Nýtingarhlutfall – byggingarréttur Gestur Ólafsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Talsverð umræða um skipulagsmál hefur skapast að undanförnu í kjölfar samkeppni um hugsanlega frekari uppbyggingu við Austurvöll og Ingólfstorg. Þar hefur mönnum orðið tíðrætt um nýtingarhlutfall og hugsanlegan byggingarrétt sem hafi verið myndaður á þessu svæði og í öðrum gömlum hverfum borgarinnar. Nú er það svo að nýtingarhlutfall er einungis ein mæliaðferð af mörgum sem m.a. hafa verið notaðar til þess að meta eða áætla hve mikið ákveðið landsvæði er nýtt (landnýting). Aðrar mælieiningar til að mæla þéttleika byggðar eru t.d. fjöldi íbúða eða íbúðarherbergja á flatareiningu. Eitt og sér er nýtingarhlutfall ákaflega lélegt tæki til að stjórna gerð byggðar þar sem það mælir aðeins hlutfallið milli m² í byggingum og m² lóðar en segir ekkert um t.d. hæð bygginga, hugsanlega notkun eða gerð sem geta þó skipt höfuðmáli fyrir allt umhverfi á viðkomandi svæði. Samt er það eins með nýtingarhlutfallið og hnífinn í eldhússkúffunni að hægt er að nota það til margs konar verka. Þótt þessi mælieining hafi ekki verið hugsuð til þess sérstaklega að gefa ákveðnum lóðarhöfum verðmæti á kostnað gömlu hverfanna má hugsanlega nota hana til þess ef vilji er fyrir hendi. Undanfarin ár hafa skipulagsvísindamenn borgarinnar diskað út hækkuðu nýtingarhlutfalli fyrir einstakar lóðir í gömlum hverfum Reykjavíkur sem hefur, eins og fyrir galdur, orðið að byggingarrétti sem borgaryfirvöld hafa orðið að kaupa til baka fyrir almannafé þar sem vilji hefur verið fyrir því að vernda fyrra svipmót byggðarinnar. Afleiðing þessa gæti verið sú að með þessu móti hafi verið stofnað til milljarða króna skaðabótaábyrgðar ef fólk vill nú halda í þéttleika og sérkenni þeirrar byggðar sem fyrir er. Nú hljótum við, íbúar Reykjavíkur, að spyrja hvaða skipulagsvísindi voru þarna á ferðinni og hvaða einstaklingar bera á þeim faglega og pólitíska ábyrgð þannig að við getum a.m.k. forðast þetta fólk í næstu sveitarstjórnarkosningum. Nútímaskipulag er talsvert alvörumál og mótar ramma fyrir líf okkar allra á fjölmörgum sviðum og það skiptir okkur öll miklu að þar sé bæði talað skýrt og öll tiltæk þekking notuð. Annars kemur það bara okkur sjálfum í koll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Talsverð umræða um skipulagsmál hefur skapast að undanförnu í kjölfar samkeppni um hugsanlega frekari uppbyggingu við Austurvöll og Ingólfstorg. Þar hefur mönnum orðið tíðrætt um nýtingarhlutfall og hugsanlegan byggingarrétt sem hafi verið myndaður á þessu svæði og í öðrum gömlum hverfum borgarinnar. Nú er það svo að nýtingarhlutfall er einungis ein mæliaðferð af mörgum sem m.a. hafa verið notaðar til þess að meta eða áætla hve mikið ákveðið landsvæði er nýtt (landnýting). Aðrar mælieiningar til að mæla þéttleika byggðar eru t.d. fjöldi íbúða eða íbúðarherbergja á flatareiningu. Eitt og sér er nýtingarhlutfall ákaflega lélegt tæki til að stjórna gerð byggðar þar sem það mælir aðeins hlutfallið milli m² í byggingum og m² lóðar en segir ekkert um t.d. hæð bygginga, hugsanlega notkun eða gerð sem geta þó skipt höfuðmáli fyrir allt umhverfi á viðkomandi svæði. Samt er það eins með nýtingarhlutfallið og hnífinn í eldhússkúffunni að hægt er að nota það til margs konar verka. Þótt þessi mælieining hafi ekki verið hugsuð til þess sérstaklega að gefa ákveðnum lóðarhöfum verðmæti á kostnað gömlu hverfanna má hugsanlega nota hana til þess ef vilji er fyrir hendi. Undanfarin ár hafa skipulagsvísindamenn borgarinnar diskað út hækkuðu nýtingarhlutfalli fyrir einstakar lóðir í gömlum hverfum Reykjavíkur sem hefur, eins og fyrir galdur, orðið að byggingarrétti sem borgaryfirvöld hafa orðið að kaupa til baka fyrir almannafé þar sem vilji hefur verið fyrir því að vernda fyrra svipmót byggðarinnar. Afleiðing þessa gæti verið sú að með þessu móti hafi verið stofnað til milljarða króna skaðabótaábyrgðar ef fólk vill nú halda í þéttleika og sérkenni þeirrar byggðar sem fyrir er. Nú hljótum við, íbúar Reykjavíkur, að spyrja hvaða skipulagsvísindi voru þarna á ferðinni og hvaða einstaklingar bera á þeim faglega og pólitíska ábyrgð þannig að við getum a.m.k. forðast þetta fólk í næstu sveitarstjórnarkosningum. Nútímaskipulag er talsvert alvörumál og mótar ramma fyrir líf okkar allra á fjölmörgum sviðum og það skiptir okkur öll miklu að þar sé bæði talað skýrt og öll tiltæk þekking notuð. Annars kemur það bara okkur sjálfum í koll.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar