Þakkarbréf í forseta- umræðufráhvörfum Andrea Róbertsdóttir skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Ég ætla að hætta að nota „duddu“ í kvöld sagði þriggja ára sonur minn við mig fyrr í vikunni. „Er það?“ spurði ég með undrunarsvip þar sem „duddulausa lífið“ var handan við hornið. „Dudda“ er lykilorðið sem hefur svakalegan mátt á mínu heimili. Þegar ég býð upp á „duddu“ á kvöldin má sjá nautnasvipinn færast yfir son minn sem finnst ekkert betra en að fá „útúrsnuddaða dudduna“ sína fyrir háttinn. Síðan kom kvöldið, fyrsti dagurinn af restinni af lífinu, og nýja lífinu var slegið á frest. Þetta undratæki hefur nú reddað heilu boðunum og helgarinnkaupunum og mun vafalítið gera það eitthvað áfram. Snuddur eru því alls ekki slæmar. Þær tilheyra samt bara tímabili á mannsævi margra. Það kemur því sá dagur sem sonur minn mun hætta með snuð og annað tekur við í lífinu. Hann hefur bara ekki hugmynd um að það er líf, hið fínasta líf, eftir snuddulíf. Það er þannig með breytingar, sem gera þær gjarnan svo erfiðar, að fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Rútínan, vaninn. Þannig er það með son minn og þannig var það með kjósendur í síðustu forsetakosningum. Eftir ótal margar frumsýningar og forsýningar á eigin ágæti síðustu kjörtímabil brilleraði Ólafur Ragnar í viðtölum í aðdraganda kosninganna. Hann fékk fjölmörg og fjölbreytt tækifæri til að auglýsa sig sem sitjandi forseti, svo mörg tækifæri að ég hélt á tímabili að allir sem fóru á Álftanes væru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Á meðan hugsaði ég um embættið, alla þessa frambærilegu frambjóðendur og Þóru á Bessastöðum. Þetta var svo spennandi, borðleggjandi og augljóst í mínum huga. Þarna er ein sú minnsta „dúkka“ sem sögur fara af. Þarna var klár, kattliðug og fallega innréttuð kona til þjónustu reiðubúin. Með barni og langt frá því að vera ófrísk á nokkurn hátt. Þarna voru öldurnar farnar að frussast út um allt. Það var verið að rugga bátnum, höggva í hefðir og prumpa á fyrirframgefin íhaldssöm hlutverk. Það voru ærin verkefni í vændum. Breytingar eru oft erfiðar og andstaða algeng viðbrögð við breytingum. Hægt var að greina bæði hamlandi og drífandi krafta í umræðunni og bentu fjölmargir á hið augljósa sem er að samfélagið hafi breyst mikið í forsetatíð Ólafs Ragnars. Oft var eins og Þóra væri eini frambjóðandinn með fortíð. Hvers á kona að gjalda? Var raunverulegur vilji á breytingum? Snúa hlutunum á rönguna? Ragnityerb? Orðið „breytingar“ skrifað aftur á bak. Hvað sem því líður hefur unnist hér gríðarlegur sigur í jafnréttisbaráttunni. Það má ekki gleymast og fyrir það er ég þakklát. Þarna var einstaklingur í fæðingargalla með móðurlíf sem hafði þróað með sér færni til að hafa frumkvæði að breytingum og móta þar með veruleikann. Erlendir fjölmiðlar voru eins og mý á mykjuskán þegar fréttist af þessari íslensku konu, barnshafandi og seinna að gefa nýfæddri dóttur sinni brjóst á flandri um landið. Heimilisstörf eru svo langt frá því að vera meðfæddur eiginleiki og konur eru alls ekki best geymdar bak við eldavélina. Sigur var unninn, að hafa valið, og raunveruleikinn birtist okkur eins og hann er og eins og við viljum hafa hann. Jöfn tækifæri fyrir konur og karla! Hér er komið tilefni til að máta sig við þá hugsun að dætur okkar og synir eiga skilið og eiga að hafa jöfn tækifæri í lífinu til að gera sig gildandi. Ég vona að flestir landsmenn séu nú sáttir við úrslit kosninga og að hinir sætti sig við þau og séu að öllu samanlögðu almennt bjartsýnir á framtíðina. Í þessu sem og öllu öðru getum við haldið áfram að gera það sama, undir forystu þeirra sömu, en þá megum við ekki búast við annarri niðurstöðu eða útkomu. Ólafur Ragnar hefur gert fjölmarga góða hluti. Hann er „duddan“ sem hefur oft bjargað partýinu. Það er engin þversögn fólgin í því að þakka og virða góð störf sitjandi forseta en kalla jafnframt á endurnýjun sem er hverju lýðræðisþjóðfélagi nauðsynleg, eins og einhver sagði. Ein „dudda“ dugar ekki mörg kjörtímabil. Svo eru til alls konar útgáfur af þessu fyrirbæri. Þær eru í misjöfnum litum og ólíkri lögun, mýkt og misendingargóðar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að ekki er hægt að „afsnudda“ „útúrsnuddaðar duddur“. Þá er mikilvægt að endurnýja þær. Breyta. Ég vil þakka Þóru fyrir að hafa brotið blað í sögu þjóðar og sett snigilinn, sem hefur dregið jafnréttið áfram, á stera. Reglulegt bakslag og stöðnun í jafnréttisbaráttunni hafa verið nokkur skref aftur á bak. Þetta var stórt skref fram á veginn. Ekkert hænuskref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að hætta að nota „duddu“ í kvöld sagði þriggja ára sonur minn við mig fyrr í vikunni. „Er það?“ spurði ég með undrunarsvip þar sem „duddulausa lífið“ var handan við hornið. „Dudda“ er lykilorðið sem hefur svakalegan mátt á mínu heimili. Þegar ég býð upp á „duddu“ á kvöldin má sjá nautnasvipinn færast yfir son minn sem finnst ekkert betra en að fá „útúrsnuddaða dudduna“ sína fyrir háttinn. Síðan kom kvöldið, fyrsti dagurinn af restinni af lífinu, og nýja lífinu var slegið á frest. Þetta undratæki hefur nú reddað heilu boðunum og helgarinnkaupunum og mun vafalítið gera það eitthvað áfram. Snuddur eru því alls ekki slæmar. Þær tilheyra samt bara tímabili á mannsævi margra. Það kemur því sá dagur sem sonur minn mun hætta með snuð og annað tekur við í lífinu. Hann hefur bara ekki hugmynd um að það er líf, hið fínasta líf, eftir snuddulíf. Það er þannig með breytingar, sem gera þær gjarnan svo erfiðar, að fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Rútínan, vaninn. Þannig er það með son minn og þannig var það með kjósendur í síðustu forsetakosningum. Eftir ótal margar frumsýningar og forsýningar á eigin ágæti síðustu kjörtímabil brilleraði Ólafur Ragnar í viðtölum í aðdraganda kosninganna. Hann fékk fjölmörg og fjölbreytt tækifæri til að auglýsa sig sem sitjandi forseti, svo mörg tækifæri að ég hélt á tímabili að allir sem fóru á Álftanes væru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Á meðan hugsaði ég um embættið, alla þessa frambærilegu frambjóðendur og Þóru á Bessastöðum. Þetta var svo spennandi, borðleggjandi og augljóst í mínum huga. Þarna er ein sú minnsta „dúkka“ sem sögur fara af. Þarna var klár, kattliðug og fallega innréttuð kona til þjónustu reiðubúin. Með barni og langt frá því að vera ófrísk á nokkurn hátt. Þarna voru öldurnar farnar að frussast út um allt. Það var verið að rugga bátnum, höggva í hefðir og prumpa á fyrirframgefin íhaldssöm hlutverk. Það voru ærin verkefni í vændum. Breytingar eru oft erfiðar og andstaða algeng viðbrögð við breytingum. Hægt var að greina bæði hamlandi og drífandi krafta í umræðunni og bentu fjölmargir á hið augljósa sem er að samfélagið hafi breyst mikið í forsetatíð Ólafs Ragnars. Oft var eins og Þóra væri eini frambjóðandinn með fortíð. Hvers á kona að gjalda? Var raunverulegur vilji á breytingum? Snúa hlutunum á rönguna? Ragnityerb? Orðið „breytingar“ skrifað aftur á bak. Hvað sem því líður hefur unnist hér gríðarlegur sigur í jafnréttisbaráttunni. Það má ekki gleymast og fyrir það er ég þakklát. Þarna var einstaklingur í fæðingargalla með móðurlíf sem hafði þróað með sér færni til að hafa frumkvæði að breytingum og móta þar með veruleikann. Erlendir fjölmiðlar voru eins og mý á mykjuskán þegar fréttist af þessari íslensku konu, barnshafandi og seinna að gefa nýfæddri dóttur sinni brjóst á flandri um landið. Heimilisstörf eru svo langt frá því að vera meðfæddur eiginleiki og konur eru alls ekki best geymdar bak við eldavélina. Sigur var unninn, að hafa valið, og raunveruleikinn birtist okkur eins og hann er og eins og við viljum hafa hann. Jöfn tækifæri fyrir konur og karla! Hér er komið tilefni til að máta sig við þá hugsun að dætur okkar og synir eiga skilið og eiga að hafa jöfn tækifæri í lífinu til að gera sig gildandi. Ég vona að flestir landsmenn séu nú sáttir við úrslit kosninga og að hinir sætti sig við þau og séu að öllu samanlögðu almennt bjartsýnir á framtíðina. Í þessu sem og öllu öðru getum við haldið áfram að gera það sama, undir forystu þeirra sömu, en þá megum við ekki búast við annarri niðurstöðu eða útkomu. Ólafur Ragnar hefur gert fjölmarga góða hluti. Hann er „duddan“ sem hefur oft bjargað partýinu. Það er engin þversögn fólgin í því að þakka og virða góð störf sitjandi forseta en kalla jafnframt á endurnýjun sem er hverju lýðræðisþjóðfélagi nauðsynleg, eins og einhver sagði. Ein „dudda“ dugar ekki mörg kjörtímabil. Svo eru til alls konar útgáfur af þessu fyrirbæri. Þær eru í misjöfnum litum og ólíkri lögun, mýkt og misendingargóðar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að ekki er hægt að „afsnudda“ „útúrsnuddaðar duddur“. Þá er mikilvægt að endurnýja þær. Breyta. Ég vil þakka Þóru fyrir að hafa brotið blað í sögu þjóðar og sett snigilinn, sem hefur dregið jafnréttið áfram, á stera. Reglulegt bakslag og stöðnun í jafnréttisbaráttunni hafa verið nokkur skref aftur á bak. Þetta var stórt skref fram á veginn. Ekkert hænuskref.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun