkað (þótt raunverulegt atvinnuleysi sé reyndar meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna). Þekktir erlendir hagfræðingar og blaðamenn hafa vakið athygli á árangri Íslands (það eru að miklu leyti sömu menn og helst hafa verði sammála framsóknarmönnum um Icesave og skuldir heimilanna). En á hverju byggir þessi árangur? Eins og sérfræðingarnir benda á byggir hann einkum á því að sveigjanleiki krónunnar dró úr atvinnuleysi hér á sama tíma og atvinnuleysi náði hámarki í evrulöndunum. Jafnframt skipti sköpum að Ísland skyldi ekki taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Hagvöxtur er meiri á Íslandi en annars staðar vegna þess að gengi gjaldmiðilsins féll, útflutningsverðmæti jukust, ferðamönnum fjölgaði o.s.frv. Við það bættust óvæntar makrílveiðar og neysla almennings jókst eins og oft gerist á verðbólgutímum. Niðurgreiðsla ríkisskulda í góðærinu skipti að sjálfsögðu sköpum og forðaði landinu frá því að lenda í sömu stöðu og Grikkland. Loks hafa menn kynnst því að velferðarkerfið og innviðirnir sem byggðir voru upp á undanförnum áratugum voru þó það sterkir að þeir hafa að mestu staðið af sér hamfarirnar. Nú er heilbrigðiskerfið reyndar komið í talsverða hættu enda var niðurskurður í heilbrigðismálum mestur á Íslandi árið 2010 (auk Spánar). Það er það eina af ofantöldu sem beinlínis má þakka núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórnin lagt til?Hvað í stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur skilað efnahagslegum ávinningi? Hér hafa menn ekki nýtt það einstaka tækifæri sem verið hefur til að auka fjárfestingu og fjölga störfum. Þvert á móti, fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki og störfin hafa einkum flust til Noregs. Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt ofurkapp á að snúa við öllum þeim þáttum sem hafa búið til árangurinn sem hún státar sig af. Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að færa skuldir gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfir á almenning. Ráðherrar ráðast á gjaldmiðil eigin lands, einkum í viðtölum við erlenda blaðamenn, og berjast fyrir því að Ísland taki upp evru með aðild að evrópska seðlabankanum. Þar á bæ standa menn núna frammi fyrir heimssögulegri krísu og þeirri staðreynd að evran hefur aukið atvinnuleysi og mun á næstu árum rýra kaupmátt almennings (t.d. um yfir 40% á Írlandi). Við bætist að ef Ísland tæki upp evru í gegnum ESB þyrfti það að taka þátt í björgunaraðgerðum vegna ófremdarástandsins á evrusvæðinu. Danir reiknuðu nýverið út hvað þeir hafa sparað með því að taka ekki upp evru. Miðað við niðurstöður þeirra næmi kostnaður Íslendinga af þátttöku í evrunni um 400 milljörðum króna. Vegið hefur verið að innviðum landsins og einkum að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir aukinni verðmætasköpun. Til að fullkomna aðförina að þeim hlutum sem helst hafa tryggt hagsmuni Íslands á undanförnum árum er nú hafinn undirbúningur að eftirgjöf í makríldeilunni. Helsta samningamanni Íslands í sjávarútvegsmálum var skyndilega kippt út úr viðræðunum og líkur standa til að ríkisstjórnin gefi stórlega eftir í deilunni á fundum með ESB í haust til að greiða fyrir ESB-umsókn sinni. Heimilunum fórnaðVerst er þó að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt þau tækifæri sem voru til að rétta hlut íslenskra heimila. Þótt íslenska krónan hafi komið að gagni við að halda uppi atvinnustigi og auka útflutning hefur hún vissulega sína galla. Sá stærsti birtist í stökkbreytingu á skuldum íslenskra heimila vegna verðtryggingarinnar. Hins vegar gafst stjórnvöldum tækifæri til að vinna bug á þeim vanda á meðan þau réðu enn yfir þrotabúum bankanna. Það tækifæri var ekki nýtt. Tjónið af því fyrir heimilin og samfélagið allt nam hundruðum milljarða. Íslandi bjargað frá gjaldþroti og ríkisstjórninniEf Ísland hefði þegar verið orðið ESB-land með evru árið 2008 hefði bankahrunið sett landið á hausinn. Nokkrir hinna margumræddu erlendu sérfræðinga, t.d. Ken Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, hafa bent á þetta. En í raun þarf ekki að reiða sig á álit sérfræðinga í þessu tilviki. Það nægir að bera stöðu Íslands saman við Írland og reikna áhrifin af því ef Ísland hefði verið látið taka neyðarlán til að bjarga bönkunum og um leið hefði atvinnuleysi orðið tvöfalt meira en raun varð. Nú er einnig ljóst að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef ríkisstjórninni hefði tekist að koma í gegn fyrsta Icesave-samningnum. Framsóknarmenn voru oft sakaðir um að vera með málið á heilanum og eyða of miklu afli í að koma í veg fyrir Icesave-samninginn. En ef ekki hefði verið fyrir baráttu þingflokks framsóknarmanna og annarra hugsjónamanna, hefði stefna ríkisstjórnarinnar sett Ísland í þrot. NiðurstaðanEr ekki tímabært að ríkisstjórnin hætti að slá sig til riddara vegna árangurs sem hún hefur fremur reynt að koma í veg fyrir með aðgerðum sínum en ýta undir? Enn betra væri þó ef hún einbeitti sér loks (betra seint en aldrei) að því að rétta hag íslenskra heimila og að í framtíðinni yrði byggt á styrkleikum Íslands og tækifæri þess nýtt. Verði það gert verður hvergi betra að búa en á Íslandi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun